Smávegis um umfjöllun Íslands í dag um mögulega aðild að ESB
Ísland í dag var með ágæta umfjöllun um mögulega Evrópusambandsaðild Íslands; það vakti hins vegar athygli mína að einungis var rætt við einn fræðimann innan Háskólasamfélagsins um Evrópumál en svo var leitað álits hjá helsta pólitíska andstæðingi aðildar (sem fór auðvitað með tóma steypu) og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og landbúnaði sem hafa beina hagsmuni af því að halda uppi einokun og að landsmenn fái bæði sem minnst val og borgi sem mest fyrir þá einokun. Hér er svo aftur stuttmynd Árna Snævarrs um Evrópusambandið.
Þá var rætt við aðalhagfræðing Seðlabankans sem sagði óbeint að til lengdar væri ekki hægt að halda floti á krónunni, ekki hægt að festa gengi hennar án hafta og ekki þýddi að taka upp aðra mynt en evru vegna utanríkisviðskipta Íslendinga (sem er að stærstum hluta við Evrópu) - þar er einhliða upptaka evru slæmur möguleiki að hans mati vegna þess að þá vantar ennþá bakhjarlinn sem Seðlabanki Evrópu er og stjórnvöld væru ekki bundin af því að þurfa að hegða sér skynsamlega heldur gætu haldið áfram að leika þann barbara sem kom landinu á þann stað sem það er í dag.
Varðandi vexti þá myndu þeir lækka til lengri tíma litið og sama má segja um verðbólgu - fyrir hinn almenna neytenda ætti þetta því ekki að vera nokkur spurning... miðað við skuldir heimilanna árið 2007 hefði vaxtabyrði fjögurra manna fjölskyldu minnkað á því ári um 1,7 milljón hefðu vextir verið þeir sömu og á evru svæðinu... í dag væri sú tala miklu mun hærri enda hafa vextir lækkað í Evrópu síðan þá en hækkað hérlendis... en auk þess segir mér eitthvað að skuldastaða heimilanna hafi ekki batnað síðan 2007.
Varðandi sjávarútvegsmál þá kom það skýrt fram hjá Eiríki Bergmann að hvorki hann né aðrir myndu samþykkja samning sem fæli í sér afsal af auðlindum landsins eins og andstæðingur ESB og hagsmunaaðilinn sögðu.
Þau rök sem þessir sömu menn notuðu um að við værum að gefa eftir forræðið á auðlindinni og að ekkert ríki hefði fengið varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambandins standast ekki rök þegar nánar er út í þau spurt og þegar fólki er ljóst hvað felst í sjávarútvegsstefnunni. Ísland er ólíkt öllum öðrum löndum innan ESB á þann hátt að lögsaga landsins og fiskistofnar skarast ekki á eins og hjá öðrum löndum.
Í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er ein meginreglan sú að gætt er að hlutfallslegum stöðugleika og þar er byggt á veiðireynslu (sem engin önnur þjóð hefur síðustu 30 árin í lögsögu Íslands). Önnur meginregla Evrópusambandsins er sú að aðildarríki ESB ráða sjálf yfir auðlindum sínum. Eignarréttarskipan á þeim er þeirra mál. Sbr. Olíu Breta, kolanámur Pólverja, skóglendi Finna o.s.frv.
Á þessum tveimur reglum myndi Ísland byggja það samningsmarkmið að sérlausn yrði sniðin að íslenskum sjávarútvegi (en öll lönd sem sótt hafa um aðild hafa fengið sérlausnir). Sú sérlausn myndi snúast um að íslenska lögsagan verði sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði á forræði Íslendinga eins og Eiríkur bendir á. Þetta er ekki beiðni um undanþágu frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni, heldur krafa sem á sér fordæmi. Hvort að slík sérlausn yrði samþykkt kæmi augljóslega ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum.
Annars er gaman að hlusta á froðuna sem fellur úr munnvikum aðal andstæðings ESB um að við munum meðal annars missa yfirráðin yfir því að semja við önnur lönd. Formlega er það rétt en lítum betur á þetta. Fyrst skal nefna að Ísland og í raun einstök fyrirtæki gætu ennþá samið við þriðju lönd eða aðila. Ef fyrirtækin semdu sjálf væri þeir samningar á þeirra ábyrgð. Ísland myndi hins vegar ennþá getað samið við þriðju lönd með þeim fyrirvara að þeir samningar samrýmdust reglum sambandsins og að formlega sæti framkvæmdarstjórn ESB við samningaborðið ásamt Íslendingum. Viðsemjendur okkar myndu því vinna í gegnum framkvæmdarstjórnina sama hvaðan frumkvæðið að samningnum kæmi en Ísland gæti tekið virkan þátt í ferlinu væri áhugi á slíku. Þá er það svo nú þegar að vegna EES samningsins getur Ísland ekki samið hvernig sem því hentar við þriðju ríki, vegna kröfunnar um einsleitni á EES svæðinu. Hitt atriðið þegar kemur að hagsmunum er svo mikið áhugaverðara, hvort heldur almenningur að sé líklegra til að ná góðum samningum litla Ísland eitt og sér eða Ísland ásamt stærstu viðskiptablokk heimsins?
Varðandi núverandi samninga Íslendinga myndu þeir falla inn í samstarfið við ESB en auk þess er ESB með mun fleiri samninga sem myndu nýtast Íslandi og er sambandið aðili að 11 svæðisbundnum samtökum um fiskveiðistjórnun (Ísland er aðili að fjórum).
Varðandi erlent eignarhald þá skýtur það skökku við að Íslendingar hafi fjárfest í fyrirtækjum í Evrópu en að Evrópubúar hafi ekki getað fjárfest í íslenskum sjávarútvegi. Hvernig ætlar annars sjávarútvegurinn sem skuldar 500 milljarða að fjármagna sig til framtíðar - með öllum þeim lánum sem þjóðinni býðst núna á sama tíma og við erum að afskrifa skuldir?
Varðandi það að gera út á Íslandsmið, svonefnt kvótahopp þá hafa aðrar þjóðir svosem Bretar komið í veg fyrir það og engin ástæða til að ætla að við gætum það ekki líka.
Þá að landbúnaði. Hagsmunir landsmanna vs hagsmunir bændaklíkunnar. Er einhver utan bændaklíkunnar sem er ósammála því að stokka þurfi upp í því kerfi? Eru einhverjar líkur á því að ríkið geti á næstu árum borið uppi tugmilljarða króna landbúnaðarstyrki? Ef íslenskar landbúnaðarvörur eru þær bestu í heiminum og ef íslenskir neytendur eru íhaldssamir er þá nokkur hætta sem stafar af inngöngu í ESB? Er ekki rétt að neytendur fái sjálfir að ráða því hvort að þeir borði rándýra hágæða osta frá Íslandi eða ódýra ,,ömurlega" osta frá Danmörku? Er einhver sem myndi mótmæla 10-25% lækkun á matarverði. Ég vill ekki banna nokkrum manni að borða íslenskt kjöt en ætlast um leið til þess að sá aðili leyfi mér að borða kjöt frá þeim Evrópulöndum sem mér sýnist á mun lægra verði.
Gaman að heyra formann Bændasamtakanna tala í hálfsannleik í viðtalinu um að verð til bænda í Finnlandi hafi lækkað um 45-50% því að til móts við þá var komið bæði fyrir inngöngu og einnig í formi byggðarstyrkja eftir inngöngu. Þannig hefur hlutur landbúnaðarins í þjóðarframleiðslunni verið um 4 prósent við inngönguna, en er 1,5 prósent í dag.
Að lokum var ótrúlega fyndið þegar andstæðingur ESB og hagsmunaaðilar voru beðnir um kosti ESB, allir voru þeir of þröngsýnir og þrjóskir til að sjá þá. Ragnar Arnalds sendi þó fimm punkta í tölvupósti lítum á þá:
1. Sameinuð Evrópa öflugri gegn öðrum heimsálfum EN völd smáríkja minnka.
2. Hlutdeild í valdaákvörðunum ESB EN valdaframsal á mörgum sviðum.
3. Bætum íslenska löggjöf á mörgum sviðum EN margar ESB reglur henta ekki.
4. Landbúnaðarvörur gætu lækkað í verði EN valda skaða í sveitum og bæjum.
5. Lægri vextir og minni gengissveifla með evru EN gengi evru hentar íslenskum hagsmunum afar illa.
Varðandi fyrsta atriðið þá sýna allar rannsóknir í smáríkjafræðum að hagsmunir og völd smáríkja aukast við inngöngu í ESB. Varðandi annað atriðið þá yrði valdaframsalið ekki meira en varð með EES samningnum og við myndum raunar vinna hlutdeild í ákvarðanatöku til baka þar. Í þriðja lagi hvaða reglur eru það sem henta ekki Íslandi? Í fjórða lagi, skaði í sveitum og bæjum gerist ekki sjálfkrafa og íslenskir bændur munu hvort sem er verða varir við tekjuskerðingu og verða að vera tilbúnir að nýta tækifærið við inngöngu - það er auk þess ekkert að því á þessum síðustu og verstu tímum að bændastéttin læri merkingu orðsins hagkvæmni, í því felst stærri býli á kostnað þeirrar rómantísku fjölskyldustefnu sem hér hefur verið rekin alltof lengi. Þá er bændum nú þegar að fækka.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einfalt. Förum í aðildarviðræður og sjáum hvað kemur út úr þeim. Þjóðin metur svo samninginn og samþykkir hann eður ei. Neitar því einhver sem ekki á einokunarhagsmuna að gæta?
Er lífið ekki dásamlegt?
Þá var rætt við aðalhagfræðing Seðlabankans sem sagði óbeint að til lengdar væri ekki hægt að halda floti á krónunni, ekki hægt að festa gengi hennar án hafta og ekki þýddi að taka upp aðra mynt en evru vegna utanríkisviðskipta Íslendinga (sem er að stærstum hluta við Evrópu) - þar er einhliða upptaka evru slæmur möguleiki að hans mati vegna þess að þá vantar ennþá bakhjarlinn sem Seðlabanki Evrópu er og stjórnvöld væru ekki bundin af því að þurfa að hegða sér skynsamlega heldur gætu haldið áfram að leika þann barbara sem kom landinu á þann stað sem það er í dag.
Varðandi vexti þá myndu þeir lækka til lengri tíma litið og sama má segja um verðbólgu - fyrir hinn almenna neytenda ætti þetta því ekki að vera nokkur spurning... miðað við skuldir heimilanna árið 2007 hefði vaxtabyrði fjögurra manna fjölskyldu minnkað á því ári um 1,7 milljón hefðu vextir verið þeir sömu og á evru svæðinu... í dag væri sú tala miklu mun hærri enda hafa vextir lækkað í Evrópu síðan þá en hækkað hérlendis... en auk þess segir mér eitthvað að skuldastaða heimilanna hafi ekki batnað síðan 2007.
Varðandi sjávarútvegsmál þá kom það skýrt fram hjá Eiríki Bergmann að hvorki hann né aðrir myndu samþykkja samning sem fæli í sér afsal af auðlindum landsins eins og andstæðingur ESB og hagsmunaaðilinn sögðu.
Þau rök sem þessir sömu menn notuðu um að við værum að gefa eftir forræðið á auðlindinni og að ekkert ríki hefði fengið varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambandins standast ekki rök þegar nánar er út í þau spurt og þegar fólki er ljóst hvað felst í sjávarútvegsstefnunni. Ísland er ólíkt öllum öðrum löndum innan ESB á þann hátt að lögsaga landsins og fiskistofnar skarast ekki á eins og hjá öðrum löndum.
Í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er ein meginreglan sú að gætt er að hlutfallslegum stöðugleika og þar er byggt á veiðireynslu (sem engin önnur þjóð hefur síðustu 30 árin í lögsögu Íslands). Önnur meginregla Evrópusambandsins er sú að aðildarríki ESB ráða sjálf yfir auðlindum sínum. Eignarréttarskipan á þeim er þeirra mál. Sbr. Olíu Breta, kolanámur Pólverja, skóglendi Finna o.s.frv.
Á þessum tveimur reglum myndi Ísland byggja það samningsmarkmið að sérlausn yrði sniðin að íslenskum sjávarútvegi (en öll lönd sem sótt hafa um aðild hafa fengið sérlausnir). Sú sérlausn myndi snúast um að íslenska lögsagan verði sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði á forræði Íslendinga eins og Eiríkur bendir á. Þetta er ekki beiðni um undanþágu frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni, heldur krafa sem á sér fordæmi. Hvort að slík sérlausn yrði samþykkt kæmi augljóslega ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum.
Annars er gaman að hlusta á froðuna sem fellur úr munnvikum aðal andstæðings ESB um að við munum meðal annars missa yfirráðin yfir því að semja við önnur lönd. Formlega er það rétt en lítum betur á þetta. Fyrst skal nefna að Ísland og í raun einstök fyrirtæki gætu ennþá samið við þriðju lönd eða aðila. Ef fyrirtækin semdu sjálf væri þeir samningar á þeirra ábyrgð. Ísland myndi hins vegar ennþá getað samið við þriðju lönd með þeim fyrirvara að þeir samningar samrýmdust reglum sambandsins og að formlega sæti framkvæmdarstjórn ESB við samningaborðið ásamt Íslendingum. Viðsemjendur okkar myndu því vinna í gegnum framkvæmdarstjórnina sama hvaðan frumkvæðið að samningnum kæmi en Ísland gæti tekið virkan þátt í ferlinu væri áhugi á slíku. Þá er það svo nú þegar að vegna EES samningsins getur Ísland ekki samið hvernig sem því hentar við þriðju ríki, vegna kröfunnar um einsleitni á EES svæðinu. Hitt atriðið þegar kemur að hagsmunum er svo mikið áhugaverðara, hvort heldur almenningur að sé líklegra til að ná góðum samningum litla Ísland eitt og sér eða Ísland ásamt stærstu viðskiptablokk heimsins?
Varðandi núverandi samninga Íslendinga myndu þeir falla inn í samstarfið við ESB en auk þess er ESB með mun fleiri samninga sem myndu nýtast Íslandi og er sambandið aðili að 11 svæðisbundnum samtökum um fiskveiðistjórnun (Ísland er aðili að fjórum).
Varðandi erlent eignarhald þá skýtur það skökku við að Íslendingar hafi fjárfest í fyrirtækjum í Evrópu en að Evrópubúar hafi ekki getað fjárfest í íslenskum sjávarútvegi. Hvernig ætlar annars sjávarútvegurinn sem skuldar 500 milljarða að fjármagna sig til framtíðar - með öllum þeim lánum sem þjóðinni býðst núna á sama tíma og við erum að afskrifa skuldir?
Varðandi það að gera út á Íslandsmið, svonefnt kvótahopp þá hafa aðrar þjóðir svosem Bretar komið í veg fyrir það og engin ástæða til að ætla að við gætum það ekki líka.
Þá að landbúnaði. Hagsmunir landsmanna vs hagsmunir bændaklíkunnar. Er einhver utan bændaklíkunnar sem er ósammála því að stokka þurfi upp í því kerfi? Eru einhverjar líkur á því að ríkið geti á næstu árum borið uppi tugmilljarða króna landbúnaðarstyrki? Ef íslenskar landbúnaðarvörur eru þær bestu í heiminum og ef íslenskir neytendur eru íhaldssamir er þá nokkur hætta sem stafar af inngöngu í ESB? Er ekki rétt að neytendur fái sjálfir að ráða því hvort að þeir borði rándýra hágæða osta frá Íslandi eða ódýra ,,ömurlega" osta frá Danmörku? Er einhver sem myndi mótmæla 10-25% lækkun á matarverði. Ég vill ekki banna nokkrum manni að borða íslenskt kjöt en ætlast um leið til þess að sá aðili leyfi mér að borða kjöt frá þeim Evrópulöndum sem mér sýnist á mun lægra verði.
Gaman að heyra formann Bændasamtakanna tala í hálfsannleik í viðtalinu um að verð til bænda í Finnlandi hafi lækkað um 45-50% því að til móts við þá var komið bæði fyrir inngöngu og einnig í formi byggðarstyrkja eftir inngöngu. Þannig hefur hlutur landbúnaðarins í þjóðarframleiðslunni verið um 4 prósent við inngönguna, en er 1,5 prósent í dag.
Að lokum var ótrúlega fyndið þegar andstæðingur ESB og hagsmunaaðilar voru beðnir um kosti ESB, allir voru þeir of þröngsýnir og þrjóskir til að sjá þá. Ragnar Arnalds sendi þó fimm punkta í tölvupósti lítum á þá:
1. Sameinuð Evrópa öflugri gegn öðrum heimsálfum EN völd smáríkja minnka.
2. Hlutdeild í valdaákvörðunum ESB EN valdaframsal á mörgum sviðum.
3. Bætum íslenska löggjöf á mörgum sviðum EN margar ESB reglur henta ekki.
4. Landbúnaðarvörur gætu lækkað í verði EN valda skaða í sveitum og bæjum.
5. Lægri vextir og minni gengissveifla með evru EN gengi evru hentar íslenskum hagsmunum afar illa.
Varðandi fyrsta atriðið þá sýna allar rannsóknir í smáríkjafræðum að hagsmunir og völd smáríkja aukast við inngöngu í ESB. Varðandi annað atriðið þá yrði valdaframsalið ekki meira en varð með EES samningnum og við myndum raunar vinna hlutdeild í ákvarðanatöku til baka þar. Í þriðja lagi hvaða reglur eru það sem henta ekki Íslandi? Í fjórða lagi, skaði í sveitum og bæjum gerist ekki sjálfkrafa og íslenskir bændur munu hvort sem er verða varir við tekjuskerðingu og verða að vera tilbúnir að nýta tækifærið við inngöngu - það er auk þess ekkert að því á þessum síðustu og verstu tímum að bændastéttin læri merkingu orðsins hagkvæmni, í því felst stærri býli á kostnað þeirrar rómantísku fjölskyldustefnu sem hér hefur verið rekin alltof lengi. Þá er bændum nú þegar að fækka.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einfalt. Förum í aðildarviðræður og sjáum hvað kemur út úr þeim. Þjóðin metur svo samninginn og samþykkir hann eður ei. Neitar því einhver sem ekki á einokunarhagsmuna að gæta?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: ESB
2 Ummæli:
ég hef á tilfinningunni að ESB málið snúist fyrst og fremst um það sem er gott fyrir þegna landsins vs. það sem er gott fyrir LÍÚ og bændaklíkuna.
Eða hagur fólksins í landinu vs. hagsmunur þröngs hagsmunahóps.
ciao,
Ívar
Í meginuatriðum já.
Raunar væri hægt að segja hagsmunir almennings og meginþorra allrar atvinnustarfsemi á Íslandi vs sjávarútvegur og bændur.
Ég efa það stórlega að nokkur önnur þjóð í sömu sporum og við væri jafn treg og að þar væri nánast eingöngu einn flokkur sem vildi aðild.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim