Um knattspyrnulegar staðreyndir
Það eru vissulega undantekningar en almennt gildir það lögmál í knattspyrnu að maður kemst ekki nema ákveðið langt þegar innanborðs eru ofmargir farþegar. Lýst er eftir Wes Brown, Rafael og Ferdinand til að loka gjánni sem myndast ítrekað í vörn United, jafnframt er lýst eftir Evra sem hefur verið andlega fjarverandi í lengri tíma. Á miðjunni á það sama við, lýst er eftir andlega fjarverandi Carrick, þeim Scholes sem kann að senda sendingar en ljóst er að Fletcher er afar takmarkaður. Á köntunum er lýst eftir ferskum fótum, Park og Ronaldo eru orkulausir og frammi er lýst eftir mönnum til að standa inni í teig en ekki úti á kanti eða í hægri bakverði þegar sótt er. Djöfull þarf þetta lið alltaf að gera allt erfitt og mögulega er þetta skref United ofviða. Með þessu áframhaldi springa þessar þrjár keppnir allar í andlitið á þeim.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
2 Ummæli:
Þetta mun koma til með að vera ströggl fyrir þína menn næstu vikurnar, það verður eitthvað undan að láta?
Enn einar frábæru meiðslafréttirnar. Johnny Evans meiddur og verður frá í viku og Rio væntanlega áfram meiddur, sem þýðir G. Neville í miðverði og O´Shea í bakverði eða öfugt - eins gott að skora mörg mörk gegn Sunderland. Veit ekki hvort er verra Neville vs Cisse í hraða eða Neville vs Jones í skallaeinvígi... liðið sem setti Evrópumet í að halda hreinu í einhverja 14 leiki er núna búið að fá á sig 10 mörk í síðustu fjórum leikjum. Þetta gæti endað helvíti illa.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim