Framtíð frjálslyndra einstaklinga á Íslandi
Við Íslendingar sem á vissan hátt töldum að við hefðum sigrað söguna, búið til smekklegt samfélag vellystinga, þar sem lífskjör voru það góð að viðskiptalífið taldi okkur trú um að stjórnmál skiptu ekki máli - höfum nú í hálft ár búið við efnahagslegt dauðadá.
Líkt og maður í ástarsorg sem einangrar sig félagslega og lofar sjálfum sér því að láta aldrei aftur reyna á ástina og missir trúna á lífið, hefur ákveðin hluti íslensku þjóðarinnar bitið það í sig að vegna misheppnaðrar útrásar skuli næsta skref vera að einangra sig.
Sjálfstæðisflokkurinn sem ávallt hefur getað stigið skrefin í átt að alþjóðlegri samvinnu útfrá hagsmunamati er í gíslingu öfgafullra einangrunarsinna og Vinstri grænir hafa reynt að þagga niður í Evrópuumræðunni með óljósum yfirlýsingum um rétt þjóðarinnar en farið er að glitta í gömlu slæmu (Stein)grímuna sem vill einangrun og fresta því að þjóðin geti ákveðið sig og það til lengri tíma - var einhver að tala um lýðræði?
Það eru yfirgnæfandi líkur á því að sá flokkur sem mest fylgi fær í komandi kosningum muni leiða næstu ríkisstjórn, gamla góða klisjan segir að hvert atkvæði skipti máli. Ungt fólk er frjálslynt og fyrir þeim blasa tveir möguleikar hvar í flokki sem þeir standa, tvær leiðir niður mismunandi veg, tveir hurðahúnar og að baki þeim tvö ólík herbergi þar sem Ísland mun dvelja næsta áratuginn.
Önnur vegferðin endar ofan í gjótu fordóma, fáfræði, einangrunar og ánauðar sem óvíst er hver muni bjarga okkur útúr en Evrópuleiðin vísar vegin til bjartari framtíðar, stöðugs gjaldmiðils, meiri hagsældar, minna atvinnuleysis, lægri vaxta, lægri skulda, meiri möguleika fyrir íslenska þjóð og mannsæmandi lífi eins og áður hefur verið rakið í fyrri pistlum.
Í þessum kosningum er kosið um stóra málið, sjálfa framtíðina. Hér er ekki kosið til fjögurra ár eins og venjulega, hér er kosið til næsta áratugs jafnvel tuga. Að öllu jöfnu er ég talsmaður þess að fólk kjósi eftir sínu prinsippi eða sínum skoðunum á ákveðnum málefnum en þessar kosningar snúa að beinum hagsmunum þjóðarinnar og hvar þeim sé best borgið.
Í þessum kosningum getum við ekki kosið eftir áliti okkar á Björgvini G. Sigurðssyni, hvort við erum feministar, kommúnistar, jafnaðarmenn, frjálshyggjumenn, stóriðjusinnar, umhverfissinnar, sveitamenn, miðbæjarrottur, karlmenn eða kvenmenn, - í þessum kosningum verðum við að sýna þroska stíga uppúr þessum kössum og kjósa eins og manneskjur. Erum við frjálslynd eða einangrunarsinnar?
Það sorglega er að í þessum kosningum er aðeins einn flokkur sem getur leitt Ísland í aðildarviðræður við ESB - sá flokkur er langt því frá fullkominn, en sá skásti sem möguleiki er á í stöðunni. Sex mánuðir hafa liðið án nokkurra annarra raunhæfra lausna á ástandi landsins og það glittir ekki í þær - það er tími til kominn á aðildarumsókn!
Frjálslyndar manneskjur allra flokka Samfylkist!
Er lífið ekki dásamlegt?
Líkt og maður í ástarsorg sem einangrar sig félagslega og lofar sjálfum sér því að láta aldrei aftur reyna á ástina og missir trúna á lífið, hefur ákveðin hluti íslensku þjóðarinnar bitið það í sig að vegna misheppnaðrar útrásar skuli næsta skref vera að einangra sig.
Sjálfstæðisflokkurinn sem ávallt hefur getað stigið skrefin í átt að alþjóðlegri samvinnu útfrá hagsmunamati er í gíslingu öfgafullra einangrunarsinna og Vinstri grænir hafa reynt að þagga niður í Evrópuumræðunni með óljósum yfirlýsingum um rétt þjóðarinnar en farið er að glitta í gömlu slæmu (Stein)grímuna sem vill einangrun og fresta því að þjóðin geti ákveðið sig og það til lengri tíma - var einhver að tala um lýðræði?
Það eru yfirgnæfandi líkur á því að sá flokkur sem mest fylgi fær í komandi kosningum muni leiða næstu ríkisstjórn, gamla góða klisjan segir að hvert atkvæði skipti máli. Ungt fólk er frjálslynt og fyrir þeim blasa tveir möguleikar hvar í flokki sem þeir standa, tvær leiðir niður mismunandi veg, tveir hurðahúnar og að baki þeim tvö ólík herbergi þar sem Ísland mun dvelja næsta áratuginn.
Önnur vegferðin endar ofan í gjótu fordóma, fáfræði, einangrunar og ánauðar sem óvíst er hver muni bjarga okkur útúr en Evrópuleiðin vísar vegin til bjartari framtíðar, stöðugs gjaldmiðils, meiri hagsældar, minna atvinnuleysis, lægri vaxta, lægri skulda, meiri möguleika fyrir íslenska þjóð og mannsæmandi lífi eins og áður hefur verið rakið í fyrri pistlum.
Í þessum kosningum er kosið um stóra málið, sjálfa framtíðina. Hér er ekki kosið til fjögurra ár eins og venjulega, hér er kosið til næsta áratugs jafnvel tuga. Að öllu jöfnu er ég talsmaður þess að fólk kjósi eftir sínu prinsippi eða sínum skoðunum á ákveðnum málefnum en þessar kosningar snúa að beinum hagsmunum þjóðarinnar og hvar þeim sé best borgið.
Í þessum kosningum getum við ekki kosið eftir áliti okkar á Björgvini G. Sigurðssyni, hvort við erum feministar, kommúnistar, jafnaðarmenn, frjálshyggjumenn, stóriðjusinnar, umhverfissinnar, sveitamenn, miðbæjarrottur, karlmenn eða kvenmenn, - í þessum kosningum verðum við að sýna þroska stíga uppúr þessum kössum og kjósa eins og manneskjur. Erum við frjálslynd eða einangrunarsinnar?
Það sorglega er að í þessum kosningum er aðeins einn flokkur sem getur leitt Ísland í aðildarviðræður við ESB - sá flokkur er langt því frá fullkominn, en sá skásti sem möguleiki er á í stöðunni. Sex mánuðir hafa liðið án nokkurra annarra raunhæfra lausna á ástandi landsins og það glittir ekki í þær - það er tími til kominn á aðildarumsókn!
Frjálslyndar manneskjur allra flokka Samfylkist!
Er lífið ekki dásamlegt?
6 Ummæli:
ég vill ekki sjá VG í stjórn, eini flokkurinn sem sleppur allveg stikkfrí við að útskýra hvað eigi að gera í sambandi við gjaldmiðilinn. Bara það að hann var ekki í ríkisstjórn í 100ár er nóg ásæða til að kjósa hann (það er ástæða af hverju þessi öfgafulli jaðarflokkur var aldrei í stjórn). Er fólk í alvöru að fara kalla þjóðernissósíalista yfir sig í stórum stíl?
Ég bakka ekki út úr því sem ég sagði áður... Samfó með xB og Xo er skársti kosturinn þeim vantar bara örfá % uppá það.
Annars... ætlaru að kíkja með mér á borgarafundinn í iðnó á eftir?
ciao,
Ívar
xo viva la revolution
http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/21/o_listi_fengi_fjora/?ref=fphelst
bf
já ég hvet alla sem ætluðu að kjósa VG til að kjósa xo.
ciao,
Ívar
Já, þeir sem vilja ekki kjósa Samfylkinguna ættu auðvitað mun fremur að kjósa Borgarahreyfinguna en það tekur þá jafnframt áhættuna á því að VG verði stærstir sem þýðir ekkert ESB.
en aftur á móti gæti borgarahreyfingin náð saman með samfylkingunni og framsókn og skilið v græna eftir ef þeir halda áfram að hækka sig.
Annars tók ég kosningarkompásinn og var með 82% með borgarahreyfingunni en aðeins rúm 40 með sjálfstæðisflokknum og framsókn
kv bf
Auðvitað væri það óskandi að þessir þrír flokkar (ótrúlegt að segja það með Framsókn innan borðs) gætu myndað stjórn til þess að fara í aðildarviðræður en ég sé það ekki gerast að þeir geti myndað annað en þá mjög veika stjórn - mögulega með einn mann í meirihluta (og það eru ekki allir innan Framsóknar sem vilja ESB aðildarumsókn). Ég myndi ekki sjá þannig stjórn sitja lengi og þá myndu kosningarnar í framhaldinu sennilega leiða yfir okkur samvinnu VG og Sjálfstæðisflokks og þá verða menn snöggir að pakka niður.
Samfylkingin er því fyrsti valkostur fyrir leiðandi afl til að tryggja aðild að ESB, þeir sem ekki geta kosið Samfylkinguna verða að kjósa Borgarahreyfinguna.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim