miðvikudagur, maí 14, 2008

Héðan og þaðan

Tónlist: Leonard Cohen loksins farinn á tónleikatúr eftir 14 ára fjarveru, hér er hljóðupptaka frá tónleikum á sunnudaginn (og nokkrar í viðbót hægra megin).... og hér er lagalistinn. Þið ykkar sem verðið á ferðinni í sumar í Bandaríkjunum eða Evrópu getið séð hvar hann spilar hér.

Tónlist: Eyjan var svo hugguleg að benda á myndskeið þar sem heyra má brot úr lagi af væntanlegri skífu okkar áskæru hljómsveitar Sigur Rós.

Stjórnmál: Þegar þetta er skrifað er Hillary að vinna stórsigur í West Virginia og sagði í sigurræðu sinni að hún væri ákveðnari en nokkru sinni að halda áfram - djöfull er þetta löngu hætt að vera áhugavert.

Kvikmyndir: Ekki get ég sagt að ég hafi séð margar góðar myndir að undanförnu en ég get þó sagt frá þremur einstaklega vondum myndum. Fyrst ber að nefna Dan in Real Life sem er klisjukennd kellingamynd með Steve Carrell - vægast sagt vonbrigði. Í öðru lagi er það unglingamynd sem ég skil ekki ennþá að ég hafi gefið séns og ber nafnið Harold&Kumar escape from Guantanamo Bay og er algjör hörmung og síðast en ekki síst er það hin ömurlegi langdregni klisjuviðbjóður sem ber heitið December Boys... þetta er búin að vera vond kvikmyndavika í mínu lífi og það væri gaman ef að einhver gæti mælt með góðri mynd hér í commentakerfinu.

Tónlist: Vortónlist, léttmeti.

Astrud Gilberto - Fly Me To The Moon

Getz/Gilberto - Desafinado

Walk On By - Undisputed Truth

Dionne Warwick - Do You Know the Way to San Jose

The Delfonics - Didn't I (Blow Your Mind This Time)

Stylistics - You Are Everything

Astrud Gilberto - Agua De Beber

Þeim sem þurfa svartari tónlist er bent á tæplega tveggja tíma reggae mix

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim