miðvikudagur, júní 18, 2008

Megas - Flærðarsenna




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér er spurn Bjarni Þór... þegar krónan hrapaði 30%, þá sagðir þú að þú vildir stofna hóp manna sem myndi ekki raka skegg sitt fyrr en krónan myndi aftur fara niður fyrir 90kr. gegn evrunni (líkt og castró ætlaði ekki að raka segg sitt fyrr en algjör jöfnuður væri kominn á í cúbu). Núna er krónan kominn í tæpar 130krónur gegn evrunni og hefur hrapað 40% á þessu ári.

Geir Harde sagði að evrópumál og evran kæmu ekki til greina á þessu kjörtímabili.. en þetta var sagt fyrir kreppuna. En þrátt fyrir kreppuna og almennt volæði hefur hann ákveðið að skipta ekkert um skoðun, heldur á að halda í þennan matador gjaldmiðil þanngað til hann verður minna virið en pappírinn sem hann er skrifaður á.

Þannig núna spyr ég þig Bjarni... á að halda dauðahaldi í þessa skegg hugmynd (aka Harde hugmynd um íslensku kr.) eða á að fara snúa sér í átt að esb og evrunni?

ciao,
ivar

18 júní, 2008 22:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það má lesa ýmiss heilræði út úr laginu við þessa færslu og ég minni á textann:
http://solskinsfiflid.blogspot.com/2007/10/megas-hold-er-mold.html

En þetta er auðvitað orðið algjört rugl og ekki er það til að bæta ástandið að alþingismenn séu komnir í frí fram á haust þegar að ástandið er orðið svona alvarlegt.
Sjálfstæðisflokkurinn verður auðvitað að endurmeta stöðuna varðandi Evrópusambandið og evruna og auðvitað verður krafan einungis háværari úr öllum áttum með hverjum deginum sem líður... en við höfum ekki efni á því að bíða í þrjú ár og ætla þá að kjósa einhvers konar Evrópustjórn... þá verður allt komið í klessu.
Nú ef að þetta heldur eithvað svona áfram næstu daga að þá hljóta menn að kalla þingið saman, það er ekki hægt að baða sig bara í sólinni og horfa á EM á meðan allt fer til helvítis og syngja með Toyota auglýsingunni :)

Kveðja Bjarni Þór.

18 júní, 2008 23:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim