sunnudagur, janúar 04, 2009

Bjánar?

Ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé það heimskur að niðurstaða hans í lok mánaðar verði sú að farið verði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB - sér enginnn hversu heimskulegt það er nema örfáir góðir menn.
Að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er svipað og að finna upp nýja vöru, fela hana undir teppi svo að enginn geti séð hana og láta fólk kjósa um hvort það vilji sjá hana áður en það hefur möguleika á kynna sér hana og kaupa hana eða ekki.
Verði þetta niðurstaðan er þetta einhver bjánalegasta lýðræðistilraun sem framkvæmd hefur verið í mannkynssögunni! Háværustu og heimskustu þjóðremburaddirnar munu hljóma hæst og rökræðurnar munu áfram snúast um kúk og piss um eitthvað sem enginn getur fullyrt um fyrr en í aðildarviðræðum. Þetta er álíka heimskulegt og að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það að gefa stjórnmálamönnum umboð til aðildarviðræðna sem þjóðin fær svo ekki að kjósa um.
Hvaða hætta felst í því að senda út fjölbreyttan hóp manna og kvenna í aðildarviðræður við ESB þar sem útkoman er lögð fyrir þjóðina sem segir já eða nei eftir því nákvæmlega hvernig samningurinn lítur út?
Það er ekki eins og það verði einungis sendir út harðir evrópusinnar, nátttröll á borð við Björn Bjarnason eða álíka íhaldsseggir munu taka virkan þátt. Það er ekki heldur eins og evrópusinnum sé ekki treystandi, EES samningurinn var eitt stærsta framfaraspor lýðveldisins ef ekki það stærsta og fyrir því skrefi fór einhver harðasti evrópusinni þjóðarinnar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já maður spyr sig hvað gengur xD til? Og Þorgerður Katrín fljót að gjamma þetta upp eftir Geir.

Þetta getur ekki annað en talist aðför að lýðræðinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt... líklega í þeim tilgangi að þetta verði fellt eftir ógrynni af dómsdagsspám og þjóðrembingi. Þá getur xD haldið áfram á sömu braut og þeir hafa verið á síðustu misseri...húrra fyrir dabbakónunni!

Eins og staðan er í dag... sé ég ekkert gott geta komið út úr þessu hjá þeim.

ciao,
ivar

05 janúar, 2009 15:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þetta verði niðurstaðan og hvað þá að Sjálfstæðismenn segi Nei við ESB á landsfundi. Við höfum engar stórar lausnir fundið á tveimur mánuðum og erum ekki að fara að ramba á einhverja töfralausn núna og hlutirnir eiga eftir að versna, hvernig er hægt að segja fordómafullt nei þegar að engar aðrar lausnir virðast vera í sjónmáli?

05 janúar, 2009 21:25  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim