þriðjudagur, apríl 14, 2009

Þvílíkur knattspyrnuleikur

Það er ekki oft sem maður fær að hrósa Chelsea og Liverpool en leikurinn áðan hafði nánast allt sem góður knattspyrnuleikur á að hafa: Mörk, spennu, dramtík, vafaatriði, vítaspyrnu og ekki vítaspyrnu, sveiflur fram og aftur og fleiri mörk - flott mörk, kjánamörk, mörk eftir aukaspyrnur og fínt spil. Hvet alla til að horfa á leikinn.

Er lífið ekki dásamlegt?

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já frábær leikur ég er ekkert smá stoltur af mínum mönnum þvílíkur kraftur og þor í þeim og það án fyrirliðans. Annars voru chelsea líka góðir og það er von um svona leiki sem lætur mann horfa á fótbolta
kv bf

14 apríl, 2009 21:15  
Anonymous Ólafur Moggaáróðursmaskína sagði...

Frábær leikur hjá Tjelsí og Liverpool en KR-Grindavík í gær var þó meiri skemmtun. Því miður þá þurfti annað liðið að tapa þar.

14 apríl, 2009 23:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BF: Það að Liverpool hafi skorað fjögur mörk á útivelli gegn Chelsea án Gerrards og með andlega fjarverandi Torres er ótrúlegt afrek. En þetta var magnað og Liverpool aðdáendur geta vel verið stoltir af sínu liði.

Óli: Já, ég ætlaði einmitt að setja inn færslu um þetta úrslitaeinvígi sem var svakalegt. Náði því miður ekki oddaleiknum en sá þrjá af hinum fjórum og þetta voru þvílík gæði. Grindavík hefði sennilega unnið alla sigurvegara undanfarinna ára.

15 apríl, 2009 07:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Liverpool stoltid er obeygjanlegt. Fengu 7 mork a sig i thessum tveimur leikjum og topudu med samtals tveimur morkum gegn Chelsea sem er ju sterkir (en voru heilt yfir slakir i gaer). EG SKIL THETTA EKKI. Er buinn ad lesa haug af einhverju kvaki um hvad Liverpool eru miklar hetjur, ekki eitt ord um Chelsea, sem unnu vidureignina. Thessi leikur var tho frabaer skemmtun sem er allt sem skiptir mali.

KD.

15 apríl, 2009 18:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er auðvitað hægt að sjá báðar hliðar á þessu. Fyrir mér snýr þetta aðallega að því að miðlungslið (án Gerrards og andlega fjarverandi Torres) stóð sig frábærlega gegn heimsklassaliði Chelsea (sem saknaði reyndar líka síns fyrirliða, Bosingwa og Joe Cole) og með lykilpósta að stíga upp úr meiðslum (Essien, Carvalho og Drogba).

Hin hliðin er auðvitað sú sem þú bendir á, að Liverpool menn eru stoltir af því að hafa gert eitt jaftntefli í tveggja leikja einvígi og eru heppnir að hafa ekki verið flengdir stærra í fyrri leiknum auk þess sem nánast allt gekk upp hjá þeim sókarnlega í seinni leiknum (skoruðu úr fáránlegri aukaspyrnu sem átti auk þess aldrei að vera aukaspyrna og fengu soft víti en ekki sambærilegt á sig).

Annars er þetta algjör bull tölfræði úr leiknum. 13 skot samtals á markið og átta mörk - það er steypa.

16 apríl, 2009 02:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim