mánudagur, maí 05, 2008

Trú - karfa - stjórnmál - tónlist og knattspyrna

Trú: Af hverju kemur meintur ógeðis perraskapur prests manni aldrei á óvart? Minnir mig alltaf á Fóstbræðraatriðið ,,Guð mun fyrirgefa mér". Það að Þjóðkirkjan skuli svo reka einskonar kynferðisbrotadeild eins og einn bloggari á Eyjunni bendir á, það segir allt sem segja þarf.

Karfa: Lakers búnir að taka fyrsta leikinn gegn Utah. Vona að Lakers mæti Hornets svo að menn geti séð hvor eigi skilið að vera valinn MVP... Kobe eða Chris Paul. Chris Paul var góður gegn Spurs en ég er vissum að hann verður sem barn í höndunum á Bryant ef að nr.24 tekur að sér að dekka hann.

Stjórnmál: Ég hef sjaldnast samúð með mönnum með bjánalegar skoðanir, en ég kenndi í brjóst um Ragnar Arnalds þegar hann reyndi með veikum mætti að fela þjóðrembu sína og fordómafulla andúð á Evrópusambandinu og var rassskelltur af Jóni Baldvini í beinni í Silfri Egils (sjá frekar seint í þættinum).

Tónlist: Styttist í hip hop þemafærslu...


Knattspyrna: Chelsea tókst að klára af Newcastle og því er staðan akkúrat eins og allir vilja hafa hana - þetta ræðst í síðustu umferð. Þetta er ekki búið ennþá.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni... þessar krossferðir gegn kristni og kristnum siðum verður að fara róast... eða allavega finna nýjan farveg... eða er það ekki?

kv,
Ívar

06 maí, 2008 09:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Slíkt fagráð tekur ekki eingöngu á kynferðisbrotum presta; það getur hver sem er leitað til þess. Kirkjan sér um sálgæslu og því ekkert undarlegt viið það að hún bjóði fram aðstoð sína í kynferðiafbrotamálum, eins og hún býður fram aðstoð sína í öðrum erfiðum málum. En auðvitað er það skítt að prestar skuli uppvísir af slíkum hrotta. En það er greinilega bara eitthvað bogið við selfoss sem sést best á framgöngu sýslumannsflóninu.

AFO

06 maí, 2008 13:36  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Hér eru menn gagnrýndir ef að þeir eiga það skilið - er eitthvað athugavert við það? Það vill bara svo til að þar á kirkjan eða starfsmenn hennar oft hluta að máli.

AFO: ...og við vitum báðir að það eru til lærðir fagaðilar sem eiga að taka á slíkum málum eða ætlar kirkjan kannski líka að leggja til viðskiptaráð :)
Það væri líka óskandi að þetta væri bundið við Selfoss en því miður er það fjarri raunveruleikanum.

06 maí, 2008 20:33  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim