Spennandi dagur framundan
Það er vægast sagt spennandi dagur framundan, þ.e. þegar að ég vakna um kl.17 og þar til ég leggst til hvíldar klukkan 09:00 á miðvikudagsmorguninn. Þetta er þrískipt og allt gætu þetta orðið úrslitastundir:
Fyrst eigast Liverpool og Chelsea við í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fari illa fyrir Liverpool í kvöld má segja að tímabilið þeirra sé búið. Mín spá: 2-0 eða 3-1 sigur fyrir Liverpool, það er samt eitthvað í loftinu - ég fer samt varla að baka fyrir leik... ég er búinn að spá Liverpool í úrslit frá því fyrir Inter leikina.
Í öðru lagi er það annar leikurinn hjá Spurs vs Phoenix. Fyrsti leikurinn var einn svakalegasti leikur í úrslitakeppninni í lengri tíma. Komist Spurs í 2-0 þá held ég að þeir klári þetta í 5 leikjum, annars gæti þetta farið í 7 leiki. Mín spá: Spurs sigrar í kvöld í jöfnum leik og taka svo annan leikinn í Phoenix.
Ef að Phoenix dettur úr í fyrstu umferð þá spurning hvort að það verði ekki uppstokkun, Shaq er 36 ára, Nash 34 ára og Grant Hill 36 ára. Það sama má segja ef að Spurs detta út og það eru jafnvel meiri líkur ef að þeir vinna deildina... því miður er ekki pláss á þessari síðu til að telja upp alla þá sem eru á síðustu metrunum.
Mun einhver sakna þeirra? Maður mun sakna Horry en eins og segir um Spurs í auglýsingum á NBATV ,, Where glory over glamour happens"... segir allt sem segja þarf.
Í þriðja lagi er kosið í nótt í Bandaríkjunum. Staðurinn er Pennsylvania og Hillary þarf að vinna stórt til að eiga séns annars er þetta búið. Ef að hún vinnur með yfir 10% mun þá mun hún fá smá momentum, ef að það er undir 10% þá er staðan óbreytt, en ef svo ólíklega vill til að Obama vinni í kvöld að þá mun flokkurinn setja virkilega pressu á Hillary að hætta baráttunni. Mín spá: Ég spái því að hún vinni með um 5% mun, jafnvel minna og að fjölmiðlar telji þetta þá nokkurn veginn úr sögunni, þó að hún kunni að berjast áfram.
------------------------------------
PS. Ef að Lakers klárar af Denver (sem er auðvitað langt því frá búið) að þá mætir liðið mjög erfiðu og líkamlega sterku Utah liði. Við reyndar unnum innbyrðis viðureignir á tímabilinu 3-1, en Utah líta vel út á móti Rockets og munu væntanlega sópa þá. En nú er það bara að vinna annan leikinn gegn Denver.
Er lífið ekki dásamlegt?
Fyrst eigast Liverpool og Chelsea við í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fari illa fyrir Liverpool í kvöld má segja að tímabilið þeirra sé búið. Mín spá: 2-0 eða 3-1 sigur fyrir Liverpool, það er samt eitthvað í loftinu - ég fer samt varla að baka fyrir leik... ég er búinn að spá Liverpool í úrslit frá því fyrir Inter leikina.
Í öðru lagi er það annar leikurinn hjá Spurs vs Phoenix. Fyrsti leikurinn var einn svakalegasti leikur í úrslitakeppninni í lengri tíma. Komist Spurs í 2-0 þá held ég að þeir klári þetta í 5 leikjum, annars gæti þetta farið í 7 leiki. Mín spá: Spurs sigrar í kvöld í jöfnum leik og taka svo annan leikinn í Phoenix.
Ef að Phoenix dettur úr í fyrstu umferð þá spurning hvort að það verði ekki uppstokkun, Shaq er 36 ára, Nash 34 ára og Grant Hill 36 ára. Það sama má segja ef að Spurs detta út og það eru jafnvel meiri líkur ef að þeir vinna deildina... því miður er ekki pláss á þessari síðu til að telja upp alla þá sem eru á síðustu metrunum.
Mun einhver sakna þeirra? Maður mun sakna Horry en eins og segir um Spurs í auglýsingum á NBATV ,, Where glory over glamour happens"... segir allt sem segja þarf.
Í þriðja lagi er kosið í nótt í Bandaríkjunum. Staðurinn er Pennsylvania og Hillary þarf að vinna stórt til að eiga séns annars er þetta búið. Ef að hún vinnur með yfir 10% mun þá mun hún fá smá momentum, ef að það er undir 10% þá er staðan óbreytt, en ef svo ólíklega vill til að Obama vinni í kvöld að þá mun flokkurinn setja virkilega pressu á Hillary að hætta baráttunni. Mín spá: Ég spái því að hún vinni með um 5% mun, jafnvel minna og að fjölmiðlar telji þetta þá nokkurn veginn úr sögunni, þó að hún kunni að berjast áfram.
------------------------------------
PS. Ef að Lakers klárar af Denver (sem er auðvitað langt því frá búið) að þá mætir liðið mjög erfiðu og líkamlega sterku Utah liði. Við reyndar unnum innbyrðis viðureignir á tímabilinu 3-1, en Utah líta vel út á móti Rockets og munu væntanlega sópa þá. En nú er það bara að vinna annan leikinn gegn Denver.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Fólk Knattspyrna, NBA, Stjórnmál
3 Ummæli:
Það er sem sagt nóg af ástæðum til að sofna á vaktinni.
Ávallt vakandi, sama hversu næturnar eru vondar.
Áfram Spurs
kv Óli Þóris
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim