fimmtudagur, maí 15, 2008

Svar óskast

Á mánudagskvöldið var ég gestur á Rauðakaffinu og las þar grein um viðbrögð Wengers að loknu tímabilinu þar sem hann gat ekki sýnt þann drengskap að óska United til hamingju með titilinn en talaði í stað þess um að honum hafi liðið eins 100 metra hlaupara sem tapar ótrúlega naumlega eftir að hafa leitt hlaupið alla leið að marklínu og aðeins brjóstkassi anstæðingsins hefði skorið úr um sigurinn og svo auðvitað að meiðsli lykilmanna hefðu kostað Arsenal sigurinn - að sjálfsögðu voru viðbrögð þeirra sem skrifa á redcafe að hlæja að Frakkanum. Ég hugsaði hins vegar með mér ,,er til einhver maður í heiminum sem tekur ósigri jafn illa og kann ekki að bregðast við með þroskuðum hætti?".
Þegar sú hugsun var floginn afsannaði ég sjálfur að þessi spurning ætti rétt á sér í mánudagsboltanum þar sem ég var gjörsamlega hauslaus - eftir situr sú spurning hvers vegna ég hafi aldrei á hátt í 20 ára knattspyrnuferli verið rotaður af samherjum mínum eða mótherjum. Getur einhver svarað því?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim