fimmtudagur, apríl 24, 2008

Önnur færsla - Dawkins og vísindi

Hér eru þrjú 15-20 mín löng brot þar sem farið er í algjör grunnatriði vísinda - það er ótrúlegt að það þurfi að gera slík myndbönd fyrir vesturlandabúa á 21.öldinni.

Break the science barrier Part 1

Break the science barrier Part 2

Break the science barrier Part 3

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"Sá sem er trúalaus trúir ekki engu, hann trúir öllu." Og þar af leiðandi er hann gagnslaus vofa sem gerir lítið annað en að eltast við fjúkandi lauf og illgresi, gjörsamlega skilyrtur af samtíma sínum - ekki frjáls. Því miður.

AFO

27 apríl, 2008 09:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þessa speki myndi sennilega eingöngu vera hægt að selja á klósettpappír :)
Að þessi þvæla skuli koma frá fullorðnum manni! Það er mér reyndar mjög til efs að hægt sé að finna eitthvað sem er fjær sannleikanum og í þessum gæsalöppum felst auk þess fullkomin þversögn. Sennilega finnur þú ekki meirí efahyggjumenn en hina trúlausu... en líklegra er bara henutgra að loka augunum, leggjast á hnéin og biðja eins og aumkunarverður miðalda barbari sem trúir á eitthvað sem er ekki í stað þess að halda leitinni áfram og hjálpa mannkyninu til frekari framfara... þvílíkir ,,free-ride-rar", þvílíkt illgresi, þvílíkt ömurlegt gagns- og getuleysi.
Slíkir einstaklingar sem ættu í raun ekki að fá að taka þátt í samtímanum sökum rökhugsunarleysis :)

28 apríl, 2008 22:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já þetta er skemmtilegt. Það eru nú ekki allir trúaðir sem leggjast á hnén og biðja. Það er allskyns fólk sem stingur höfðinu í sandinn eins og strútar. Sá sem er trúaður efast um allt nema trú sína. Sá sem er trúaður heldur fast í sinn sannleik sem allt annað fölnar í samanburði við og er því ekki opinn fyrir neinni villu. Sá sem hins vegar er ekki trúaður heldur ekki fast í neitt og er því opinn fyrir hvaða villu sem er. Sleikjandi upp drullu samtímans eins og villigöltur. Iss! Ég er ekki endilega að tala um Guðstrú hér, bara trú. Trú sem er mikilvæg. Það er sökum of lítillar trúar sem menn leita út fyrir sjálfa sig að lausnum. Það er sökum of lítillar trúar sem menn eru háðir öðrum. Það er sökum of lítillar trúar sem menn berja sér á brjóst og tala um hið góða og hið illa. Og það er sökum of lítillar trúar sem menn hengja sig í snöru "lýðræðisins" sem er lítið annað en stríðstól sem kemur í veg fyrir frjálsari heim. Nú er ég dottinn í endurtekningarstílinn hans Obama. Þá er ég hættur.

AFO

30 apríl, 2008 10:02  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,Sá sem er trúaður efast um allt nema trú sína. Sá sem er trúaður heldur fast í sinn sannleik sem allt annað fölnar í samanburði við og er því ekki opinn fyrir neinni villu."

Ætli það séu til svo margir einstaklingar í upplýstu samfélagi sem efast ekki um nokkuð í trú sinni ef að við lítum t.d. til stærstu trúarbragðanna - hvað myndi maður segja um mann sem trúi því að jörðin sé 6000 ára gömul, neitar þróunarkenningunni og trúir á hin ýmsu kraftaverk manns sem ekki er einu sinni víst að hafi gengið hér um jörðina fyrir 2000 árum... sennilega myndi maður bara brosa og rétta honum lyfin sín.

,,Sá sem hins vegar er ekki trúaður heldur ekki fast í neitt og er því opinn fyrir hvaða villu sem er. Sleikjandi upp drullu samtímans eins og villigöltur. Iss!"

Þetta er algjör oftúlkun á því sem er. Ég t.d. útilokaði ekki að Derby gæti orðið enskur meistari en líkurnar á því voru nánast engar, öll mín reynsla sagði að United eða Chelsea yrði meistari og til að víkka bilið þá voru yfirgnæfandi líkur á því að eitt stórliðanna fjögurra (United, Chelsea, Liverpool eða Arsenal) yrði meistari. Trúmaðurinn er svolítið eins og öfgastuðningsmaður Derby sem trúir því að liðið hans verði enskur meistari í ár - hver tekur mark á slíkum manni.
Varðandi samtímann þá væri nú gaman ef að þú gætir ferðast um aftur í tímann og séð hvers konar drulluskítugar mannverur (á líkama og sál) þú ert að róma þegar litið er til upphafs stærstu trúarbragða í heiminum - að ætla sér að ráðast á samtímann sem er í stöðugri þróun og að bæta ástandið víðsvegar um heiminn sökum upplýsingar og skynsemishyggju og að eyða á sama tíma orðum í það að verja heimskuna, lygina og kjaftæðið sem fylgt hefur trúarbrögðum er alveg sérdeilis magnað :)

,,Það er sökum of lítillar trúar sem menn leita út fyrir sjálfa sig að lausnum. Það er sökum of lítillar trúar sem menn eru háðir öðrum."

Nei, menn halda einmitt að þeir leiti út fyrir sjálfa sig að lausnum þegar þeir eru trúaðir... að það sé eitthvað himnaríki sem er ekki. Menn sem hins vegar eru lausir við slíka óra leysa hlutina sjálfir, hafa´,,trú" á sjálfum sér og bæta sitt ástand og annarra.... gera þetta líf að paradís í stað þess að dreyma um að næsta líf verði betra án þess að vita nokkuð um það. Þannig eru trúlausir sjálfs síns herrar og þurfa ekki að leita til ímyndaðs þrælahaldara um hvað þeir eigi að gera. En trúlausir eru líka líklegri en trúaðir til að leita eftir samvinnu sem felur í sér að bæta hag þeirra sem að henni koma... ef þú átt við það varðandi það að vera háður einhverjum þá er gott að bera saman Vesturlönd og Afríkulönd til að sjá hvernig samvinna vs trú virkar og hver sé háður hverjum :)

,,Það er sökum of lítillar trúar sem menn berja sér á brjóst og tala um hið góða og hið illa."

Ég sem hélt að heimsendakölt á borð við kristna trú og islam (til að nefna dæmi) væru einmitt þau öfl sem tala hve mest um hið illa vs hið góða - hvergi hef ég séð áróðursbæklinga frá trúlausum þar sem slíkt kemur fram :)

,,Og það er sökum of lítillar trúar sem menn hengja sig í snöru "lýðræðisins" sem er lítið annað en stríðstól sem kemur í veg fyrir frjálsari heim."

Það er enginn að segja að lýðræði sé fullkomið, það er bara fullkomnasta stjórnarfar sem völ er á og hefur orðið þeim heimshluta þar sem það hefur fest rætur til mikilla framfara og ég efa það ekki að þeim á eftir að fjölga fremur en að fækka. Menn hafa gert mistök í útbreiðslu lýðræðis, en hugmyndafræðin á Vesturlöndum stendur ennþá mjög tryggum stoðum. Það þarf að hefja uppbyggingu á þeim stöðum þar sem kallað er eftir lýðræði og hætta græðginni sem einkennt hefur stjórnvöld Vestanhafs (sem hafa einmitt mjög svo skemmtilega hugmyndafræði) :)
En við skulum aldrei gleyma því hvert mikil trú hefur leitt samfélög og þar er stöðugt verið að grafa upp skítinn!

Ástarkveðja Bjarni Þór.

30 apríl, 2008 12:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þeir sem stóla á ritningar, hvort sem það er biblían, kóranin eða eitthvað annað, eru ekki frjálsir. En trúleysi verður ekki læknað með lyfjagjöf.

"Þetta er algjör oftúlkun á því sem er. Ég t.d. útilokaði ekki að Derby gæti orðið enskur meistari en líkurnar á því voru nánast engar, öll mín reynsla sagði að United eða Chelsea yrði meistari og til að víkka bilið þá voru yfirgnæfandi líkur á því að eitt stórliðanna fjögurra (United, Chelsea, Liverpool eða Arsenal) yrði meistari. Trúmaðurinn er svolítið eins og öfgastuðningsmaður Derby sem trúir því að liðið hans verði enskur meistari í ár - hver tekur mark á slíkum manni.
Varðandi samtímann þá væri nú gaman ef að þú gætir ferðast um aftur í tímann og séð hvers konar drulluskítugar mannverur (á líkama og sál) þú ert að róma þegar litið er til upphafs stærstu trúarbragða í heiminum - að ætla sér að ráðast á samtímann sem er í stöðugri þróun og að bæta ástandið víðsvegar um heiminn sökum upplýsingar og skynsemishyggju og að eyða á sama tíma orðum í það að verja heimskuna, lygina og kjaftæðið sem fylgt hefur trúarbrögðum er alveg sérdeilis magnað :)"

Ég var nú ekki að túlka neitt né róma. Að setja allt sitt traust á afstæðan samtímann sem þú kennir við upplýsingu og skynsemi er skammgóðu vermir. Hvað hefur verið upplýst? Og með hvaða skynsemi? Eina þróunin sem á sér stað er firring, svo að réttast væri að tala um hnignun. Nútímamaðurinn hefur enga lífsýn og stendur ekki fyrir neitt sérstakt, nema þá kannski eiginhagsmuni, völd og græðgi - bloggar og drýgir hór. Og jú svo trúir hann á "lýðræði". En engin getur haldið öðru fram en að trúnni á lýðræðið hafi fylgt lygi, heimska og kjaftæði...eins og þú talar um.

"Nei, menn halda einmitt að þeir leiti út fyrir sjálfa sig að lausnum þegar þeir eru trúaðir... að það sé eitthvað himnaríki sem er ekki. Menn sem hins vegar eru lausir við slíka óra leysa hlutina sjálfir, hafa´,,trú" á sjálfum sér og bæta sitt ástand og annarra.... gera þetta líf að paradís í stað þess að dreyma um að næsta líf verði betra án þess að vita nokkuð um það. Þannig eru trúlausir sjálfs síns herrar og þurfa ekki að leita til ímyndaðs þrælahaldara um hvað þeir eigi að gera. En trúlausir eru líka líklegri en trúaðir til að leita eftir samvinnu sem felur í sér að bæta hag þeirra sem að henni koma... ef þú átt við það varðandi það að vera háður einhverjum þá er gott að bera saman Vesturlönd og Afríkulönd til að sjá hvernig samvinna vs trú virkar og hver sé háður hverjum :)"

Ég sé engan mun á himnaríki og lýðræði. Hvorutveggja eru fyrirbæri sem menn bíða eftir að verði að veruleika. Ef að fullkomið lýðræði verður að veruleika þá yrði það sannkallað himnaríki á jörðu. Menn eru ekki nógu trúaðir og leita því út fyrir sjálfa sig að hinni endanlegu lausn sem verður til þess eins að upp spretta markalínur og múrar milli fólks, hvort sem þeir eru landafræðilegir eða hugmyndafræðilegir. Þar hefur þú raunverulegt ímyndað þrælahald, en það grátlegasta er að við sjálf erum þrælahaldararnir.

"Ég sem hélt að heimsendakölt á borð við kristna trú og islam (til að nefna dæmi) væru einmitt þau öfl sem tala hve mest um hið illa vs hið góða - hvergi hef ég séð áróðursbæklinga frá trúlausum þar sem slíkt kemur fram :)"

Það eru allir (trúleysingjar líka) sem flokka og sundurgreina í himnaríki og helvíti, gott og illt, Guð og menn, englar og djöflar, Trú og trúleysi o.s.frv. Það eru allir uppteknir af því að byggja múra. En ég verð að taka undir með Zen meistaranum þegar hann var spurður: "Hvað er illt"? Svar: "Englar". HAHAHA!

"Það er enginn að segja að lýðræði sé fullkomið, það er bara fullkomnasta stjórnarfar sem völ er á og hefur orðið þeim heimshluta þar sem það hefur fest rætur til mikilla framfara og ég efa það ekki að þeim á eftir að fjölga fremur en að fækka. Menn hafa gert mistök í útbreiðslu lýðræðis, en hugmyndafræðin á Vesturlöndum stendur ennþá mjög tryggum stoðum. Það þarf að hefja uppbyggingu á þeim stöðum þar sem kallað er eftir lýðræði og hætta græðginni sem einkennt hefur stjórnvöld Vestanhafs (sem hafa einmitt mjög svo skemmtilega hugmyndafræði) :)
En við skulum aldrei gleyma því hvert mikil trú hefur leitt samfélög og þar er stöðugt verið að grafa upp skítinn!"

Við erum of bundin samtímanum og "lýðræðinu". Trú okkar er veik og því leitum við hið ytra að lausnum og erum opin fyrir hvers kyns villu eins og hinu "guðlega" og "góða" "lýðræði" sem eyða mun "helvíti" hvar sem það hefur skotið rótum hér á jörðu. "Aðeins annar Guð getur bjargað okkur" sagði Martin Heidegger. Hvað átti hann við? Pælum í því.

AFO

01 maí, 2008 18:09  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,En trúleysi verður ekki læknað með lyfjagjöf."

... vegna þess að trúleysi er náttúrulegt ástand mannsins, það ástand sem hann fæðist alheilbrigður :)

,,Hvað hefur verið upplýst? Og með hvaða skynsemi? Eina þróunin sem á sér stað er firring, svo að réttast væri að tala um hnignun"

Lýðræði, mannréttindi, tækni, framfarir í læknavísindum, framfarir í viðskiptum, meiri lífsgæði og minni áhersla á trú eru meðal þess sem gert hefur það að verkum að Vesturlandarbúar eru heilt yfir mun upplýstara og skynsamara fólk en fyrir aðeins nokkrum öldum... eins og klisjan segir: 12 ára gamalt barn hefur aðgang að meiri og betri upplýsingum en konungar og páfar höfðu fyrir ca. þremur öldum; upp úr tvítugt er sá einstaklingur farinn að hlæja að fávisku þessara manna og þeim fer stöðugt fjölgandi (þ.e. í upplýsingarsamfélagi nútímans) sem sjá í gegnum trúarbullið.
Við munum hins vegar aldrei getað snúið við því sem trúarbrögðin hafa gert síðustu árþúsundin en við getum tekið að okkur það verkefni að upplýsa þá sem ennþá búa í myrkrinu og trúa á hindurvitni og ógeðfellda loddara (sem að vísu er alls óvíst að hafi verið uppi).
Menn verða að hætta kjaftæðinu og rómantíkinni um að eitthvað hafi verið betra þegar að trúin var alls ráðandi - sérstaklega þegar að menn vita svo miklu mun betur. Nú vilji menn slíkt ástand að þá er mönnum frjálst að flytja á slóðir barbara í Afríku eða í Suðurríkin þar sem menn sveifla Biblíum og byssum samtímis og þá fyrst verða menn kannski þakklátir fyrir það hversu langt við höfum þó náð á þeim stutta tíma síðan að trúnni var snúin niður í svaðið.

,,Nútímamaðurinn hefur enga lífsýn og stendur ekki fyrir neitt sérstakt, nema þá kannski eiginhagsmuni, völd og græðgi - bloggar og drýgir hór. Og jú svo trúir hann á "lýðræði". En engin getur haldið öðru fram en að trúnni á lýðræðið hafi fylgt lygi, heimska og kjaftæði...eins og þú talar um."

Nei, það fornmaðurinn grútskítugur og heimskur sem hefur enga lífssýn, því að lífssýn hans er tálsýn og kjaftæði.
Nútímamaðurinn hefur hins vegar lífssýn og hún er: Við vitum ekkert hvað gerist að loknum dauðanum og enginn hefur getað sýnt framá að það sé nokkuð að honum loknum og því skulum við njóta þessa lífs og reyna í formi sérþekkingar okkar að skila þessum heimi betur frá okkur en við tókum við honum svo að mannkynið geti haldið áfram að þróast og skilja heiminn betur og njóta þess í leiðinni að vera til og vera þakklát fyrir það - þó að alltaf séu einhverjir sem vilji loka augunum leggjast á bæn og halda börnunum sínum í þröngri blekkingu sem leiðir síðan líklega af sér fátækt og áframhaldandi hörmungar eins og þær hafa verið fyrir hina ,,blindu" síðustu 2000 ár (í það minnsta) í formi hinna ýmsu trúarbragða. Það er enginn skilningur fólginn í því að búa sér til ósýnilegan vin þegar að maður getur ekki svarað spurningum og í því eru engar framfarir eins og sagan sannar best.

,,Ég sé engan mun á himnaríki og lýðræði. Hvorutveggja eru fyrirbæri sem menn bíða eftir að verði að veruleika. Ef að fullkomið lýðræði verður að veruleika þá yrði það sannkallað himnaríki á jörðu. Menn eru ekki nógu trúaðir og leita því út fyrir sjálfa sig að hinni endanlegu lausn sem verður til þess eins að upp spretta markalínur og múrar milli fólks, hvort sem þeir eru landafræðilegir eða hugmyndafræðilegir. Þar hefur þú raunverulegt ímyndað þrælahald, en það grátlegasta er að við sjálf erum þrælahaldararnir."

Það er stórmunur þar á. Við höfum ágætis lýðræði hér á Íslandi og t.d. í Evrópu en það er auðvitað þeim takmörkunum háð að til þess þarf fólkið í landinu að vera virkt. Með öðrum orðum, það er á ábyrgð hvers einstaklings að gera sitt besta til að skapa himnaríki hér á jörðu. Við vitum hins vegar ekki neitt um þá fornaldarhugmynd að til sé himnaríki þar sem Guð er... nema að flestar þær barnalegu hugmyndir hafa verið skotnar niður, t.d. að himnaríki sé ofan á skýjunum. Vandamálið er auðvitað að um leið og ein mýtan er snúin niður að þá þrengist og breytist alltaf ramminn um himnaríki og nú er svo komið að menn þurfa að vera virkilega örvæntingarfullir til að halda því fram í alvöru að til sé himnaríki Guðs handan þessa lífs.
Múrarnir sem þú minnist svo á eru ekki síst komnir til vegna trúar, fordóma og fáfræði undanfarinna alda. Trúin á þar ekki aðeins sök þegar kemur að múrum milli ólíkra trúarbragða heldur einnig fyrir að halda fólki í fáfræði og þar með fordómafullu.
Það hins vegar að ætla að fara að kenna lýðræði og hvað þá trúleysi um það er algjör fjarstæða, enda eru trúlausir heilt yfir (eins og rannsóknir hafa sýnt) upplýstara, menntaðra og umburðarlyndara fólk en trúaðir. Þeir aðhyllast lýðræði og mannréttindi sem eru tvö hugtök sem brjóta niður múra (oft fordómafulla trúarmúra) landfræðilega og hugmyndafræðilega.
Er sama hægt að segja um gyðinga í Ísrael, múslima í Íran eða Biblíuveifandi kúreka í Suðurríkjunum - er þetta fólk sem brýtur niður landfræðilega og hugmyndafræðilega múra? Kaþólska kirkjan? Hindúar í Pakistan?

,,Það eru allir (trúleysingjar líka) sem flokka og sundurgreina í himnaríki og helvíti, gott og illt, Guð og menn, englar og djöflar, Trú og trúleysi o.s.frv. Það eru allir uppteknir af því að byggja múra. En ég verð að taka undir með Zen meistaranum þegar hann var spurður: "Hvað er illt"? Svar: "Englar". HAHAHA!"

Ég er ekki vissum það, ég reyni eftir bestu getu að greina í sundur rétt og rangt en önnur atriði eiga hreinlega ekki við um minn hugsunarhátt... og það sem meira er að hann stjórnar ekki mínu ,,hugmyndarkerfi" eins í trúarbrögðum á borð við kristni þar sem óttanum um helvíti og djöfla stjórna og dauðinn sjálfur er meginstefið í trúnni.
Nei, má ég þá frekar biðja um að njóta þessa lífs fjarri slíku heimsendakölti.

,,Við erum of bundin samtímanum og "lýðræðinu". Trú okkar er veik og því leitum við hið ytra að lausnum og erum opin fyrir hvers kyns villu eins og hinu "guðlega" og "góða" "lýðræði" sem eyða mun "helvíti" hvar sem það hefur skotið rótum hér á jörðu. "Aðeins annar Guð getur bjargað okkur" sagði Martin Heidegger. Hvað átti hann við? Pælum í því."

Hvaða lausnir eru þetta sem þessi ,,við" eru sífellt að leita að. Ég er nokkuð vissum að fæstir Íslendingar séu að leita að einhverjum lausnum á andlegum málefnum ef að það er það sem þú meinar. Það eru fáir í stöðugum hugsunum og leit að svörum um hvort að það sé guð eða himnaríki -flestir eru að reyna að njóta þessa lífs (sem er það eina sem við vitum að er fyrir víst) og að skila þessu landi, þessari jörð betur af okkur þegar að þessu magnaða ferðalagi okkar lýkur svo að komandi kynslóðir geti notið þess jafnvel ennþá betur.
Ef að hægt er að tala um helvíti hér á jörðu þá má bóka það að trú spili þar sterkt hlutverk og það eina sem við getum gert fyrir þá sem fæðast inn í svo slæmt umhverfi er að fræða fólkið um aðra möguleika í þessu lífi, hugmyndina um lýðræði og áherslu á getu einstaklingsins til að bera ábyrgð á eiginn lífi, standa upp fyrir sjálfan sig og kynslóðirnar sem koma, leggja hart að sér og uppskera eftir því í stað þess að loka augunum, leggjast á hnéin og biðja... framfarir í þessu lífi eru oftast undir einstaklingnum sjálfum komið og það hefur aldrei leitt til neinna framfara hjá fátæku fólki að snúa sér að trúnni.
Það er erfitt að dæma orð Heiddegger út frá þessari einu setningu en hið sorglega er þó það að í ,,helvíti á þessari jörð" (t.d. þriðja heiminum) að þar mun enginn þessara þúsunda Guða bjarga nokkru - það geta menn hins vegar gert sjálfir og með hjálp annarra manna... og þar getur lýðræði spilað lykilhlutverk eins og sagan sýnir.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

01 maí, 2008 20:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim