þriðjudagur, maí 20, 2008

Lakers vs Spurs

Jæja þá er það ljóst ,,Glory over glamour"... gömlu kallarnir og meistararnir frá San Antonio verða andstæðingar Lakers í úrslitum Vesturstrandarinnar eftir að hafa sýnt alla sína reynslu á útivelli gegn Hornets sem aftur á móti klikkuðu gjörsamlega. Lakers eru meðal þeirra liða sem skora mest og fá flest stig á sig en San Antonio er meðal þeirra liða sem skorar minnst og fær fæst stig á sig - sem sagt sóknarleikur gegn varnarleik. Viðureignir liðanna í vetur fóru 2-2.

Körfuknattleiksins vegna þá held ég að hitt einvígið hefði nú verið skemmtilegra, en það er margt forvitnilegt við komandi einvígi. Meðal þess er Duncan vs Gasol (sem er líklega sá leikmaður í deildinni sem líkist honum mest). Annað einvígi sem verður skemmtilegt er Kobe vs Ginobili. Svo er spurning hversu vel Fisher kemst frá því að passa Parker og eins verður forvitnilegt að sjá hver ætlar að dekka Odom... mun Horry kannski sökkva okkur? Því miður fyrir einvígið og þó helst Lakers að þá mun Bynum ekki taka nokkurn þátt í úrslitakeppninni þar sem hann mun fara í aðra aðgerð á miðvikudaginn sem er sami dagur og einvígið hefst.

Mun Spurs taka þetta á reynslunni og hafa þeir úthaldið eftir sjö leikja seríu gegn Hornets? Mun Lakers liðið keyra yfir meistarana eftir góða hvíld eða mun reynsluleysið verða þeim að falli líkt og hjá Hornets?
Kemur í ljós, en fyrst er það drepleiðinlegur úrslitaleikur Manchester United vs Chelsea á miðvikudaginn... púúú á Meistaradeildina!!!

Hvað segja Lakers menn?
Hvað segir Ólafur Þórisson?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lakers in 5.

20 maí, 2008 12:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jamm sammála

Spurs á ekki break. Sérstaklega þar sem spurs er 'það lið sem skorar minnst og fær flest stig á sig'.... segir sig bara sjálft þeir geta bara flaggað hvíta fánanum strax.

kv,
ivar

20 maí, 2008 14:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Burt séð frá skoruðum stigum og fengnum á sig þá gerir Spurs alltaf það sem gera þarf og sigrar glamourgellurnar í Lakers.

AFO

20 maí, 2008 18:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Haukur: Ég held að þetta fari í 6 jafnvel 7 leiki.

Ívar: Sorry ég er búinn að breyta þessu. San Antonio er að sjálfsögðu meðal þeirra liða sem skora minnst og fá fæst stig á sig.

AFO: Sjáum til, en það er hætt við því að það gerist... enda er San Antonio alvöru meistaralið.

20 maí, 2008 21:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Spurs vinna þetta í 6 leikjum. Fylgist spenntur með Parker stela senunni í 1.leik í nótt þar sem Fisher verður saltaður og settur í tunnu til Spánar með hinum saltfisknum.

Áfram körfubolti!

22 maí, 2008 00:42  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

1-0 og Lakers búnir að ná af sér ryðinu, ef þetta fer í 2-0 þá segi ég að þetta sé búið... Spurs hafa ekki úthald í langa seríu gegn Lakers eftir hlaupin gegn Hornets :)

Kveðja Bjarni Þór

22 maí, 2008 07:05  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim