þriðjudagur, október 28, 2008

Hugleiðing

Margir af helstu og merkustu hugsuðum sögunnar hafa litið á hana sem baráttu stétta, s.s. Marx og upptalning hans á arðræningjum og öreigum í gegnum söguna. Hvort sem við samþykkjum slíkar söguskoðanir um átök milli hinna ríkjandi stétta og hinna skuldugu vinnandi handa að þá er staðreyndin sú hvort sem við viðurkennum það eða reynum að bæla það niður að við búum í þrepskiptum heimi augljósrar stéttaskiptingar - oft talað um glerþak undirstétta sem erfitt sé að komast í gegnum.
Nú er rúm vika í forsetakosningar í Bandaríkjunum og fagna því allir réttlátir menn ef fram fer sem horfir að blökkumenn stigi skrefið uppá við (í gegnum glerþakið) og standi jafnfætis hvítum kynbræðrum sínum. Á sama tíma tekur goggunarröðin eitt skref uppá við, þar sem þrep blökkumannsins hefur losnað. Ef mér skjátlast ekki hafa konur því rúma viku til að verða fyndnar og góðar í íþróttum - gangi ykkur vel.

Vote for Palin 2012!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þú veist svar mitt við þessari síðust setningu.

29 október, 2008 04:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim