Stjórnmál, stjórnmál, stjórnmál...
Eins leiðinleg og stjórnmál geta verið þá geta þau einnig verið skemmtileg. Þessi helgi átti væntanlega að vera helgin sem Bjarni Ben og Dagur B. stigu að alvöru fram á sjónarsviðið sá fyrrnefndi sem nýr formaður Sjálfstæðisflokksins og sá síðarnefndi sem nýr varaformaður (sem hann er orðinn) - hvort tveggja mun rætast en kastljósið hefur beinst að öðrum.
Já tveir reyndir pólitíkusar stálu senunni þessa helgina (þó hún sé ekki liðin) en með ólíkum hætti þó. Jóhanna Sigurðardóttir vinsælasti stjórnmálamaður landsins flutti einhverja flottustu ræðu sem menn hafa heyrt á meðan óvinsælasti Seðlabankastjóri í sögu mannkynsins Davíð Oddsson flutti einhverja þá hlægilegustu skítkastsræðu sem kastað hefur verið.
Jóhanna lýsti því yfir að hún yrði ekki formaður upp á punt og minnti menn á að fyrirmynd hennar og amma hefði ekki hætt í stjórnmálum fyrr en hún lést þá rúmlega 100 ára gömul, salurinn hló og klappaði næstum sundur eitt stykki hús.
Á öðrum stað stóð fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi hans við örlítið dræmari undirtektir og hraunaði yfir allt og alla. Að hans mati er Jóhanna Sigurðardóttir vinsælasti stjórnmálamaður landsins (oft með yfir 60% fylgi) eins og álfur út úr hól en á sama tíma lýsti hann brotthvarfi sínu úr Seðlabankanum við krossfestingu Jesú... ekki var hann hættur því einnig sagði hann að skýrsla Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem 80 manns tóku þátt í að gera á nokkrum mánuðum (og byggði að einhverju leyti á fundarhöldum og skýrslum Evrópunefndar) væri ekki pappírsins virði og skildi ekki hvernig mönnum hefði dottið það í hug að skipa formann hópsins fyrrverandi talsmann Jóns Ásgeirs og co.... við þetta gengu nokkrir úr salnum en að endingu hylltu allir þennan mann, ÉG ENDURTEK!!! þeir hylltu þennan mann sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu, þann mann sem olli Sjálfstæðisflokknum mestu vandræðum í kreppunni með því að sitja sem fastast í stóli Seðlabankastjóra og plammera á flokkinn og eftir þessa ræðu sem ætla mætti að hefði verið samin af virkilega andlega veikum manni. Ég spyr: Hvað hefði Davíð Oddsson þurft að segja til þess að vera ekki hylltur? og Hver hleypti honum í púltið?
En það verður ekki af Davíð tekið að hann skemmtir mönnum, kjósendur allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins hafa væntanlega tárast úr hlátri það átti í það minnsta um við mig og annan góðan jafnaðarmann.
Er lífið ekki dásamlegt?
Já tveir reyndir pólitíkusar stálu senunni þessa helgina (þó hún sé ekki liðin) en með ólíkum hætti þó. Jóhanna Sigurðardóttir vinsælasti stjórnmálamaður landsins flutti einhverja flottustu ræðu sem menn hafa heyrt á meðan óvinsælasti Seðlabankastjóri í sögu mannkynsins Davíð Oddsson flutti einhverja þá hlægilegustu skítkastsræðu sem kastað hefur verið.
Jóhanna lýsti því yfir að hún yrði ekki formaður upp á punt og minnti menn á að fyrirmynd hennar og amma hefði ekki hætt í stjórnmálum fyrr en hún lést þá rúmlega 100 ára gömul, salurinn hló og klappaði næstum sundur eitt stykki hús.
Á öðrum stað stóð fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi hans við örlítið dræmari undirtektir og hraunaði yfir allt og alla. Að hans mati er Jóhanna Sigurðardóttir vinsælasti stjórnmálamaður landsins (oft með yfir 60% fylgi) eins og álfur út úr hól en á sama tíma lýsti hann brotthvarfi sínu úr Seðlabankanum við krossfestingu Jesú... ekki var hann hættur því einnig sagði hann að skýrsla Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem 80 manns tóku þátt í að gera á nokkrum mánuðum (og byggði að einhverju leyti á fundarhöldum og skýrslum Evrópunefndar) væri ekki pappírsins virði og skildi ekki hvernig mönnum hefði dottið það í hug að skipa formann hópsins fyrrverandi talsmann Jóns Ásgeirs og co.... við þetta gengu nokkrir úr salnum en að endingu hylltu allir þennan mann, ÉG ENDURTEK!!! þeir hylltu þennan mann sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu, þann mann sem olli Sjálfstæðisflokknum mestu vandræðum í kreppunni með því að sitja sem fastast í stóli Seðlabankastjóra og plammera á flokkinn og eftir þessa ræðu sem ætla mætti að hefði verið samin af virkilega andlega veikum manni. Ég spyr: Hvað hefði Davíð Oddsson þurft að segja til þess að vera ekki hylltur? og Hver hleypti honum í púltið?
En það verður ekki af Davíð tekið að hann skemmtir mönnum, kjósendur allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins hafa væntanlega tárast úr hlátri það átti í það minnsta um við mig og annan góðan jafnaðarmann.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál.
2 Ummæli:
þú ert svo fyndinn ótrúlegt hvað þessi skrif þín á síðunni minna mikið á hraunið þitt yfir liv og upphylling man u. En þar sem það er ekki viðeigandi núna vegna skitu man u þá hefur þú breytt um aðalleikara en umfjöllunin er sú sama. kv bf
:)
Hvaða, hvaða?
Ég sé hreinlega ekki hvað var rangt í þessu máli mínu.
1. Flestir héldu að Dagur B. og Bjarni Ben myndu eiga sviðsljósið en það var tekið af þeim.
2. Það gerðu tveir reyndir stjórnmálamenn með ólíkum hætti.
3. Ræða Jóhönnu var ótrúlega flott.
4. Ræða Davíðs var fyndin en einkum fyrir það hversu skítkastið var hallærislegt eins og þau atriði sem ég nefndi sanna (og þau voru miklu fleiri ef þú hlustar á ræðuna).
Ég held að ég hafi hvergi séð umfjöllun um það á netinu að ræða Jóhönnu hafi verið nokkuð annað en góð.
Þeim sem fannst ræða Davíðs ekki fyndin fannst hún þá flestum sorgleg en allra harðasta kjarna Sjálfstæðismanna fannst hún auðvitað frábær, en heyra mátti á Sjálfstæðismanni einum sem vinnur hjá Rúv að þessi ræða væri hneyksli - en hey kannski er hann Samfylkingarmaður í dulargervi sem vinnur hjá baugsmiðli í dulargervi. Sá kjarni 80 Sjálfstæðismanna sem unnu fyrir endurreisnarnefndina hafa væntanlega ekki heldur haft gaman af enda Davíð búinn að leggja þvílíkt tromp í hendur andstæðinganna fyrir kosningabaráttuna. Hversu oft eigum við ekki eftir að heyra að Davíð hafi fengið dynjandi lófaklapp fyrir að gefa skít í málefnavinnu flokksins sem hann mun væntanlega leggja fyrir kosningar eða er trúverðugra að Sjálfstæðisflokkurinn rumpi af nýrri áætlun á mánuði sem tók þá sex mánuði að koma saman og það með nýrri stefnu - sé það ekki gerast. Mér hefur þótt vænt um Sjálfstæðisflokkinn, kosið hann tvisvar og að alla jöfnu teldi ég hann besta samstarfsflokkinn fyrir Samfylkinguna þegar hann er frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju en ekki þegar a) hann breytist í últra þjóðrembuflokk sem setur fram fáránlegar tillögur um ESB (sem hann NB er á móti) og b) á meðan menn hylla það gengdarlausa skítkast sem Davíð dreifði um allt en aðallega á sjálfan sig.
Kveðja Bjarni Þór
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim