Kýldur í magann
Tónlist: Coverplatan hennar Scarlett með lög Tom Waits kemur út í þessum mánuði og í hinum siðmenntaða heimi eru menn byrjaðir að spila lög af plötunni. Ég veit ekki hvað skal segja en þetta lag festir sig allavegana rækilega í hausnum á mér - hvort það sé slæmt eða gott skal ósagt látið að svo stöddu. Scarlett Johansson - Falling Down
Trú: Pat Condell er líkur Hannesi Hólmsteini á þann hátt að menn þurfa ekki að vera sammála honum til að hafa gaman af - en hneykslunargjarnir ættu að gera eitthvað annað. Pat Condell - The curse of faith
Karfa: Lakers vs Utah hefst á morgunn. Var að horfa á Hornets vs Spurs, heimamenn byrjuðu með látum en gömlu kallarnir voru fljótir að vinna þetta upp. Það eru svo mörg ár síðan að maður byrjaði að afskrifa Spurs, að þeir væru á síðustu metrunum en þeir hafa skilað sínu hingað til. Ginobili og Parker í gegnumbrotum, Duncan niðri á póstinum og Finley, Bowen og Horry fyrir utan.. svo alltaf einhverjir kallar í varnar og ruslahlutverki - þeir gætu örugglega haldið áfram þar til þeir væru allir á níræðisaldri, þetta er ekki flókið,,Where Glory over glamour happens". Hressilegt atriði átti sér stað að loknum fyrsta leikhluta - skemmtiatriði sem fór úr böndunum. Atriðið var þannig að lukkudýr Hornets hoppaði í gegnum eldhring og tróð bolta í körfu, að því loknu tókst hins vegar ekki að slökkva eldinn sem endaði með því að kraftmikið duftslökkvutæki var notað með þeim afleiðingum að völlurinn varð alhvítur og talsverðar tafir urðu á leiknum... hvað varð um fáklæddar klappstýrur. Á endanum fór þó svo að Hornets tóku fyrsta leikinn með Chris Paul í broddi fylkingar og endaði leikurinn í 19 stiga mun, sem endurspeglaði leikinn alls ekki. Hornets unnu seinni hálfleikinn með 23 stigum sem segir ansi margt um aldur Spurs liðsins (og kannski er loksins komið að endalokunum) og sennilega munu Hornets þreyta meistaranna vel áður en þeir mæta Lakers (eða Utah) í úrslitum Vesturdeildarinnar. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á því að Hornets taki þetta einvígi og er nokkuð vissum að Spurs taki næstu þrjá leiki.
Knattspyrna: Fór á 100 ára afmæli Fram. Hressandi að sjá gömul andlit og jafnvel ólíklegustu menn heilsuðu mér, greinilegt að mönnum er fyrirgefinn ýmis barnaskapur af unglingsárum nema að Framarar séu orðnir svo fáir að allir verði að standa saman svo að ekki fari illa - ég vel að líta á að hið fyrra sé rétt.
Menn rétt að jafna sig og þá er rétt að kýla þá í magann!
Er Riise ekki dásamlegur?
Efnisorð: Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim