Hreinar hendur í Múturborginni?
Eftirfarandi pistill birtist á Vefritinu
Formáli
Það er slæmt að vera sjónarmun á eftir í kapphlaupi, en þegar maður er naumlega sigraður í kapphlaupi við tímann í pólitískum samanburði af Jóni Baldvini þá er maður væntanlega á réttri leið (þessi formáli er skrifaður kvöldið 14.mars). Hér hefst ítarlegri pistill um spillingu, Ísland vs Ítalía.
The friars are rich, but the monastery is poor.
- Rino Formica
Ísland er lítið, ungt og óþroskað ,,fullvalda” ríki sem mestan part af sínum líftíma hefur verið vafið inn í bómull stærri velda – hversu oft höfum við ekki heyrt þessa sögu síðustu mánuði. Það tók ekki langan tíma frá því að það fór að hjóla án efnahagslegra og varnarlegra hjálpardekkja Bandaríkjanna áður en það endaði inni í garði nágrannans með gat á hausnum og brotnar framtennur – fulli frjálshyggjufrændinn hafði gleymt að kenna því að bremsa eftir að kennt hafði verið hvernig ætti að fara ógeðslega hratt og var hvergi sjáanlegur þegar þurfti að siga honum á nágrannann sem heimtaði bætur fyrir brotna girðingu og ónýtt beð.
Það góða við það að vera ungur og vitlaus er yfirleitt að mamma bíður heima með kossa sem lækna marbletti og sár og plástra með mynd af Mikka Mús – þá þjónustu hefur hið unga lýðveldi ekki. Það sem það hefur hins vegar, nú þegar það er að þvo sér sjálft um alblóðugt andlitið er reynsla annarra þjóða. Það er engin þörf á því að þylja enn og aftur upp kreppulærdóm annarra ríkja en fyrir þá sem vilja staldra við og hlýða á lærdóm af spillingu annarra landa (sem full þörf virðist vera á), þá kemur hér ein lítil dæmisaga úr raunveruleikanum.
Ítalía Norðursins?
Ég er ekki sérfræðingur í ítalskri stjórnmálasögu, en verð þó að segja að hér virðist margt lykta af sama spillingarfnyknum og ríkti þar í landi í kringum árið 1990 ef frá er skilinn post-fasista fídusinn og að Ísland var komið lengra í einkavæðingunni – á þessari stundu er þó enn margt óljóst. Ítalir þurftu reyndar ekki þjóðargjaldþrot til að kryfja það hvort að spilling væri við lýði í landinu þeirra góða – aðskilnaður dómsvalds (sem langt því frá er heilagt né gallalaust), framkvæmdarvalds og löggjafarvalds er með mun eðlilegri hætti en á Íslandi. (Hér verður ekki farið í alla þá ytri þætti sem einnig eru keimlíkir s.s. áhrif alþjóðavæðingar, umhverfisreglugerða, útlendinga, fjölmenningar og evrópuvæðingar á þjóðríkið, sem stjórnmálamenn virtust óhæfir til að svara líkt og hér.)
Tangentopoli eða múturborgin eins og málið varð þekkt í fjölmiðlum á rætur sínar að rekja til sjálfstæðrar rannsóknar dómsvaldsins undir heitinu ,,hreinar hendur” (e. Mani pulite) á því spillta pólitíska kerfi sem hafði viðgengist í sinni verstu mynd á 9. og byrjun 10. áratugs síðustu aldar. Réttarhöldin sem fram fóru að stærstum hluta á árunum 1992 og 1993 upplýstu um víðtæka spillingu og kerfi mútugreiðslna á milli stjórnmálamanna/flokka og atvinnulífsins. Kerfið gekk í raun út á það að stjórnmálaflokkar skiptu með sér stöðuveitingum hjá ríkinu eftir ákveðnu kerfi sem tryggði að stöðuveitingar svipaði til fylgis, sem leiddi til þess að óhæfir einstaklingar hreiðruðu um sig hjá fyrirtækjum og stofnunum ítalska ríkisins. Á móti högnuðust flokkarnir á persónulegum greiðum við einstaklingana og fyrirtækin.
Kroppað í yfirborðið
Málið átti sér langan og flókinn aðdraganda en náði ákveðnu skriði þegar forstjórinn Mario Chiesa, sem auk þess var í sósíalistaflokknum var handtekinn fyrir að þiggja mútur. Bettino Craxi formaður flokksins lýsti þessu sem einangruðu atviki. Eftir eignaupptöku lögreglunnar og nokkra fangelsisvist má gera ráð fyrir því að tekið hafi sig upp svokallað ,,fuck it attitude” hjá Chiesa sem hóf að greina frá vafasömum tengslum stjórnmálamanna við greiðslur og spillingu m.a. við mafíuna; sem gerði það að verkum að rannsóknin fór á flug, en einkum kom það sér illa fyrir sósíalistaflokkinn og kristilega demókrata (en hinir síðarnefndu höfðu stjórnað Ítalíu samfleytt frá stríðslokum).
Í byrjun apríl 1992 héldu flokkarnir tveir naumlega velli en síðar í sama mánuði voru nokkrir stjórnendur stórfyrirtækja hnepptir í varðhald grunaðir um að hafa mútað til að fá verkefni frá ríkisfyrirtækinu ENI (olíu og gas fyrirtæki) og raunar öðrum einnig. Málið færðist yfir til þingsins þar sem farið var fram á að grunaðir þingmenn yrðu handteknir. Leiðtogar flokkanna höfnuðu spillingu og bentu á hina handteknu sem aftur varð til þess að þeir gáfu út yfirlýsingar um samsekt þeirra. Að lokum náði málið því stigi að við öllum blasti spillingarbælið; vefur sem spunnist hafði milli stórfyrirtækja, ríkisforstjóra og yfir í heim þingmanna og ráðherra – milli 5-6000 einstaklingar úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins voru rannsakaðir.
Um miðjan desember þetta sama ár fengu áðurnefndir flokkar tveir svo háðulega útreið í sveitarstjórnarkosningum og daginn eftir var Craxi kvaddur fyrir dóm. Í lok janúar 1993 fór hann fram á að hafin yrði rannsókn á vegum þingsins á fjárreiðum flokkanna en neyddist skömmu síðar til að segja af sér innan flokksins vegna málsins. Um vorið hélt sirkusinn áfram og stjórnmálamennirnir reyndu allar brellurnar í bókinni, þar á meðal um sakaruppgjöf hinna ásökuðu – forseti landsins neitaði hins vegar að skrifa upp á slíkan skrípaleik. Skömmu síðar komst upp um ólöglega sjóði ENI og handtökum fjölgaði.
Þingið neitaði að rjúfa þinghelgi Craxis og þrír ráðherrar sögðu af sér í mótmælaskyni.
Nú var málið komið á það stig að menn fóru að svipta sjálfa sig lífi, þeirra á meðal fyrrum forstjóri ENI. Réttarhöldunum var sjónvarpað og virtir menn dregnir fram í sviðsljósið sem vitni. Craxi sagði í réttlætisskyni við ólöglegar 93 milljónir dala að ,,það gerðu allir” sem reyndist síðan rétt (minnir óneitanlega á orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins um að aðrir flokkar ,, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu”). Það voru þó stjórnarflokkarnir á Ítalíu og einkum mesti valdaflokkur landsins, kristilegir demókratar sem hafði haft völdin (í einskonar þrípóla kerfi frá 1948 sem gekk út á það að einangra kommunista sökum kalda stríðsins) sem kom verst út; enda talinn hafa borið mestu ábyrgðina á meðan yngri og minni flokkar földu sig á bakvið að þeir hefðu ekki getað breytt kerfinu og hafi þurft að lifa af.
Málið var hins vegar ekki úr sögunni því að um vorið árið 1994 voru 80 meðlimir efnahagsbrotalögreglunnar og 300 aðilar úr atvinnulífinu handteknir vegna spillingar og múturmála. Mánuði síðar var sjarmurinn Berlusconi mættur í kosningaham, spilandi sig sem frelsarann sjálfan og hófst þá nýr kafli í spillingarsögu landsins. Sósíalistaflokkurinn og flokkur kristilegra demókrata þurrkuðust út í þáverandi mynd sinni.
Lærdómurinn
Nú væri hægt að fara í langan samanburðarleik sem þó væri skemmtilegri þegar öll kurl eru komin til grafar á Íslandi og ef ítarlegar væri farið í þetta mál á Ítalíu. Benda á sökudólga, hver er í hvaða hlutverki stjórnmálamanna, atvinnulífsins, ríkisfyrirtækjanna og spila sig stóran – jafnvel að spá um fyrir hvernig mál munu þróast (bið samt alla hlutaðeigandi að forðast sjálfsmorð). Það sem kæmi þó að betri notum væri að spyrja spurninga á borð við ,,Hvað hefur gerst í framhaldinu á Ítalíu?” og ,,Hvað getum við lært af því?”.
Þrátt fyrir loforð um hið svokallaða ,,annað lýðveldi” snemma á 10. áratugnum þá er Ítalía ennþá meðal þeirra landa sem verst er stjórnað í Evrópu. Útkoman varð ennþá meiri vindhanapólitík þar sem flokkarnir og lýðræðislega kjörin stjórnvöld hvers tíma halda áfram að missa lögmæti sitt (mismikið auðvitað). Skandalar þar í landi ná allt frá mafíu götunnar (sem reyndar er minni en áður), upp í æðstu embætti stjórnmálanna og einhversstaðar þar á milli var meistaratitill dæmdur af besta knattspyrnuliði landsins og það fellt um deild fyrir dómaramútur, en auðvitað ekki lið Berlusconi. Staðan hefur sem sagt í raun lítið breyst þrátt fyrir að yfirburðir kristilegra demókrata í einskonar þrípólakerfi hafi vikið fyrir tvípólakerfi byggðu á bandalögum hægri og vinstri flokka. Rannsóknin um hinar ,,hreinu hendur” var kjörið tækifæri til siðferðislegrar endurnýjunar en virðist hafa vikið fyrir hagsmunum óviljugra stjórnmálamanna.
Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að ákveðnir flokkar, sérstaklega þeir sem voru mest viðriðnir spillinguna hafi hrunið á það einungis við um hluta stéttarinnar, þar sem stór hluti stjórnmálamanna hefur farið í frakka og endurnýjað sig úr flokkum fyrsta lýðveldisins og yfir í annað lýðveldið (með litlum breytingum) í gegnum nýja flokka. Meira að segja sú endurnýjun sem þó varð í formi nýrra stjórnmálamanna hefur ekki leitt til breytinga á siðferðislegri hegðun. Þá hefur spennan aukist á milli dómsvaldsins og stjórnmálastéttarinnar sem lýsir sér einkum útávið í baráttunni milli dómsvaldsins og Berlusconi sem felst í baráttunni gegn sjálfstæði dómsstóla. Það komst í raun á einkennilegt samkomulagsatriði frá miðjum 10. áratugnum og fram á nýtt árþúsund að minnka áhersluna á pólitíska spillingu, einkum frá hægri bandalaginu en einnig hjá því vinstra – með yfirlýsingum um að slíkar rannsóknir dómsvaldsins væru átroðningur yfir á pólitíska sviðið.
Afleiðingarnar af því hversu illa til tókst við upprætinguna á árunum 1992-1994 hefur orðið til þess að ennþá er spilling víðtæk, það sanna emperískar rannsóknir. Þannig hefur spillingarmálum fjölgað og einnig þeim sem eru viðloðnir þau, hámarkið að sjálfsögðu á árunum 1992-1994 en hefur frá 1995-2003 mælst meira en tvöfalt og upp í fjórfalt fleiri en á árunum fyrir 1992. Árið 2003 sýndi könnun einnig að 75% svarenda trúðu því að til að ná samningum við hið opinbera þyrfti bjóðandinn að beita mútum en árið 1995 (skömmu eftir stóru rannsóknina) var hlutfallið 57%, aðrar spurningar leiddu það í ljós að almenningur taldi að ástandið ætti eftir að versna eða standa í stað. En líklega þurfa þeir sem fylgst hafa með ítölskum stjórnmálum síðastliðinn áratug eða tvo engar rannsóknir á því að þar hafi liðist ótrúleg spilling. Velti því nú hver hugsandi maður fyrir sér hvert framhaldið ætti að vera á Íslandi.
Tilvitnunin í upphafi þessa pistils eru orð höfð eftir Rino Formica eins af meðlimum hins spillta sósíalistaflokks og gætu þýðst sem: ,,munkarnir eru ríkir en klaustrið er fátækt” (sem var viðsnúningur frá því sem viðgekkst á miðöldum). Innra með mér leynist lítill samanburðarpúki sem segir að nú væri gott ef að einhver í ákveðnum flokki ,,gengi hreint til verks” og upplýsti almenning um spillingarmál flokksins frá A-Ö, niðurlagið gæti verið: ,,frjálshyggjuaparnir voru ríkir, en dýragarðurinn var fátækur”.
Ást og friður, ykkar Bjarni Þór.
PS. Ekki væri verra ef að ítalska mottóið ,,það er ekki hvað þú veist, heldur hvern þú þekkir” hyrfi úr íslensku atvinnulífi í leiðinni. Þá strax væri ögn lífvænlegra hérlendis fyrir menntað ungt fólk – það er í það minnsta hugmynd að siðferðilegri endurnýjun og einhverstaðar verður hún að hefjast... er ekki sagt að atvinnulífið sé alltaf fyrst á vettvang, ,,er ekki markaður fyrir þessu?”.
Heimildir
David Hine: ,,Political Corruption in Italy”. Í Walter Little & Eduardo Posada. Political Corruption in Europe and Latin America. MacMillan Press. London 1996.
Martin Bull: Italian Politics: Adjustment Under Duress. Polity press. Cambridge 2005
Donnatella Della Porta og Alberto Vannucci: ,,Corruption and anti-coroption: The Political defeat of ,,Clean Hands” in Italy”. Úr tímaritinu West European Politics Vol 30 no 3 (September 2007).
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=0&did=1416159241&SrchMode
=1&sid=1&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=
309&VName=PQD&TS=1239581791&clientId=58032
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=2&did=933453941&SrchMode=
1&sid=2&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=
PQD&TS=1239686703&clientId=58032
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=7&did=109632553&SrchMode=1&sid=
2&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=
309&VName=PQD&TS=1239686703&clientId=58032
http://is.wikipedia.org/wiki/Mani_pulite
http://en.wikipedia.org/wiki/Tangentopoli
Er lífið ekki dásamlegt?
Formáli
Það er slæmt að vera sjónarmun á eftir í kapphlaupi, en þegar maður er naumlega sigraður í kapphlaupi við tímann í pólitískum samanburði af Jóni Baldvini þá er maður væntanlega á réttri leið (þessi formáli er skrifaður kvöldið 14.mars). Hér hefst ítarlegri pistill um spillingu, Ísland vs Ítalía.
The friars are rich, but the monastery is poor.
- Rino Formica
Ísland er lítið, ungt og óþroskað ,,fullvalda” ríki sem mestan part af sínum líftíma hefur verið vafið inn í bómull stærri velda – hversu oft höfum við ekki heyrt þessa sögu síðustu mánuði. Það tók ekki langan tíma frá því að það fór að hjóla án efnahagslegra og varnarlegra hjálpardekkja Bandaríkjanna áður en það endaði inni í garði nágrannans með gat á hausnum og brotnar framtennur – fulli frjálshyggjufrændinn hafði gleymt að kenna því að bremsa eftir að kennt hafði verið hvernig ætti að fara ógeðslega hratt og var hvergi sjáanlegur þegar þurfti að siga honum á nágrannann sem heimtaði bætur fyrir brotna girðingu og ónýtt beð.
Það góða við það að vera ungur og vitlaus er yfirleitt að mamma bíður heima með kossa sem lækna marbletti og sár og plástra með mynd af Mikka Mús – þá þjónustu hefur hið unga lýðveldi ekki. Það sem það hefur hins vegar, nú þegar það er að þvo sér sjálft um alblóðugt andlitið er reynsla annarra þjóða. Það er engin þörf á því að þylja enn og aftur upp kreppulærdóm annarra ríkja en fyrir þá sem vilja staldra við og hlýða á lærdóm af spillingu annarra landa (sem full þörf virðist vera á), þá kemur hér ein lítil dæmisaga úr raunveruleikanum.
Ítalía Norðursins?
Ég er ekki sérfræðingur í ítalskri stjórnmálasögu, en verð þó að segja að hér virðist margt lykta af sama spillingarfnyknum og ríkti þar í landi í kringum árið 1990 ef frá er skilinn post-fasista fídusinn og að Ísland var komið lengra í einkavæðingunni – á þessari stundu er þó enn margt óljóst. Ítalir þurftu reyndar ekki þjóðargjaldþrot til að kryfja það hvort að spilling væri við lýði í landinu þeirra góða – aðskilnaður dómsvalds (sem langt því frá er heilagt né gallalaust), framkvæmdarvalds og löggjafarvalds er með mun eðlilegri hætti en á Íslandi. (Hér verður ekki farið í alla þá ytri þætti sem einnig eru keimlíkir s.s. áhrif alþjóðavæðingar, umhverfisreglugerða, útlendinga, fjölmenningar og evrópuvæðingar á þjóðríkið, sem stjórnmálamenn virtust óhæfir til að svara líkt og hér.)
Tangentopoli eða múturborgin eins og málið varð þekkt í fjölmiðlum á rætur sínar að rekja til sjálfstæðrar rannsóknar dómsvaldsins undir heitinu ,,hreinar hendur” (e. Mani pulite) á því spillta pólitíska kerfi sem hafði viðgengist í sinni verstu mynd á 9. og byrjun 10. áratugs síðustu aldar. Réttarhöldin sem fram fóru að stærstum hluta á árunum 1992 og 1993 upplýstu um víðtæka spillingu og kerfi mútugreiðslna á milli stjórnmálamanna/flokka og atvinnulífsins. Kerfið gekk í raun út á það að stjórnmálaflokkar skiptu með sér stöðuveitingum hjá ríkinu eftir ákveðnu kerfi sem tryggði að stöðuveitingar svipaði til fylgis, sem leiddi til þess að óhæfir einstaklingar hreiðruðu um sig hjá fyrirtækjum og stofnunum ítalska ríkisins. Á móti högnuðust flokkarnir á persónulegum greiðum við einstaklingana og fyrirtækin.
Kroppað í yfirborðið
Málið átti sér langan og flókinn aðdraganda en náði ákveðnu skriði þegar forstjórinn Mario Chiesa, sem auk þess var í sósíalistaflokknum var handtekinn fyrir að þiggja mútur. Bettino Craxi formaður flokksins lýsti þessu sem einangruðu atviki. Eftir eignaupptöku lögreglunnar og nokkra fangelsisvist má gera ráð fyrir því að tekið hafi sig upp svokallað ,,fuck it attitude” hjá Chiesa sem hóf að greina frá vafasömum tengslum stjórnmálamanna við greiðslur og spillingu m.a. við mafíuna; sem gerði það að verkum að rannsóknin fór á flug, en einkum kom það sér illa fyrir sósíalistaflokkinn og kristilega demókrata (en hinir síðarnefndu höfðu stjórnað Ítalíu samfleytt frá stríðslokum).
Í byrjun apríl 1992 héldu flokkarnir tveir naumlega velli en síðar í sama mánuði voru nokkrir stjórnendur stórfyrirtækja hnepptir í varðhald grunaðir um að hafa mútað til að fá verkefni frá ríkisfyrirtækinu ENI (olíu og gas fyrirtæki) og raunar öðrum einnig. Málið færðist yfir til þingsins þar sem farið var fram á að grunaðir þingmenn yrðu handteknir. Leiðtogar flokkanna höfnuðu spillingu og bentu á hina handteknu sem aftur varð til þess að þeir gáfu út yfirlýsingar um samsekt þeirra. Að lokum náði málið því stigi að við öllum blasti spillingarbælið; vefur sem spunnist hafði milli stórfyrirtækja, ríkisforstjóra og yfir í heim þingmanna og ráðherra – milli 5-6000 einstaklingar úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins voru rannsakaðir.
Um miðjan desember þetta sama ár fengu áðurnefndir flokkar tveir svo háðulega útreið í sveitarstjórnarkosningum og daginn eftir var Craxi kvaddur fyrir dóm. Í lok janúar 1993 fór hann fram á að hafin yrði rannsókn á vegum þingsins á fjárreiðum flokkanna en neyddist skömmu síðar til að segja af sér innan flokksins vegna málsins. Um vorið hélt sirkusinn áfram og stjórnmálamennirnir reyndu allar brellurnar í bókinni, þar á meðal um sakaruppgjöf hinna ásökuðu – forseti landsins neitaði hins vegar að skrifa upp á slíkan skrípaleik. Skömmu síðar komst upp um ólöglega sjóði ENI og handtökum fjölgaði.
Þingið neitaði að rjúfa þinghelgi Craxis og þrír ráðherrar sögðu af sér í mótmælaskyni.
Nú var málið komið á það stig að menn fóru að svipta sjálfa sig lífi, þeirra á meðal fyrrum forstjóri ENI. Réttarhöldunum var sjónvarpað og virtir menn dregnir fram í sviðsljósið sem vitni. Craxi sagði í réttlætisskyni við ólöglegar 93 milljónir dala að ,,það gerðu allir” sem reyndist síðan rétt (minnir óneitanlega á orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins um að aðrir flokkar ,, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu”). Það voru þó stjórnarflokkarnir á Ítalíu og einkum mesti valdaflokkur landsins, kristilegir demókratar sem hafði haft völdin (í einskonar þrípóla kerfi frá 1948 sem gekk út á það að einangra kommunista sökum kalda stríðsins) sem kom verst út; enda talinn hafa borið mestu ábyrgðina á meðan yngri og minni flokkar földu sig á bakvið að þeir hefðu ekki getað breytt kerfinu og hafi þurft að lifa af.
Málið var hins vegar ekki úr sögunni því að um vorið árið 1994 voru 80 meðlimir efnahagsbrotalögreglunnar og 300 aðilar úr atvinnulífinu handteknir vegna spillingar og múturmála. Mánuði síðar var sjarmurinn Berlusconi mættur í kosningaham, spilandi sig sem frelsarann sjálfan og hófst þá nýr kafli í spillingarsögu landsins. Sósíalistaflokkurinn og flokkur kristilegra demókrata þurrkuðust út í þáverandi mynd sinni.
Lærdómurinn
Nú væri hægt að fara í langan samanburðarleik sem þó væri skemmtilegri þegar öll kurl eru komin til grafar á Íslandi og ef ítarlegar væri farið í þetta mál á Ítalíu. Benda á sökudólga, hver er í hvaða hlutverki stjórnmálamanna, atvinnulífsins, ríkisfyrirtækjanna og spila sig stóran – jafnvel að spá um fyrir hvernig mál munu þróast (bið samt alla hlutaðeigandi að forðast sjálfsmorð). Það sem kæmi þó að betri notum væri að spyrja spurninga á borð við ,,Hvað hefur gerst í framhaldinu á Ítalíu?” og ,,Hvað getum við lært af því?”.
Þrátt fyrir loforð um hið svokallaða ,,annað lýðveldi” snemma á 10. áratugnum þá er Ítalía ennþá meðal þeirra landa sem verst er stjórnað í Evrópu. Útkoman varð ennþá meiri vindhanapólitík þar sem flokkarnir og lýðræðislega kjörin stjórnvöld hvers tíma halda áfram að missa lögmæti sitt (mismikið auðvitað). Skandalar þar í landi ná allt frá mafíu götunnar (sem reyndar er minni en áður), upp í æðstu embætti stjórnmálanna og einhversstaðar þar á milli var meistaratitill dæmdur af besta knattspyrnuliði landsins og það fellt um deild fyrir dómaramútur, en auðvitað ekki lið Berlusconi. Staðan hefur sem sagt í raun lítið breyst þrátt fyrir að yfirburðir kristilegra demókrata í einskonar þrípólakerfi hafi vikið fyrir tvípólakerfi byggðu á bandalögum hægri og vinstri flokka. Rannsóknin um hinar ,,hreinu hendur” var kjörið tækifæri til siðferðislegrar endurnýjunar en virðist hafa vikið fyrir hagsmunum óviljugra stjórnmálamanna.
Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að ákveðnir flokkar, sérstaklega þeir sem voru mest viðriðnir spillinguna hafi hrunið á það einungis við um hluta stéttarinnar, þar sem stór hluti stjórnmálamanna hefur farið í frakka og endurnýjað sig úr flokkum fyrsta lýðveldisins og yfir í annað lýðveldið (með litlum breytingum) í gegnum nýja flokka. Meira að segja sú endurnýjun sem þó varð í formi nýrra stjórnmálamanna hefur ekki leitt til breytinga á siðferðislegri hegðun. Þá hefur spennan aukist á milli dómsvaldsins og stjórnmálastéttarinnar sem lýsir sér einkum útávið í baráttunni milli dómsvaldsins og Berlusconi sem felst í baráttunni gegn sjálfstæði dómsstóla. Það komst í raun á einkennilegt samkomulagsatriði frá miðjum 10. áratugnum og fram á nýtt árþúsund að minnka áhersluna á pólitíska spillingu, einkum frá hægri bandalaginu en einnig hjá því vinstra – með yfirlýsingum um að slíkar rannsóknir dómsvaldsins væru átroðningur yfir á pólitíska sviðið.
Afleiðingarnar af því hversu illa til tókst við upprætinguna á árunum 1992-1994 hefur orðið til þess að ennþá er spilling víðtæk, það sanna emperískar rannsóknir. Þannig hefur spillingarmálum fjölgað og einnig þeim sem eru viðloðnir þau, hámarkið að sjálfsögðu á árunum 1992-1994 en hefur frá 1995-2003 mælst meira en tvöfalt og upp í fjórfalt fleiri en á árunum fyrir 1992. Árið 2003 sýndi könnun einnig að 75% svarenda trúðu því að til að ná samningum við hið opinbera þyrfti bjóðandinn að beita mútum en árið 1995 (skömmu eftir stóru rannsóknina) var hlutfallið 57%, aðrar spurningar leiddu það í ljós að almenningur taldi að ástandið ætti eftir að versna eða standa í stað. En líklega þurfa þeir sem fylgst hafa með ítölskum stjórnmálum síðastliðinn áratug eða tvo engar rannsóknir á því að þar hafi liðist ótrúleg spilling. Velti því nú hver hugsandi maður fyrir sér hvert framhaldið ætti að vera á Íslandi.
Tilvitnunin í upphafi þessa pistils eru orð höfð eftir Rino Formica eins af meðlimum hins spillta sósíalistaflokks og gætu þýðst sem: ,,munkarnir eru ríkir en klaustrið er fátækt” (sem var viðsnúningur frá því sem viðgekkst á miðöldum). Innra með mér leynist lítill samanburðarpúki sem segir að nú væri gott ef að einhver í ákveðnum flokki ,,gengi hreint til verks” og upplýsti almenning um spillingarmál flokksins frá A-Ö, niðurlagið gæti verið: ,,frjálshyggjuaparnir voru ríkir, en dýragarðurinn var fátækur”.
Ást og friður, ykkar Bjarni Þór.
PS. Ekki væri verra ef að ítalska mottóið ,,það er ekki hvað þú veist, heldur hvern þú þekkir” hyrfi úr íslensku atvinnulífi í leiðinni. Þá strax væri ögn lífvænlegra hérlendis fyrir menntað ungt fólk – það er í það minnsta hugmynd að siðferðilegri endurnýjun og einhverstaðar verður hún að hefjast... er ekki sagt að atvinnulífið sé alltaf fyrst á vettvang, ,,er ekki markaður fyrir þessu?”.
Heimildir
David Hine: ,,Political Corruption in Italy”. Í Walter Little & Eduardo Posada. Political Corruption in Europe and Latin America. MacMillan Press. London 1996.
Martin Bull: Italian Politics: Adjustment Under Duress. Polity press. Cambridge 2005
Donnatella Della Porta og Alberto Vannucci: ,,Corruption and anti-coroption: The Political defeat of ,,Clean Hands” in Italy”. Úr tímaritinu West European Politics Vol 30 no 3 (September 2007).
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=0&did=1416159241&SrchMode
=1&sid=1&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=
309&VName=PQD&TS=1239581791&clientId=58032
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=2&did=933453941&SrchMode=
1&sid=2&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=
PQD&TS=1239686703&clientId=58032
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=7&did=109632553&SrchMode=1&sid=
2&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=
309&VName=PQD&TS=1239686703&clientId=58032
http://is.wikipedia.org/wiki/Mani_pulite
http://en.wikipedia.org/wiki/Tangentopoli
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: bandarísk stjórnmál, Lífið
4 Ummæli:
flottur pistill bjarni. hver hefði trúað því að ísland myndi reynast vera eitt spilltasta land evrópu (ásamt Ítalíu) fyrir ári síðan.
ciao,
ívar
Takk. Ég vona að þegar málið hfeur verið krufið þá verði raunin ekki sú að við séum Ítalía Norðursins en eins að uppgjörið muni verða til þess að spilling minnki og eftirlit aukist.
Kveðja Bjarni Þór.
http://sammala.is/
ciao,
Ívar
Búinn að skrá mig :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim