Í Dylanlandi
Í Dylanlandi má segja að ríki tímaleysi. Maður er á góðri leið með að melta eitt meistarastykki úr nútímanum þegar að nokkrir tónar minna mann á aðra plötu úr fortíðinni sem síðan er gjörsamlega föst í höfðinu á manni. Þessa daganna er það tímamótaplata í rokksögunni, svo mikil tímamótaplata að hún slagar upp í að vera klisja þegar hún er nefnd á nafn... fyrstu tónar hennar fengu Eric Clapton til að hugsa ,,fokk þessi maður hefur hent okkar hljómi aftur til steinaldar", enda lagið Like a Rolling Stone sennilega besta lag rokksögunnar og platan endar á ellefu mínútna langa drungalega kjálkabrjótinum Desolation Row (part 2) sem á sér fáa textalega jafnoka í menningarsögunni (texti sem Dylan sagði í viðtali að hann myndi láta öll skólabörn læra utan að í stað þjóðsöngsins ef að hann yrði forseti).
Á milli þessara risa læðist hver lúmska perlan af fætur annarri með sínum séreinkennum þó og í senn eru lögin ótrúlega ólík en mynda samt einstæða heild. Annað lagið er Tombstone Blues - eitt af þeim lögum sem aðdáendur ,,þjóðlaga-Dylans" þoldu ekki, en sómar sér ekki síður í nútímanum en önnur lög á þessari plötu. Þriðja lagið It Takes A Lot To Laugh, It Takes A Train To Cry er löngu orðin klassík og þarfnast fremur endurhlustunnar en rökræðna. From A Buick 6 sómar sér best á heitum sumardegi þegar þotið er um þjóðvegi heimsins enda alvöru blús-rokkslagari þar á fleygiferð. Ballad Of A Thin Men fylgir í kjölfarið sem fimmta lag plötunnar uppfullt af tilvísunum og táknum sem talið er að fjalli um blaðamann sem gerði Dylan lífið leitt en ég vona svo sannarlega að sá maður sé ekki til því að Dylan er í rauninni að segja þeirri manneskju hversu ömurleg hún sé og það með texta á heimsmælikvarða... frábært lag engu að síður. Sjötta lagið er hið ,,fallega" lag Queen Jane Approximately með týpískum óræðum texta frá Dylan sem segir: ,,smá eftirsjá" - ,,smá fínt að losna við þig og fokk off" - ,,smá hér færðu raunveruleikan í andlitið" og að lokum ,,mun ég hjálpa þér á fætur þegar þú dettur?". Sjöunda lagið ber sama heitið og platan sjálf Highway 61 Revisited og er töff blús (lagalega og textalega, ef frá er talið fáranlega leiðinlegt flaut í upphafi lags) sem snýr meintum kraftaverkum Jesú upp á nútímann með tilvísunum í sögu Bandríkjanna og sögu blússins.
Inngangurinn og beat-ið í byrjun tregalagsins Just Like Tom Thumb's Blues myndi sóma sér vel sem sampl til að halda uppi hiphop lagi í dag ef beat-ið væri tvöfaldað að styrk og líkt og með þriðja lag plötunnar að þá er best að hlusta aftur og rýna í textann í stað þess að eyða tímanum í að mæra þetta lag... og þegar að Desolation Row hefur runnið sitt skeið þá er tími til kominn að byrja aftur á plötunni og hlusta á besta lag allra tíma - með kveðju frá Dylanlandi, Bjarni Þór.
Er lífið ekki dásamlegt?
Á milli þessara risa læðist hver lúmska perlan af fætur annarri með sínum séreinkennum þó og í senn eru lögin ótrúlega ólík en mynda samt einstæða heild. Annað lagið er Tombstone Blues - eitt af þeim lögum sem aðdáendur ,,þjóðlaga-Dylans" þoldu ekki, en sómar sér ekki síður í nútímanum en önnur lög á þessari plötu. Þriðja lagið It Takes A Lot To Laugh, It Takes A Train To Cry er löngu orðin klassík og þarfnast fremur endurhlustunnar en rökræðna. From A Buick 6 sómar sér best á heitum sumardegi þegar þotið er um þjóðvegi heimsins enda alvöru blús-rokkslagari þar á fleygiferð. Ballad Of A Thin Men fylgir í kjölfarið sem fimmta lag plötunnar uppfullt af tilvísunum og táknum sem talið er að fjalli um blaðamann sem gerði Dylan lífið leitt en ég vona svo sannarlega að sá maður sé ekki til því að Dylan er í rauninni að segja þeirri manneskju hversu ömurleg hún sé og það með texta á heimsmælikvarða... frábært lag engu að síður. Sjötta lagið er hið ,,fallega" lag Queen Jane Approximately með týpískum óræðum texta frá Dylan sem segir: ,,smá eftirsjá" - ,,smá fínt að losna við þig og fokk off" - ,,smá hér færðu raunveruleikan í andlitið" og að lokum ,,mun ég hjálpa þér á fætur þegar þú dettur?". Sjöunda lagið ber sama heitið og platan sjálf Highway 61 Revisited og er töff blús (lagalega og textalega, ef frá er talið fáranlega leiðinlegt flaut í upphafi lags) sem snýr meintum kraftaverkum Jesú upp á nútímann með tilvísunum í sögu Bandríkjanna og sögu blússins.
Inngangurinn og beat-ið í byrjun tregalagsins Just Like Tom Thumb's Blues myndi sóma sér vel sem sampl til að halda uppi hiphop lagi í dag ef beat-ið væri tvöfaldað að styrk og líkt og með þriðja lag plötunnar að þá er best að hlusta aftur og rýna í textann í stað þess að eyða tímanum í að mæra þetta lag... og þegar að Desolation Row hefur runnið sitt skeið þá er tími til kominn að byrja aftur á plötunni og hlusta á besta lag allra tíma - með kveðju frá Dylanlandi, Bjarni Þór.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Dylan
2 Ummæli:
"Í rauninni má þó segja að sjálfstæðið og þó einkum frelsið (sem Einar efast um) hafi aldrei verið meira fyrir Ísland og Íslendinga og þegar uppi er staðið þá er það einmitt aðalatriðið - að hver einasti Íslendingur sem sjálfstæður og fullvalda einstaklingur hefur aldrei verið jafn sjálfstæður, jafn frjáls og átt jafn mikil tækifæri og akkúrat á þessu augnabliki..."
Þetta minnir mig á gátu: hvað er frelsi?
Er frelsi ekki bara hugtak sem á heima í huga fangans? Svar óskast.
AFO
Menn geta að sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir á hugtakinu frelsi. En mínar hugmyndir um það hefta ekki Einar í því að loka sig af að hætti Bjarts í Sumarhúsum einhversstaðar út í rassgati og vera ofboðslega frjálsan og sjálfstæðan... en daður hans við þjóðrembing og kommunisma að hætti Norður Kóreu myndu svo sannarlega hefta mitt frelsi.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim