Um mannsæmandi líf fyrir Íslendinga til frambúðar
Grunnhugmyndin að sjálfu þjóðríkinu er einstaklingurinn - frelsi hans, öryggi, réttindi fullveldi og sjálfstæði. Fullveldið og sjálfstæðið kýs hann að deila með öðrum einstaklingum og saman mynda þeir samfélagssáttmálann um ríkið sem snýr að áðurnefndu frelsi, réttindi og öryggi sem felst í lögum og rétti landsins. Við þessa deilingu minnkar ekki sjálfstæði og fullveldi einstaklingsins það eykst. Án ríkisins, lög og reglu ríkti óreiða og einstaklingurinn sjálfur gæti hvorki gengið að eignarétti sínum vísum né réttinum til að lifa eða að vera settur í ánauð af hinum sterka.
Líkt og einstaklingurinn sjálfur leitar eftir sáttmála við aðra í ofangreindu samfélagi hefur þróunin orðið sú eftir tvær blóðugar heimsstyrjaldir að þjóðir geri slíkt hið sama í gegnum alþjóðastofnanir eða sambönd. Líkt og einstaklingurinn deilir fullveldi sínu og sjálfstæði með ríkinu hafa flestar siðmenntaðar þjóðir ákveðið að skynsamlegasta lausnin að betri heim sé samvinna – ríkið leitar í skjól á sama hátt og einstaklingurinn, án þess er algjör óreiða þar sem hinn sterki pínir hinn veika. Við það að deila fullveldi og sjálfstæði með öðrum þjóðum minnkar það ekki, heldur eykst.
Evrópusambandið er eitt dæmi um slíkt samband. Það er byggt á efnahagslegri samþættingu til að ná pólitískum markmiðum sem eru: frjálslyndi, lýðræði, stöðugleiki, friður, virðing fyrir mannréttindum og grundvallarréttindum og að til staðar sé stöðugt réttarríki.
Til þess að verða eitt af aðildarríkjum sambandsins er nauðsynlegt að deila þessari lífssýn og uppfylla þær. Í sambandinu eru 27 fullvalda og sjálfstæð ríki sem njóta góðs af samvinnunni með því að deila áðurnefndum hugtökum á hinum ýmsu sviðum – enginn efast um það að Frakkland t.a.m. sé fullvalda og sjálfstæð þjóð.
Líkt og maður á eyðieyju sem er glaður með sjálfstæði sitt og fullveldi þá eru einnig ríki sem standa nánast algjörlega utan við alla alþjóðlega samvinnu og stæra sig af því að vera mjög svo fullvalda og sjálfstæð – þekktasta dæmið af slíku er sennilega Norður-Kórea sem er nánast algjölega einangrað en formlega mjög fullvalda og sjálfstæð þjóð (tekur allar ákvarðanir sínar sjálf án tillits til annarra).
Hvað með Ísland? Er Ísland fullvalda og sjálfstætt ríki í dag? Myndi það ekki lengur verða fullvalda og sjálfstætt við inngöngu í ESB?
Formlega þá væri sjálfstæði og fullveldi Íslands betur sett utan ESB eins og formlega væri einstaklingur meira fullvalda og sjálfstæður utan réttarríkisins og samfélags manna - en raunverulega? Nei, raunverulega er Ísland ekki eins sjálfstætt og fullvalda í dag eins og það væri innan ESB.
Við höfum núna í bráðum hálft ár lifað við tvöfalda kreppu, ekkert annað hefur komist að og engu að síður hefur enginn nú þegar vika er í kosningar komið með aðrar skynsamar lausnir til frambúðar en að ganga í ESB. Við lifum við gjaldeyrishöft sem ganga ekki til lengdar hjá einangruðu smáríki sem lifir á inn og útflutningi og eru raunar brot á EES samningnum, við lifum við ónýtan gjaldmiðil, erlendar skuldir þjóðarbúsins eru metnar á 10-12 falda árlega þjóðarframleiðslu, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er í rauninni sá aðili sem stýrir efnahagsmálum þjóðarinnar, verðbólga er gríðarleg, ekki er hægt að lækka stýrivexti örugglega vegna ytri þátta, atvinnuleysi er að aukast, stór hluti þjóðarinnar er tæknilega gjaldþrota og ört vaxandi hluti þjóðarinnar getur ekki lifað mannsæmandi lífi og enn stærri hluti þjóðarinnar er á barmi taugaáfalls daglega yfir váfréttum. Þegar farið er raunsætt í málið þá erum við hvorki sjálfstæð efnahagslega né andlega (fullveldi og sjálfstæði). Er einhver til í slíka framtíð? Skuldir, verri lífskjör, mysa, fiskibollur, bjúgu og slátur... einhver?
Hverju myndi aðild breyta?
Það hefur verið sagt að formlega myndi líf hins venjulega Íslendings einfaldlega varla breytast neitt, ef undanskyldar eru efnahagslegar áhyggjur sem myndu minnka og hverfa með tímanum.
Innganga í ESB myndi hins vegar þýða að við myndum með tímanum endurheimta það efnahagslega sjálfstæði sem við misstum vegna örmiðilsins krónunnar (en alþjóðlega er það þróunin að örmyntir eru að syngja sitt síðasta) og þar með andlegt sjálfstæði – stór hluti íslendinga myndi auk þess aftur getað farið að lifa mannsæmandi lífi.
Sjálfstæðismaðurinn Benedikt Jóhannesson sem er tryggingarstærðfræðingur setti dæmið upp tölulega nú nýverið, grípum niður í miðja grein:
,,Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?”
En þetta er einungis fyrsta skrefið, með aðild að ESB og með inngöngu í ERM II ferlið sem gerir það að verkum að Seðlabanki Evrópu verður bakhjarl Íslands og að gengi krónunnar þar til við höfum uppfyllt Maastricht skilyrðin þá getur krónan ekki sveiflast um meira en 15%. Það þýðir að gengishöftum verður aflétt og atvinnulífið fer aftur í gang með eðlilegum viðskiptum, Ísland getur hafist handa við að uppfylla Maastricht skilyrðin sem endar með upptöku evru sem lækkar aftur vaxtastig ennþá meira, verðbólgan minnkar, gengið mun hafa styrkst sem aftur þýðir lægri erlendar skuldir.
Varðandi gróða almennnings þá er ekki einungis um það að ræða að áðurnefnd vaxtagjöld myndu dragast heilt yfir frá skatti á landsmenn og vaxtalækkun almennt á lánum. Á endanum yrði upptaka evru til þess að hin alræmda verðtrygging yrði afnumin en það eru hreinlega draumórar að mati hagfræðinga að gera slíkt með krónuna í dag. Þá myndi matarverð og verð á fatnaði lækka frá því sem nú er. Aðalsteinn Leifsson lektor við Háskóla Reykjavíkur segir að frá því að Ísland tæki upp evru má gera ráð fyrir því að árlega yrði sparnaður vegna minni verðbólgu, lægri vaxta, ódýrari fatnðar og matar að meðaltali á hverja fjölskyldu með 20 milljón króna lán að lágmarki ein milljón á ári.... já EIN MILLJÓN Á ÁRI!!! Þá er ekki tekið tillit til þeirrar skuldaleiðréttingar sem ætti sér stað fyrir okkur sem tókum myntkörfulán.
Ef ekki verður lögð inn aðildarumsókn í síðasta lagi í haust má gera ráð fyrir að krónan hrynji aftur, gjaldeyrishöft viðhaldi sér sem er brot á EES samningnum og gæti jafnvel þýtt endalok hans (meginpartur útflutnings okkar er til aðildarríkjanna og endalokin myndu þýða höft og tollamúrar jafnt á inn og útflutning með þar til gerðum efnahagsskaða) og að hér munu hlutirnir almennt versna fremur en batna.
Þá hefur ESB lagt til að eftir að Króatía gengur inn árið 2011 þá verði ekki tekin inn ný lönd fyrr en eftir 2015. Það myndi þýða einangrun Íslands, efnahagslegt sjálfsmorð, eftirlifandi fyrirtæki myndu flytja á brott og erfiðleika næsta áratuginn í það minnsta. Hefur einhver áhuga á slíku?
Fyrir þá sem eru tæknilega gjaldþrota (og þá sem munu verða það á næstunni) myndi það aðeins þýða eitt: Brottflutningur. Hér þarf ekki enn og aftur að endurtaka dæmið frá kreppu Færeyja en fyrir þá sem eftir yrðu þýddi það minni skatttekjur og auknar skuldir sem falla af hinum gjaldþrota. Í þessu felst enginn hótun – þetta er einungis staðreynd!
Kjósi þjóðin að standa áfram í slíku ástandi og hafna ESB er fátt annað að gera en að pakka saman og finna sér siðmenntaða, þroskaða fullvalda og sjálfstæða þjóð til að aðlagast.
Fortíð og framtíð
Þegar á hefur reynt hafa Íslendingar aldrei skorast undan að taka stórar og stundum umdeildar ákvarðanir útfrá efnahagslegum hagsmunum sínum. Rómantísk þjóðsaga segir að við höfum numið hér land til að flýja undan skattpíningu Noregskonungs. Sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar snérist fyrst og fremst um að tryggja efnahagslega hagsmuni Íslands gagnvart Danmörku. Við urðum fullvalda og síðar sjálfstæð því sem þjóð vildum við brjótast frá því að verða fátækasta þjóð í Evrópu í byrjun 20. aldarinnar. Við tryggðum efnahagslega hagsmuni okkar með veru Bandaríkjahers, þáðum Marshall aðstoð og gengum í NATO.
Til að halda í efnahagslegt sjálfstæði okkar hófum við evrópuvæðingu árið 1970 þegar við gengum í EFTA og þremur árum síðar undirrituðum við fríverslunarsamning við Evrópubandalagið. Við háðum þorskastríð vegna efnahagslegs sjálfstæðis gegn breska heimsveldinu og höfðum fullnaðarsigur með útfærslu landhelginnar árið 1976 og árið 1994 tókum við sennilega stærsta efnahagslega framfararspor lýðveldissögunnar þegar við undirrituðum EES samninginn (í það minnsta jafn stórt og stofnun lýðveldis og útfærsla landhelginnar).
Rúmum 100 árum eftir að við vorum fátækasta þjóð í Evrópu erum við tæknilega orðin það aftur. Við skuldum þeim sem barist hafa fyrir hönd þjóðarinnar fyrir efnahagslegu sjálfstæði hennar á þeim tíma að ganga í Evrópusambandið, en við skuldum ekki aðeins þeim látnu fyrir það að hafa misst keflið sem okkur var fært, við skuldum einnig hinum ófæddu og þeim sem landið munu erfa fyrir þá stöðu sem við höfum komið þeim í að óbreyttu – við þurfum að rétta hlutina við. Gagnvart umheiminum og sögunni höfum við ekki síður skyldu að gegna, að standa þjóð meðal þjóða – þar sem við eigum heima.
Ég var beðinn um persónulega pistill. Pistillinn hófst á umfjöllun um einstaklinginn og ríkið og hér erum við stödd. Staðreynd málsins er sú að umræðan um Evrópusambandsaðild er miklu stærri en ein persóna, hvað þá einn ómerkilegur stjórnmálaflokkur. Tvennt hafa báðir þessir aðilar þó sameiginlegt, án þeirra verður ekki sótt um aðild að ESB. Fyrir mér er þetta ekki spurning um mitt líf og dauða, ég hef alla möguleika á því að fara erlendis og lifa þar góðu lífi. Helst af öllu vil ég þó lifa á Íslandi og mér þætti sorglegt að horfa úr fjarlægð á þjóð mína, ættingja og vini sökkva í frekari einangrun, vera án efnahagslegs og andlegs sjálfstæðis og fullveldis.
Mannsæmandi líf er í boði á Íslandi með inngöngu í ESB, aðrar lausnir eru ekki í sjónmáli, mönnum kann að vera illa við ákveðnar persónur í Samfylkingunni en í þetta eina skipti bið ég ykkur um að velja rétt fyrir framtíðina – velja fyrir framtíð Íslands næsta áratug og tugi.
Einhverjir hafa nefnt að Samfylkingin muni svíkja eða hopa undan ESB aðild, við þá segi ég að ég mun persónulega lýsa yfir heilögu stríði á hendur Samfylkingunni ef hún verður stærsti flokkurinn en skorast undan Evrópusambandsaðild – það verður þó gert með skrifum úr öðru landi.
Ég er tilbúinn til að samþykkja að ganga í Liverpool klúbbinn, ganga í þjóðkirkjuna, ganga í Framsóknarflokkinn og koma á facebook – en það sem ég mun aldrei samþykkja er sú rökleysa að Ísland sé betur statt utan ESB - það er ekkert land þar verr statt en við, ekkert land eins ósjálfstætt og ófullvalda og við, þeirra hagur mun vænkast en okkar? Einhver ný lausn eftir sex mánaða þras?
Ástarkveðja fyrir hönd framtíðarinnar - Bjarni Þór Pétursson.
Líkt og einstaklingurinn sjálfur leitar eftir sáttmála við aðra í ofangreindu samfélagi hefur þróunin orðið sú eftir tvær blóðugar heimsstyrjaldir að þjóðir geri slíkt hið sama í gegnum alþjóðastofnanir eða sambönd. Líkt og einstaklingurinn deilir fullveldi sínu og sjálfstæði með ríkinu hafa flestar siðmenntaðar þjóðir ákveðið að skynsamlegasta lausnin að betri heim sé samvinna – ríkið leitar í skjól á sama hátt og einstaklingurinn, án þess er algjör óreiða þar sem hinn sterki pínir hinn veika. Við það að deila fullveldi og sjálfstæði með öðrum þjóðum minnkar það ekki, heldur eykst.
Evrópusambandið er eitt dæmi um slíkt samband. Það er byggt á efnahagslegri samþættingu til að ná pólitískum markmiðum sem eru: frjálslyndi, lýðræði, stöðugleiki, friður, virðing fyrir mannréttindum og grundvallarréttindum og að til staðar sé stöðugt réttarríki.
Til þess að verða eitt af aðildarríkjum sambandsins er nauðsynlegt að deila þessari lífssýn og uppfylla þær. Í sambandinu eru 27 fullvalda og sjálfstæð ríki sem njóta góðs af samvinnunni með því að deila áðurnefndum hugtökum á hinum ýmsu sviðum – enginn efast um það að Frakkland t.a.m. sé fullvalda og sjálfstæð þjóð.
Líkt og maður á eyðieyju sem er glaður með sjálfstæði sitt og fullveldi þá eru einnig ríki sem standa nánast algjörlega utan við alla alþjóðlega samvinnu og stæra sig af því að vera mjög svo fullvalda og sjálfstæð – þekktasta dæmið af slíku er sennilega Norður-Kórea sem er nánast algjölega einangrað en formlega mjög fullvalda og sjálfstæð þjóð (tekur allar ákvarðanir sínar sjálf án tillits til annarra).
Hvað með Ísland? Er Ísland fullvalda og sjálfstætt ríki í dag? Myndi það ekki lengur verða fullvalda og sjálfstætt við inngöngu í ESB?
Formlega þá væri sjálfstæði og fullveldi Íslands betur sett utan ESB eins og formlega væri einstaklingur meira fullvalda og sjálfstæður utan réttarríkisins og samfélags manna - en raunverulega? Nei, raunverulega er Ísland ekki eins sjálfstætt og fullvalda í dag eins og það væri innan ESB.
Við höfum núna í bráðum hálft ár lifað við tvöfalda kreppu, ekkert annað hefur komist að og engu að síður hefur enginn nú þegar vika er í kosningar komið með aðrar skynsamar lausnir til frambúðar en að ganga í ESB. Við lifum við gjaldeyrishöft sem ganga ekki til lengdar hjá einangruðu smáríki sem lifir á inn og útflutningi og eru raunar brot á EES samningnum, við lifum við ónýtan gjaldmiðil, erlendar skuldir þjóðarbúsins eru metnar á 10-12 falda árlega þjóðarframleiðslu, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er í rauninni sá aðili sem stýrir efnahagsmálum þjóðarinnar, verðbólga er gríðarleg, ekki er hægt að lækka stýrivexti örugglega vegna ytri þátta, atvinnuleysi er að aukast, stór hluti þjóðarinnar er tæknilega gjaldþrota og ört vaxandi hluti þjóðarinnar getur ekki lifað mannsæmandi lífi og enn stærri hluti þjóðarinnar er á barmi taugaáfalls daglega yfir váfréttum. Þegar farið er raunsætt í málið þá erum við hvorki sjálfstæð efnahagslega né andlega (fullveldi og sjálfstæði). Er einhver til í slíka framtíð? Skuldir, verri lífskjör, mysa, fiskibollur, bjúgu og slátur... einhver?
Hverju myndi aðild breyta?
Það hefur verið sagt að formlega myndi líf hins venjulega Íslendings einfaldlega varla breytast neitt, ef undanskyldar eru efnahagslegar áhyggjur sem myndu minnka og hverfa með tímanum.
Innganga í ESB myndi hins vegar þýða að við myndum með tímanum endurheimta það efnahagslega sjálfstæði sem við misstum vegna örmiðilsins krónunnar (en alþjóðlega er það þróunin að örmyntir eru að syngja sitt síðasta) og þar með andlegt sjálfstæði – stór hluti íslendinga myndi auk þess aftur getað farið að lifa mannsæmandi lífi.
Sjálfstæðismaðurinn Benedikt Jóhannesson sem er tryggingarstærðfræðingur setti dæmið upp tölulega nú nýverið, grípum niður í miðja grein:
,,Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?”
En þetta er einungis fyrsta skrefið, með aðild að ESB og með inngöngu í ERM II ferlið sem gerir það að verkum að Seðlabanki Evrópu verður bakhjarl Íslands og að gengi krónunnar þar til við höfum uppfyllt Maastricht skilyrðin þá getur krónan ekki sveiflast um meira en 15%. Það þýðir að gengishöftum verður aflétt og atvinnulífið fer aftur í gang með eðlilegum viðskiptum, Ísland getur hafist handa við að uppfylla Maastricht skilyrðin sem endar með upptöku evru sem lækkar aftur vaxtastig ennþá meira, verðbólgan minnkar, gengið mun hafa styrkst sem aftur þýðir lægri erlendar skuldir.
Varðandi gróða almennnings þá er ekki einungis um það að ræða að áðurnefnd vaxtagjöld myndu dragast heilt yfir frá skatti á landsmenn og vaxtalækkun almennt á lánum. Á endanum yrði upptaka evru til þess að hin alræmda verðtrygging yrði afnumin en það eru hreinlega draumórar að mati hagfræðinga að gera slíkt með krónuna í dag. Þá myndi matarverð og verð á fatnaði lækka frá því sem nú er. Aðalsteinn Leifsson lektor við Háskóla Reykjavíkur segir að frá því að Ísland tæki upp evru má gera ráð fyrir því að árlega yrði sparnaður vegna minni verðbólgu, lægri vaxta, ódýrari fatnðar og matar að meðaltali á hverja fjölskyldu með 20 milljón króna lán að lágmarki ein milljón á ári.... já EIN MILLJÓN Á ÁRI!!! Þá er ekki tekið tillit til þeirrar skuldaleiðréttingar sem ætti sér stað fyrir okkur sem tókum myntkörfulán.
Ef ekki verður lögð inn aðildarumsókn í síðasta lagi í haust má gera ráð fyrir að krónan hrynji aftur, gjaldeyrishöft viðhaldi sér sem er brot á EES samningnum og gæti jafnvel þýtt endalok hans (meginpartur útflutnings okkar er til aðildarríkjanna og endalokin myndu þýða höft og tollamúrar jafnt á inn og útflutning með þar til gerðum efnahagsskaða) og að hér munu hlutirnir almennt versna fremur en batna.
Þá hefur ESB lagt til að eftir að Króatía gengur inn árið 2011 þá verði ekki tekin inn ný lönd fyrr en eftir 2015. Það myndi þýða einangrun Íslands, efnahagslegt sjálfsmorð, eftirlifandi fyrirtæki myndu flytja á brott og erfiðleika næsta áratuginn í það minnsta. Hefur einhver áhuga á slíku?
Fyrir þá sem eru tæknilega gjaldþrota (og þá sem munu verða það á næstunni) myndi það aðeins þýða eitt: Brottflutningur. Hér þarf ekki enn og aftur að endurtaka dæmið frá kreppu Færeyja en fyrir þá sem eftir yrðu þýddi það minni skatttekjur og auknar skuldir sem falla af hinum gjaldþrota. Í þessu felst enginn hótun – þetta er einungis staðreynd!
Kjósi þjóðin að standa áfram í slíku ástandi og hafna ESB er fátt annað að gera en að pakka saman og finna sér siðmenntaða, þroskaða fullvalda og sjálfstæða þjóð til að aðlagast.
Fortíð og framtíð
Þegar á hefur reynt hafa Íslendingar aldrei skorast undan að taka stórar og stundum umdeildar ákvarðanir útfrá efnahagslegum hagsmunum sínum. Rómantísk þjóðsaga segir að við höfum numið hér land til að flýja undan skattpíningu Noregskonungs. Sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar snérist fyrst og fremst um að tryggja efnahagslega hagsmuni Íslands gagnvart Danmörku. Við urðum fullvalda og síðar sjálfstæð því sem þjóð vildum við brjótast frá því að verða fátækasta þjóð í Evrópu í byrjun 20. aldarinnar. Við tryggðum efnahagslega hagsmuni okkar með veru Bandaríkjahers, þáðum Marshall aðstoð og gengum í NATO.
Til að halda í efnahagslegt sjálfstæði okkar hófum við evrópuvæðingu árið 1970 þegar við gengum í EFTA og þremur árum síðar undirrituðum við fríverslunarsamning við Evrópubandalagið. Við háðum þorskastríð vegna efnahagslegs sjálfstæðis gegn breska heimsveldinu og höfðum fullnaðarsigur með útfærslu landhelginnar árið 1976 og árið 1994 tókum við sennilega stærsta efnahagslega framfararspor lýðveldissögunnar þegar við undirrituðum EES samninginn (í það minnsta jafn stórt og stofnun lýðveldis og útfærsla landhelginnar).
Rúmum 100 árum eftir að við vorum fátækasta þjóð í Evrópu erum við tæknilega orðin það aftur. Við skuldum þeim sem barist hafa fyrir hönd þjóðarinnar fyrir efnahagslegu sjálfstæði hennar á þeim tíma að ganga í Evrópusambandið, en við skuldum ekki aðeins þeim látnu fyrir það að hafa misst keflið sem okkur var fært, við skuldum einnig hinum ófæddu og þeim sem landið munu erfa fyrir þá stöðu sem við höfum komið þeim í að óbreyttu – við þurfum að rétta hlutina við. Gagnvart umheiminum og sögunni höfum við ekki síður skyldu að gegna, að standa þjóð meðal þjóða – þar sem við eigum heima.
Ég var beðinn um persónulega pistill. Pistillinn hófst á umfjöllun um einstaklinginn og ríkið og hér erum við stödd. Staðreynd málsins er sú að umræðan um Evrópusambandsaðild er miklu stærri en ein persóna, hvað þá einn ómerkilegur stjórnmálaflokkur. Tvennt hafa báðir þessir aðilar þó sameiginlegt, án þeirra verður ekki sótt um aðild að ESB. Fyrir mér er þetta ekki spurning um mitt líf og dauða, ég hef alla möguleika á því að fara erlendis og lifa þar góðu lífi. Helst af öllu vil ég þó lifa á Íslandi og mér þætti sorglegt að horfa úr fjarlægð á þjóð mína, ættingja og vini sökkva í frekari einangrun, vera án efnahagslegs og andlegs sjálfstæðis og fullveldis.
Mannsæmandi líf er í boði á Íslandi með inngöngu í ESB, aðrar lausnir eru ekki í sjónmáli, mönnum kann að vera illa við ákveðnar persónur í Samfylkingunni en í þetta eina skipti bið ég ykkur um að velja rétt fyrir framtíðina – velja fyrir framtíð Íslands næsta áratug og tugi.
Einhverjir hafa nefnt að Samfylkingin muni svíkja eða hopa undan ESB aðild, við þá segi ég að ég mun persónulega lýsa yfir heilögu stríði á hendur Samfylkingunni ef hún verður stærsti flokkurinn en skorast undan Evrópusambandsaðild – það verður þó gert með skrifum úr öðru landi.
Ég er tilbúinn til að samþykkja að ganga í Liverpool klúbbinn, ganga í þjóðkirkjuna, ganga í Framsóknarflokkinn og koma á facebook – en það sem ég mun aldrei samþykkja er sú rökleysa að Ísland sé betur statt utan ESB - það er ekkert land þar verr statt en við, ekkert land eins ósjálfstætt og ófullvalda og við, þeirra hagur mun vænkast en okkar? Einhver ný lausn eftir sex mánaða þras?
Ástarkveðja fyrir hönd framtíðarinnar - Bjarni Þór Pétursson.
15 Ummæli:
Var að sjá Silfrið. Viðtalið við Benedikt Jóhannesson sem er ca. eftir 3/4 af þættinum (á eftir Sverri Hermannssyni) er algjört möst að sjá: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4464763/2009/04/19/
Ég er allveg 100% sammála þér Bjarni. Þú setur þetta í mjög gott samhengi.. þessi einangrunarhyggja er þegar búinn að murka allan efnahagslegan stöðuleika úr þessari þjóð. Þú skrifaðir einu sinni pistil sem bar nafnið 'Almost Valhöll' sem fjallaði um 'survivalista' sem neita að lifa samkv. reglum samfélagsins og með últra þjóðrembing að vopni stofnuðu þeir sitt eigið 'fullvalda' samfélag.
En það sem hefur gerst er að það er búið að þröngva þessu survivalista samfélagi á okkur. Þetta eru auðvitað skýr tákn um það að þetta kerfi sem við búum við er auðvitað löngu búið að ganga sér til húðar.
Það að stjórnmálamenn skulu ganga þvert gegn sannfæringu sinni til að verja eitthverja litla valdaklíku er auðvitað bara landráð.
hérna er gott dæmi um það sem ég nefni hér á undan:
http://www.youtube.com/watch?v=qZTp4cNvbec&
feature=related þessir kjækir segja allt sem segja þarf... hún þráir ekkert meira en að stinga stórum ríting í bakið á evrópusinnum. Hún ætlar bara ekki að gera það fyrr en eftir kosningar.
VG, xF, xD og núna síðast xO eiga það öll sameiginlegt að vilja reka síðustu arðbæru fyrirtækin úr landi og helst stóran part af þjóðinni með.... hvers vegna? Kannski vegna þess það er svo auðvelt að kalla úlfur úlfur uppá populista atkvæðin? Allavega segir þetta mér að þetta fólk er allt stórhættulegt
ciao,
Ívar
http://www.youtube.com/watch?v=qZTp4cNvbec&feature=related hérna kemur linkurinn aftur.. mistókst að setja hann inn áðan
Það er ótrúlegt að heyra unga manneskju drulla svona rækilega á sig eins og Katrín gerir þarna í Evrópumálum, hræðslan við góðan samning og stuðning þjóðarinnar er greinlega yfirgengilegur.
Eitthvað verður undan að láta. Ef Vg fer ekki í aðildarviðræður með Samfylkingunni eftir kosningar og ætlar að fara tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu þá þýðir það beinlínis að málið frestast fram á næsta vetur og Ísland missir af lestinni og steypir sér í 10 ára efnahagserfiðleika í það minnsta.
Þá verður ekki að aðild fyrr en 2015.
Kveðja Bjarni Þór.
En eins og ég sagði áður... af hverju er meingölluð ESB stefna VG flokksins ekki dreginn upp?
Nú þegar eru fólk byrjað að kjósa sem búsett er í útlöndum. Ungir námsmenn sem eru ESB sinnar. En vita ekki að VG ætlar að drepa þetta mál. Af hverju er ekki settur þrýstingur á flokkinn til að segja okkur hvað hann hyggst gera?
Vill hann fara í aðildarviðræður eða ekki?
Flokkur sem segist vilja hafa allt uppá borðunum og sé voða lýðræðislegur og vilji láta fólkið velja hlýtur að gera þetta.
Ef flokkurinn kæmi núna fram og segði við viljum ekki fara í aðildarviðræður (2föld atkv.gr. eða ekki). Þá myndi fylgið hrynja af honum.
Núna er hann bara að spila úlf í sauðgæru... gefur ESB undir fótinn með því að tala að fólkið eigi að ráða.. og svo kemur banarhöggið eftir kosningar.
Ég legg til að við gerum þetta að forgangsatriði okkar að fá þessa komma til að gefa það út hvað þeir meina.. það eru sjálfsögð lýðræðis-réttindi að fá að vita þetta fyrir kosningar.
Svo datt mér í hug þú getur öruggl. fengið Hauk og co sem comment'a á síðuna hjá þér til að skrá sig á þennan lista
www.sammala.is
Enda er þetta eitthvað sem ætti að höfða til flestra.
En mér er allvara email, senda inn spuringar, ég er tilbúinn að helga mig þessum fáu dögum til að fá uppúr þessum two-faced mofos... hvað þeir raunverulega ætla sér að gera með þetta mál.. þetta verður að ligga fyrir strax
ciao,
Ívar
Sæll Ívar hérna færðu þetta beint í æð frá vg.is:
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of. - þetta er copy-paste stafsetningin er þeirra :)
Hvernig getur nokkur maður eða kona verið á móti ESB á þessum veiku rökum framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar þetta eru ekki einu sinni rök, þetta er þjóðrembingur ef það er einu sinni orð ! Enda svarar maður bulli með bulli... Auga fyrir auga.
Það að vera á móti aðildarviðræðum er mér gjörsamlega óskiljanlegt, þú veist ekki einu sinni á móti hverju þú ert... Munum við fá að halda lögsögunni svipað og Malta? Mun ESB í fyrsta skipti í sinni sögu ganga hingað inn og taka fullt vald á okkar auðlindum en láta auðlindir annara þjóða vera líkt og olíu Breta? Það munum við líklega aldrei fá að vita þar sem að ALLIR flokkarnir hafa líst andstöðu sinni á ESB nema Samfylkingin... Ég er hræddur um að menn eins og Bjössi muni á einhvern hátt ná að snúa þessum kosningum sér í hag og negla niður tveimur álverum í viðbót! Ál birgðir í heiminum aldrei verið meiri og ál verð aldrei verið lægra sem og eftirspurn eftir áli aldrei verið minni vegna þess að bílaiðnaðurinn og flugvélaiðnaðurinn eru í rúst. Svo ekki sé nú talað um Obama og hans grænu stefnu, ef USA endurvinnur allar þær ál dósir sem þeir neyta á ári þá myndu þeir framleiða jafnmikið af áli og við...
Þetta er yndislegt líf,
BK
Merkilegur pistill Bjarni - svona damigert sambland af lofgjörðarsálmi og hræðsluáróðri. Merkilegt að það skuli ekki vera neinir gallar á því að ganga í "Sambandið" - ekki eitt einasta neikvætt atrið, eða hvað ? Við meigum bara engann tíma missa verðum að ganga helst inn án þess að hafa hugmynd um hvað við erum að fara út í. Hvernig segjum við okkur síðan úr "Sambandinu" ef okkur líkar það ekki ? Gertum við það eða er þetta óafturkræfur gerningur ?
Í Lisabon sáttmálanum er tilgreint hvernig úrsagnar prósessinn er.
ciao,
ívar
Ívar sendi fyrirspurn um esb til borgarahreyfingarinnar svona var svarið.
Borgarahreyfingin er ekki anti-ESB flokkur. Margsinnis höfum við lýst
því yfir að við viljum fara í aðildarviðræður sem fyrst því að
einungis þannig fáist forsendur fyrir þjóðina til að taka afstöðu
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við tökum hins vegar ekki afstöðu með
eða móti ESB-aðild.
Það hlýtur að vera misskilningur hjá þér að einhver grein hafi
verið tekin út úr stefnuskrá okkar. Mér vitanlega var aldrei tekin bein afstaða með eða móti ESB-aðild.
Með bestu kveðju,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
kv bf
Ég reikna með að comment nr. 7 sé annað hvort frá BF eða Bigga:
Þetta er ekki spurning um áróður heldur að afvopna andstæðinga ESB sem byggja málflutning sinn á fáfræði, fordómum og þjóðrembu.
Af hverju heldur þú að slíkt fólk vilji ekki sækja um aðild eða að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það er hræðslan við það að Ísland nái sanngjörnum samningi sem að þjóðin mun ekki geta neitað.
Að segja það að einhver viti ekki hvað við erum að fara út í lýsir því miður vanþekkingu á viðfangsefninu - við höfum eins góðar upplýsingar og mögulegt er fyrir aðildarviðræður og þær hafa legið fyrir í áratug. Það er ekki skortur á upplýsingum, heldur fremur magnið af þeim sem stendur í fólki.
Staðreyndin er hins vegar sú að vegna yfirlýsinga ESB um að ekkert nýtt land fái aðild fyrr en eftir 2015 eftir að Króatía gengur inn 2011 gerir það að verkum að í sumar eða haust verðum við að leggja inn umsókn ef við ætlum ekki að vera í sömu stöðu og nú eða verri næstu 10 árin eða hvaða aðra raunhæfu lausn hefur verið boðið uppá? Sex mánuðir og engin lausn? Fólk mun fara? Alþjóðleg íslensk fyrirtæki munu fara o.s.frv.
Hvers vegna heldur fólk að ASÍ, samtök iðnaðarins, fyrirtækin almennt í landinu og öll önnur hagsmunasamtök en bændur og hagsmunasamtök sjávarútvegsins vilji aðild?
Eins og Ívar bendir á liggur fyrir að hvaða land sem er getur gengið úr sambandinu. Grænland er eina landið sem það hefur gert. Þá hefur Ísland formlegt neitunarvald þegar mikilvægir þjóðarhagsmunir eru í húfi.
Kveðja Bjarni Þór.
Ekki ég.
OK, sorry :)
Atli Gíslason tók af skarið í kvöld fyrir þjóðernissóíalistana... Við göngum gegn ESB.. ekki farið í aðildarviðræður í Júní. Svo ísinn á lýðskurmara kökuna.. þjóðaratkvæðagreiðsla strax strax.
Þannig höfum við það. Þannig VG verður stærstu, ekkert esb, hugsanlega að við segjum okkur úr NATO riftum ees samningnum, Schengen or rekum IMF úr landi. Íslenska krónan er framtíðinni.. eða tökum bara upp vöruskipti eingöngu.
Norður-Kórea byrjað að líta ansi vel út núna,
Ívar
... ertu farinn að pakka niður?
Kveðja Bjarni Þór
Þetta var ANSI merkilegur fundur þarna og fullyrðingar Atla vægast sagt ógnvænlegar !
Hvenær er næsta skoðanakönnun? Það er vonandi að við sjáum högg á VG eftir þetta, þó svo að þjóðremban muni líklega sigra hér á landi þar sem að ALLIR flokkarnir nema xS hafa lýst yfir andstöðu við ESB og á meðan fær xS bara um 30% samkvæmt mbl.is
Eigum við að deila kostnaðinum á búferlaflutningsgámi ?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim