Samningur 2 - Mér er alvara!!!
Ég veit að lesendur þessarar síðu eru miklir heiðursmenn/konur og því er ég viljugur til að gera samning við þá. Í ljósi þess að ekki var mikið bakland til að koma mér aftur inn í Þjóðkirkjuna býð ég hér upp á annan samning til að sýna að mér er alvara, hann hljóðar svo:
2. Fyrir hverja aðra 30 einstaklinga (veit að þessi hópur er stór) sem eru óákveðnir eða myndu ekki kjósa Samfylkinguna en myndu gera það fyrir mig persónulega (í þessum einu kosningum) er ég tilbúinn til að ganga að baki öllu því sem ég stend fyrir knattspyrnulega og skrá mig í Liverpool klúbbinn í eitt ár.
... svo miklu máli skiptir það fyrir mig og þjóðina að eftir þessar kosningar verði sóttum aðild að ESB. Enginn annar flokkur mun leiða þær viðræður en Samfylkingin og til þess þarf hún að verða stærsti flokkurinn.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Er lífið ekki dásamlegt?
2. Fyrir hverja aðra 30 einstaklinga (veit að þessi hópur er stór) sem eru óákveðnir eða myndu ekki kjósa Samfylkinguna en myndu gera það fyrir mig persónulega (í þessum einu kosningum) er ég tilbúinn til að ganga að baki öllu því sem ég stend fyrir knattspyrnulega og skrá mig í Liverpool klúbbinn í eitt ár.
... svo miklu máli skiptir það fyrir mig og þjóðina að eftir þessar kosningar verði sóttum aðild að ESB. Enginn annar flokkur mun leiða þær viðræður en Samfylkingin og til þess þarf hún að verða stærsti flokkurinn.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Er lífið ekki dásamlegt?
14 Ummæli:
díll,
ívar
samþykkt
arna
Hehe þetta er svo mikið bull að það hálfa væri nóg, ertu orðinn galinn?
Í fyrsta lagi þá höðfar þessi díll einungis til Liverpool manna. Hver annar vill sjá þig í Liverpool klúbbnum? Í öðru lagi, þú ert í raun ekki að valda sjálfum þér neinum skaða þar sem hugmyndin bakvið þetta er fölsk (eitt ár) og þú þarft ekki að gera neitt nema vera nafn á blaði. Eða ertu kannski að tala um að halda kjafti knattspyrnulega séð í eitt ár?
Meðan ég man, djöfull er Man Utd að fara að detta út úr undanúrslitum CL. Þetta verður martröð fyrir ykkur.
:)
Biggi: Ég held nú að flestir lesendur þessarar síðu vilji ekki sjá mig skaða mig sérstaklega. Þeir sem þekkja mig hins vegar vita að þetta mun ekki fara vel í mig, hvort sem væri að ganga í þjóðkirkjuna eða í Liverpool klúbbinn - því fylgir líka aukinn peningur í kassa kirkjunnar (veit ekki hvort að Liverpool klúbburinn sé með árgjald) plús brot á prinsippi.
Ég fer heldur ekki fram á það að sá sem semur við mig gangi í Samfylkinguna eða tattooveri logo flokksins á sig, einfaldlega að hann/hún kjósi flokkinn svo að við getum farið í aðildarviðræður við ESB og svo getur viðkomandi sagt já eða nei eftir sinni sannfæringu þegar samningurinn hefur verið lagður fyrir og kosið eitthvað annað næst.
Það má líka semja um að ég haldi kjafti knattspyrnulega í eitt ár :)
Hvernig sem á það er litið tel ég að ég muni koma verr út úr þessum samningi en viðsemjandinn.
Auðvitað valdi ég Liverpool, það eru miklu fleiri sem ég þekki sem halda með Liverpool en nokkru öðru liði og hafa þurft að sitja undir því tali mínu og skrifum hvað liðið er leiðinlegt undanfarin ár. :)
Varðandi Arsenal vs United þá eru fínar líkur á því að Arsenal fari í úrslit. United liðið er ennþá að spila í þremur keppnum. Heimsmeistarakeppni félagasliða og deildarbikarinn hafa gert það að verkum að United er búið að spila í kringum 10 leikjum meira en önnur lið og það er þreyta í mannskapnum + meiðsli. Það eru í það minnsta góðar líkur á því að Arsenal muni koma í veg fyrir annað hvort deildarsigur eða Meistaradeildarsigur United.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Bjarni, ein pæling.
Ertu með nógu mikla traffík á þessa síðu til að fá 30 óákveðna kjósendur?
Er ekki komið að stóra skrefinu: Facebook.
Það er tilvalið í svona skemmtilegheit.
Góð spurning Haukur!
Ég var að vonast til þess að þetta myndi spyrjast út. Þú ert Liverpool maður, BF, faðir minn og fleiri eru það - í kringum ykkur eru svo mikið af Liverpool mönnum sem þekkja mig (Krissi, Óli, Danni, Kristján o.s.frv).
Ég meina þú myndir vilja sjá mig í Liverpool klúbbnum í skipti fyrir að Ísland færi í aðildarviðræður eða hvað?
Ótrúlegasta fólk skoðar þessa síðu reglulega.
Það hefði hugsanlega fyrst mátt semja um það að fara á facebook, ná þar með þeim óákveðnu sem vilja mig þangað en er drullusama um fótbolta og ná svo Liverpool mönnunum þangað.
En ég verð þá að fá formlega áskorun á slíkt. Er einhver sem er tilbúinn að kjósa Samfylkinguna í þetta eina skipti gegn því að ég gefi eftir það prinsipp atriði að standa fyrir utan facebook? :)
Kveðja Bjarni Þór.
... svo endar þetta með því að ég hóta því að opna aftur andfótbolta daginn fyrir kosningar :)
Kveðja Bjarni Þór
Það mætti halda að þú hefðir ráðið þér pr fulltrúa úr Valhöll kæri sonur.
Því miður er það svo að þið Samfylkingarfólk verðið að fara að líkt og smáBorgarahreyfingin og treysta á ný atkvæði frá óánægðum SjálfstæðisFLokk kjósendum. Ykkar markhópur verður aldrei íslensk alþýða sem slík enda félagshyggjulógóið sem þið flaggið álíka traustvekjandi og auglýsingin á MU-búningnum. Þó þú byðist til að tattúera LFC lógóið á ennið á þér væri atkvæði til Samfó ekki til sölu frá minni hálfu.
Ég yrði ekki hissa á því að Samfylkingun væri komin í stjórn með SjálfstæðisFLokk og/eða Framsókn innan tveggja ára.
hehe,
ég er til í ýmislegt, en ekki vil ég sjá þig aftur í þjóðkirkjunni.
hvernig ganga annars samningaviðræður?
:)
Hagnaður: Samningaviðræður hafa einungis farið fram hér á netinu og eru eins og þú sérð ekki betri en samningsstaðan gefur til kynna. Að ætla sér að semja við menn sem halda með Liverpool og kjósa VG er svolítið eins og ætla sér að semja við trúaðan hryðjuverkamann - slíkir samningar geta aldrei byggt á skynsamlegum rökum eins og sýnir sig á því að menn berja höfuðinu við stein jafnvel þó þeir viti innst inni að ESB sé eina lausnin útúr vandanum og mun þýða sem minnstan niðurskurð í velferðarkerfinu.
Þess vegna byggir þessi samningur á óskynsemi og óskhyggju - ekki einu sinni Obama eða Gandhi hefðu sannfæringarkraft til að snúa þessum mönnum af villu sinna vega... við erum að tala um skoðanabræður Jóns Bjarnasonar, Ögmundar Jónassonar, Guðfríðar Lilju, Álfheiðar Ingadóttur, Einars Más og Kolbrúnar Halldórsdóttur... sem sagt ultra feminsta og einangrunarsinna :)
Mottóið við semjum ekki við terrorista er í rauninni ekkert mottó, það er einungis sett fram vegna þess að í rauninni nennir enginn að standa í slíku - ég reyndi þó :)
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Bjarni ég held að þetta sé vonlaus barátta. Ég er vissum að þú gætir fengið þetta fólk til að samþykkja það að farið verði í aðildarviðræður eitt og sér.
En með Samfó ertu að selja allt og mikinn fylgi pakka í leiðinni (Össur, enginn endurnýjun, populistar etc). Þannig ég er vissum að öllum þessum ágætu mönnum sem comment'a á þessa síðu finnst ómögulegt að kjósa allan flokkinn (fyrir þetta eina mál.. sem ég vona að flestir séu nú sammála um að þurfi að afgreiða????).
Ég batt miklar vonir við þetta stjórnlagaþing sem xD hefur sett sig uppá móti til að verja LÍÚ klíkuna. Ógeðið í kringum xD er alltaf að verða sýnilegra og sýnilegra.
ciao
Ívar
ég vill hvetja þig til þess að skrifa eina færslu út frá hjartanu af hverju þú vilt svona mikið esb. og af hverju þú treystir samfylkingunni til að hjálpa okkur.
Leyfa lesendum að skyggna inn í þitt líf og hverju það mundi breyta fyrir heiðarlegan og yndislegan mann eins og þig að ganga í esb. Hvað myndi gerast ef við gengum ekki í það
kv bf
ég er sammála BF..
Það er ekkert launungarmál að óstjórn síðustu ára hafa leikið þig og Örnu mjög grátt (mig líka og flesta sem lesa þessa síðu).
Ég skora því einnig á þig að skrifa pistil um hvað hefur breyst hjá þér eftir að allt fór í rúst (hækkandi skuldir, fall íbúðarverðs etc).. og hvað myndi lagast hjá þér persónulega með aðild að ESB.
áfram Bjarni,
Ívar
Jæja, þá hafið þið pistil. Persónulegan?
Hann inniheldur í það minnsta mína hugmyndafræði og hagsmuni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim