Samningur 1
Ég veit að lesendur þessarar síðu eru miklir heiðursmenn/konur og því er ég viljugur til að gera samninga við þá, sá fyrsti hljóðar svo:
1. Fyrir hverja 20 einstaklinga sem eru óákveðnir eða myndu ekki kjósa Samfylkinguna en myndu gera það fyrir mig persónulega (í þessum einu kosningum), er ég tilbúinn til að ganga að baki öllu því sem ég stend fyrir trúarlega og skrá mig í þjóðkirkjuna og vera þar í eitt ár.
... svo miklu máli skiptir það fyrir mig og þjóðina að eftir þessar kosningar verði sótt um aðild að ESB.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Er ESB ekki dásamlegt?
1. Fyrir hverja 20 einstaklinga sem eru óákveðnir eða myndu ekki kjósa Samfylkinguna en myndu gera það fyrir mig persónulega (í þessum einu kosningum), er ég tilbúinn til að ganga að baki öllu því sem ég stend fyrir trúarlega og skrá mig í þjóðkirkjuna og vera þar í eitt ár.
... svo miklu máli skiptir það fyrir mig og þjóðina að eftir þessar kosningar verði sótt um aðild að ESB.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Er ESB ekki dásamlegt?
16 Ummæli:
Bjarni....hvað með hittinginn kl 16 á morgun í Skólabrú?
Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga....þetta hljómar mjög vel.
Tryggvi H
Já þetta hljómar mjög vel en því miður er ég á næturvaktatörn og fer beint af næturvakt á fund fram að hádegi á morgunn og á svo að mæta aftur á næturvakt klukkan 20 -þannig að það útilokar mig frá þátttöku.
Kveðja Bjarni Þór.
ha ha ha.
þú ert að biðla til mín, meðal annarra.
ég skal hugsa málið ef þú finnur 19 örugga. en ég gæti samt verið free rider, því ég vil helst ekki sjá þig í þjóðkirkjunni.
Ég veit, þið eruð nokkrir/ur sem viljið ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn en veigrið ykkur einnig við að kjósa Samfylkinguna eins og aðra flokka skiljanlega.
Ég er þó ekki að biðja ykkur um að ganga í flokkinn eða tattoovera logo flokksins á ykkur - bara að kjósa í þetta hann í þetta eina skipti til að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum og svo segið þið já eða nei þegar það er ljóst og getið aftur snúið ykkur til Sjálfstæðisflokksins eða að skila auðu.
Ég næ ykkur á endanum :)
Kveðja Bjarni Þór.
Ég skal gera það ef þú ferð með faðir vorið á hverju kvöldi til dauðadags.
:)
Ég er ekki vissum að ég gæti lofað þér að drekka kókglas á hverju kvöldi til dauðadags, hvað þá að pína mig andlega :)
Bjarni minn að kjósa samfylkinguna er eins og að selja sál sína til djöfulsins já DJÖFULSINS segi ég DJÖFULSINS :). Ég kýs borgarahreyfinguna og þeir vilja fara í aðildaviðræður þannig að það hlýtur að duga
kv bf
http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html
þetta er sniðugt próf samkvæmt þessu þá er ég með 84% samsvörun með xO (fritz ætti að vera ánægður með það) og 78% með Samfylkingunni og eitthvað álíka með Lýðræðishreyfingunni.
Það sem stingur í stúfa er að lang minnsta samsvörunin er með xD eða 51%. Enda hafa þjóðernissinnaðir einangrunarsinnar aldei höfðað mikið til mín.
En núna eru kosningarnar allveg að detta inn og VG neita að segja hvað þeir meina með þessu ESB máli. Geta þessir aumingjar ekki bara sagt hvort þeir vilji fara í viðræður og láta þjóðina svo skera úr eða ekki! Þessi flokkur er skelfilegur.
Með Samfó í ríkisstjórn myndi ég heldur vilja sjá xO og framsókn (með sitt endurnýjaða umboð) en VG, sem er eins og xD nema á móti einstaklingsfrelsinu.
Af hverju er ekki búinn að setja meiri krafa á flokkinn... HVAÐ ÆTLA ÞEIR AÐ GERA????? treysti þessum flokki alls ekki.
ciao,
Ívar
Já, þetta próf, ég tók það.
Ástþór skoraði hæst hjá mér, svo Borgarahreyfingin, því næst íhaldið.
VG voru neðstir.
Ég er að hallast að því að kjósa Þráin Bertels og félaga, for the hell of it.
Ég hef ekkert á móti Borgarahreyfingunni en mér finnst það ansi vafasamt að ætla að fara að treysta á að sá flokkur vilji fara í aðildarviðræður þegar ekki er minnst á ESB í stefnuskrá flokksins og flokksmenn hafa sjálfir sagt að þetta sé flokkur ólíkra einstaklinga sem nái saman um að vera á móti fjórflokknum.
Og hvað, svo komast kannski 1-2 menn á þing sem kannski ekki einu sinni vilja aðildarviðræður!!!
Ekki koma þá grátandi til mín þegar VG verður orðinn stærsti flokkur landsins, leiðir ríkisstjórnina og ESB viðræður settar á bið... þá þýðir ekki að segja, en já við komum Þránni Bertelssyni á þing!
Það mun þá áfram kosta hverja fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali milljón í auka vaxtagreiðslur á ári á meðan að við höldum uppi krónunni og það er ljóst að ef að Ísland sækir ekki um aðild í sumar eða haust þá mun það ekki gerast næstu 5-6 árin... það eru töluverðar vaxtagreiðslur (og þá er ekki tekið tillit til þess að krónan mun væntanlega krassa aftur að öllu óbreyttu).
En kjósum samt Borgarahreyfinguna af því að okkur er illa við einstaka persónur í Samfylkingunni. Trúir því einhver að Borgarahreyfingin muni a) ná yfir 15% fylgi og b) verða leiðandi í aðildarviðræðum við ESB?
Ég er mikill talsmaður prinsipp sjónarmiða í kosningum en staðan í dag bíður ekki uppá annað en við kjósum út frá því hvar hagsmunum Íslands er best borgið. Ég held að það sé ekki einn maður á Íslandi sem trúi því í hjarta sínu að Ísland verði betur statt utan ESB næstu sex árin með ónýtan gjaldmiðil, viðskiptahöft verðbólgu og atvinnuleysi en innan sambandins - það má vera mönnum fullljóst núna að engin annar flokkur mun standa fremstur í því að draga áfram Evrópuvagninn en Samfylkingin.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
PS. Ef að Borgarahreyfingin nær 1-2 mönnum og sérstaklega ef hún nær engum manni inn, þá er ég alveg vissum að hún mun ganga inn í Samfylkinguna fyrir næstu kosningar. Hvað segja þeir sem studdu Íslandshreyfinguna í síðustu kosningum? Hvar er sá flokkur?
NB! Þeir sem einhverja hluta vegna geta ekki kosið Samfylkinguna (vegna fyrrverandi maka sem eru í framboði eða vegna þess að þeir trúa að flokkurinn hafi staðið á bakvið helför gyðinga) ættu mun frekar að kjósa Borgarahreyfinguna en að skila auðu.
Kveðja Bjarni Þór.
Ég er þeirrar trúar að VG komi ekki til með að setja sig upp á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða amk ekki upp á mót því að kosið verði um slíkar viðræður. Ég er líka nokkuð sannfærður um það að meirihluti íslensku þjóðarinnar komi ekki til með að samþykkja aðild þrátt fyrir ábyrgðarlausan áróður Evrópusinna.
Það sem ég óttast mest er það að innan tveggja ára verði Samspillingin komin í stjórnarsamstarf með SjálfstæðisFLokk og/eða Framsókn.
Bjarni þór afstaða borgarahreyfingarinnar er skýr í tengslum við esb vilja fara í aðildaviðræður og svo kosningar bara til að fá það á hreint. Hættu svo þessum hræðsluáróðri gegn hreyfingunni með því að vara við að vinstri grænir gætu orðið stærri en samfylkingin og þá verði ekkert esb. þessir tveir flokkar hafa ákveðið að starfa saman og samfylkingin mun ekki fara frá ESB til að komast í völd. Eða hvað munu þau gera hvað sem er til að vera í ríkisstjórn mér sýnist þú hræddur um það enda eðlilegt þar sem þessum flokki er ekki treystandi.
kv bf
Pjotr: Eina ábyrgðarleysið felst í því að styðja flokk sem hefur enga peningastefnu og veit ekki hvernig á að takast á við það vandamál sem uppi er. Trúir því einhver að VG geti bætt 150 milljarða fjárlagahalla með skattahækkunum og niðurskurði plús það að krónan mun endanlega krassa og við munum ekki getað haldið uppi viðskiptum við önnur lönd og getum ekki lækkað vexti. Trúir þessu einhver?
Með ESB aðildarumsókn myndu vextir strax lækka, ennþá fremur þegar við erum komin inn og í ERM II ferlið með Seðlabanks Evrópu sem bakhjarl og mest þegar við höfum tekið upp evru í gegnum Maastricht skilmálann. Benedikt Jóhannesson tryggingarstærðfræðingur hefur sagt að ráð megi gera fyrir 3% vaxtalækkun, sem þýðir 45 milljarðar sem ekki fara í vaxtagreiðslur af þeim ca. 1500 milljörðum sem ríkið skuldar.
Trúir því einhver að VG geti skorið svo mikið niður af velferðarkerfinu eða hækkað skatta um svo mið - hefur einhver áhuga á því?
BF: Hvar stendur það í stefnuskránni? Hver af þessum ósamstæða hópi hefur þá skoðun og er líklegt að sá maður komist á þing?
Ég hræðist það ekki að Samfylkingin muni svíkja ESB aðild ef flokkurinn verður sá stærsti í landinu. Þá er hann í fyrsta lagi í samningsstöðu til að leiða ríkisstjórn, hér eru uppi aðrar aðstæður en fyrir tveimur árum og kjósendur flokksins munu ekki leyfa honum að komast undan þessu atriði í stjórn - ég mun persónulega fara í ,,heilagt stríð" gegn flokknum ef hann sem stærsti flokkur landsins bakkar með þetta atriði eftir kosningar.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
NB! 3% vaxtalækkunin kemur strax við inngöngu og ERM II ferlið. Vextir lækka svo frekar eftir því sem Maastricht skilyrðin eru uppfyllt.
Þetta er rétt hjá þér þau hafa breytt stefnu skránni aðeins tekið út ákvæðið um að fara í aðildaviðræður og sett í staðinn að það verði þjóðaratkvæðisgreiðsla um öll stór mál. Ég var ekki búinn að kíkja nýlega á þetta og verð nú að viðurkenna að ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af þessum baksnúningi. Kannski er þessi ópólitíksi flokkur að verða pólitískur. Það eru vonbrigði
kv bf
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim