laugardagur, apríl 04, 2009

Trúfrelsi í nánd?

Það hefur eflaust farið framhjá mörgum (enda margt annað í deiglunni) að á nýafstöðnum Landsfundum voru ansi margar ályktanir samþykktar varðandi trúmál sem myndu í venjulegu árferði kallast stórtíðindi. Í fyrsta lagi komust allir stóru flokkarnir að því varðandi hjónabönd samkynhneigðra að sameina eigi hjónabandslöggjöfina í ein lög.
Samfylkingin ályktaði einnig að ,,Að flokkurinn skuli taka til við að endurskoða hjónabandslögin varðandi eðli þess sem borgaraleg stofnun þannig að hugsanlega eigi lagalegi hluti þess að vera alfarið í höndum sýslumanna."

Vinstri Grænir fá stóran plús en þeir gengu lengst í átt til þess að koma á raunverulegu trúfrelsi er þeir ályktuðu: ,,Stefna skuli að aðskilnaði þjóðkirkju og ríkisvalds. Mikilvægt er að stuðla að víðtækri sátt í þjóðfélaginu um samstarf ríkis og trúfélaga. "
Samfylkingin lagði fram álíka tillögu um að leggja niður 62. grein stjórnarskrárinnar um að hin evangelísk-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja, en henni var vísað til framkvæmdarstjórnar, enda þótti hún hafa fengið of litla umfjöllun. Það verður því ekki betur séð en að bátnum hafi verið ruggað og ómögulegt að segja hvað getur gerst á næsta kjörtímabili ef að þessir flokkar mynda stjórn.

En vinstri flokkarnir voru ekki hættir í ályktunum sínum og ályktuðu báðir að
a) Hætta skal sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður
b) Veraldleg lífsskoðunarfélög öðlist sömu lagaleg réttindi og þau trúarlegu. Þetta mun þýða að Siðmennt fái skráningu sem lífsskoðunarfélag og fái að njóta sóknargjaldakerfis ríkisins. (Sem er reyndar skref í ranga átt þegar allt er skoðað)
c) Virða beri réttindi foreldra til þess að ráða trúaruppeldi barna sinna. Trúboð eða trúarlega starfsemi eigi því ekki að leyfa í leik- eða grunnskólum.

Hver veit kannski getum við farið að kalla okkur siðmenntað þjóðfélag strax á næsta kjörtímabili?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hei ætlarðu að koma í skíðaferðalagið upp á snæfelljökul.
p.s. liv eru efstir í deildinni og samfylkingin sucks
kv bf

04 apríl, 2009 18:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
1. Ég hef aldrei farið á skíði né snjóbretti og sé ekki ástæðu til að byrja á því, frekar en ég myndi byrja að reykja núna. Fer annars í það núna að senda þér mail.

2. Liverpool með meistarasigur í dag og á toppnum. Gæti alveg séð þá hafa United af miðað við ruglið sem er í gangi þar og hvernig momentið liggur núna.

3. Það er hárrétt að Samfylkingin er ekki hinn fullkomni flokkur ef að það er það sem þú meinar - en það má segja um flokkinn eins og lýðræðið að hann sé það versta sem við höfum reynt fyrir utan allt annað. Hann verður í það minnsta ekki vændur um stefnuleysi lengur (miðað við aðra flokka).

Ástarkveðja Bjarni Þór.

04 apríl, 2009 22:42  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim