laugardagur, nóvember 01, 2008

Stjórnmál - Trúmál - Knattspyrna og NBA

Stjórnmál: Það þarf varla að endurtaka það hversu mikill hörmungarmánuður október hefur verið pólitískt en spurningin er hvort að nóvember geti ekki orðið nokkuð góður - þó að ástandið verði áfram mjög slæmt.
Þetta hefst allt með forsetakosningunum 4.nóv og vonandi nýrri 4-8 ára framtíð með Obama, 5.nóv (eitt viðeigandi OldSchool) fáum við svo loksins fréttir frá IMF og við getum komið þessu landi aftur af stað, hversu sársaukafullt sem það mun reynast. Síðast en ekki síst virðist stíflan innan Sjálfstæðisflokksins vera að bresta því Hólmsteinninn sjálfur fór að daðra við ESB í Kastljósi kvöldsins - enda Sjálfstæðisflokkurinn sem venjulega mælist tæp 40% orðinn að 20% flokk í dag.

Stjórnmál: Vefritið er miðill sem vill gleymast, ekki gleyma því!

Fótbolti: Lífið heldur áfram á andfotbolti.net

Trúmál: Pat Condell - Godless and free.
Á þessum síðustu og verstu tímum þurfa Íslendingar að huga að hverri krónu, skráðu þig úr ,,þjóð"kirkjunni og fagnaðu þínu náttúrulega trúleysi í commentakerfinu.

NBA: NBA er komið af stað og ég var að horfa á með öðru auganu á ,,round table" þátt þar sem ,,stórir menn" ráðlögðu Greg Oden um framtíð sína. Tvennt fór óstjórnlega í taugarnar á mér, annars vegar að kynnirinn dúndraði því fram að Oden yrði í þessum hópi en hann hefur ekki spilað einn leik í NBA og var meiddur allt nýliða tímabilið sitt og hins vegar að af þessum fimm stóru leikmönnum var enginn frá Lakers - hvernig er það hægt?
Bill Russell var þarna með réttu, Bill Walton sem er ekki nema semi miðherji í sögulegu tilliti, þá David Robinson sem er ekkert sérstaklega merkilegur, Patrick Ewing sem er hlægilegur og svo Bob eitthvað bla - enginn Lakers maður! OK George Mikan og Wilt Chamberlain reyndar dánir en hvað með Jabbar og Shaq, báðir merkilegri en þessir allir, að undanskyldum Russell sem þeir eru á pari við.
En hvað með Greg Oden, hvað hefur hann gert til að verðskulda þátt? Eins og áður sagði hefur hann ekki spilað leik í NBA og var meiddur allt síðasta tímabil og meiddist í sínum fyrsta leik án þess að skora stig á 13 mín og verður því ekki tilbúinn fyrr en eftir 2-4 vikur og á ekkert meira en youtube myndbönd sem segja að hann gæti orðið eitthvað.
Hann er jafn stór og Bynum, svipaður í þyngd en aðeins einu ári yngri og Bynum með þriggja ára reynslu - er ekki rétt að maðurinn skori sín fyrstu stig áður en hann er tekinn inn í Hall of fame?
Portland er hins vegar með gott lið og gætu orðið New Orleans þessa árs.

Er lífið ekki dásamlegt?

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála með Oden, full mikið hype í gangi, án þess að hann hafi gert eitt né neitt. Að vísu má er þó nokkuð hype í gangi hvað Bynum varðar.Ég er ekki viss hversu öflugur hann væri í liði án leikmanns eins og Kobe sem tekur alla athygli liða í vörninni.

Veit nú ekki betur en að Patrekur hafi verið nýlega tekinn inn í Hall of fame, þannig eitthvað hlýtur maðurinn að geta kennt þessum "unga" dreng (hann lítur út fyrir að vera 43ára).Einnig hefur hann verið að gera góða hluti með Howard, og Yao hér áður fyrr sem aðstoðarþjálfari.

En auðvitað átti Jabbar að vera þarna, ekki ógeðis Bill Walton. Shaq er ennþá að spila og hefur væntanlega ekki verið valinn sökum þess. EN án þess þó að vera viss þá sýnist mér þetta vera Bob McAdoo sem vann tvo titla með Lakers 82 og 85 sem 6.maðurinn

Helgi

01 nóvember, 2008 18:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Nei, ég held að þetta hafi ekki verið Bob MCAdoo. Minnir að það hafi verið Lanken eða Landen eða eitthvað álíka og hann var líka eldri en svo að þetta gæti hafa verið McAdoo.

Það er reyndar alveg þokkalegt hype í kringum Bynum og hann nýtur þess auðvitað að spila í kringum snillinga, en spurningin er hvort að hype-ið sé því að kenna eða því að hann sé að spila fyrir LAL?

Patrekur er góður gæji og hefur auðvitað ráð eins og þú segir (hans vinna með stóra leikmenn sýnir það) - en þetta er prinsipp mál... menn sem hafa ekki unnið titla eiga ekki að vera með ráðleggingar hvernig aðrir skuli gera það í sjónvarpi :)

Drakúlakveðja Bjarni Þór.

01 nóvember, 2008 22:35  
Blogger Biggie sagði...

Oden gæti orðið villidýr einhvern tímann en ég held að það sé langt í það. Hann virðist vera óhugnalega slakur leikmaður sóknarlega séð.

01 nóvember, 2008 22:48  
Blogger Sigurjon sagði...

"þá David Robinson sem er ekkert sérstaklega merkilegur"

Já var þaggi, 2x NBA meistari, 1x MVP, 2x ÓL gull, 1x varnamaður ársins og síðan 10x í All-Star, svo ekki sé minnst á þann árangur að skora 71 stig í einum leik.

Ég er enginn Robinson aðdáandi en að segja að hann sé ekki merkilegur leikmaður er furðulegt, sérstaklega í sömu grein og þú tekur upp hanskann fyrir Andrew Bynum. Bjarni, ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að þú værir penni á kop.is.

02 nóvember, 2008 03:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

OK, Robinson var alveg semi merkilegur leikmaður en enganveginn goðsagnakenndur miðherji sem hægt er að bera saman við Chamberlain, Russell, Jabbar, Shaq og þá allra stærstu.
Hann fór aldrei neitt með liðið sitt án Duncan og var þó með mjög góða menn í kringum sig fyrir þann tíma. Hann var fínn varnarmaður en gerði lítið annað en að sveifla handklæði á Ólympíuleikunum.
Hann naut þess að spila á þeim tíma þegar að Vesturströndin hafði fáa stóra leikmenn og 71 stig skoraði hann vissulega gegn einhverju versta Clippers liði sem sögur fara af (og hafa þau verið þónokkuð mörg) en var svo pakkað saman af Hakeem í úrslitakeppninni.
Varðandi báða titlana þá var Duncan þar í aðalhlutverki og Robinson eins og svo oft áður á merkum tímamótum á sínum ferli sem aukaleikari. Hann á því miklu fremur heima í flokki með James Worthy, Pippen og álíka mönnum en þeim flokki manna sem er virkilega NBA elítan.

Að lokum er rétt að koma í veg fyrir þann misskilning að ég hafi verið að bera saman Robinson og Bynum, þetta voru tvö aðskilin mál.
Annars vegar að Oden hefur ekkert gert í NBA og er einungis ári yngri en Bynum (sem er enginn snillingur) og svo hins vegar hverjir voru í þessum þætti og hverjir hefðu átt að vera þar. Bynum mun hins vegar seint verða í svona þætti eða það kæmi mér þá skemmtilega á óvart - en getur auðvitað orðið mikilvægur leikmaður í meistaraliði (en þá helst sem einhvers konar Luc Longley) :)

02 nóvember, 2008 05:13  
Blogger Sigurjon sagði...

Þetta með Bynum var nú bara ódýrt skot á Lakers af minni hálfu :)

En já, ég get alveg tekið undir það að Robinson er ekki í þessum "miðherja elítu flokki" sem Chamberlain, Russell, Jabbar og Shaq eru í, en málið er að það eru ekkert fleiri miðherjar í þessum elítuflokki en þessir fjórir. Eins og þú bendir á þá er Chamberlain dauður, Jabbar virðist ekki vera mikið fyrir að vera í NBA sviðsljósinu þannig að eftir standa Russell og Shaq til að ræða við. Shaq er ennþá að spila, og ennþá með stórann kjaft, þannig að það er ekki beint hægt að ræða hlutlaust við hann um mótherja sína. Það er því ekki hægt annað en að tala við menn úr "2. flokki miðherja", sem eru akkúrat menn eins og Robert Parish og Bill Walton (miðherjarnir á árunum 1970-80 voru drasl, að undanskildum Jabbar), David Robinson, Hakeem Olajuwon og Patrick Ewing.

Þannig er nú það.

03 nóvember, 2008 02:22  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég er tilbúinn til að samþykkja þessi rök þín.
Ekki oft sem ég læt ofangreinda setningu frá mér :)

Ég hefði engu að síður viljað sjá Jabbar og Shaq í þessum þætti og jafnvel þó að Duncan sé í eðli sínu ekki ekta senter að þá gæti hann með fjórum titlum miðlað einhverri reynslu (en er auðvitað eins og Shaq að spila).

Kveðja Bjarni.

03 nóvember, 2008 03:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim