mánudagur, mars 30, 2009

Skjótt skipast veður...

Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum í miðju ,,góðærinu" þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að sveiflast í átt að miðju og verða frjálslyndari eftir valdatíma Davíðs, fremur jákvæður í garð ESB en taldi óþarfi að sækja um að svo stöddu og Steingrímur J. var einangraður í þjóðrembu á vinstri vængnum í vonlausri stjórnarandstöðu að tveimur árum síðar eftir þjóðargjaldþrot yrði Sjálfstæðisflokkurinn einangraður þjóðrembuflokkur og að Steingrímur J. myndi opna á þann möguleika að ganga með Samfylkingunni inn í ESB. Og ef svo verður, hvaða sögulegu staðreyndir ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vísa til í framtíðinni a) þjóðargjaldþrots eða b) þeirrar vestrænu samvinnu sem felst í tilgangslítilli aðild að NATO?
EF (stórt EF) vinstri flokkarnir ná saman meirihluta og EF (annað stórt EF) þeir koma Íslandi inn í ESB þá gæti falist í því grundvallarbreyting í íslenskum stjórnmálum.
Að lokum, Bjarni Ben gefur Repúblikönunum í Sjálfstæðisflokknum merki um að hann sé í þeirra liði.

















I´m not a crook!












Er lífið ásættanlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni Ben.. gæti allveg eins verið í framboði fyrir L-listann. Þeir fara allvega ekki í felur með hvað þeir standa fyrir. Fullveldissinnar sem vilja ekki gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta mikilvæga mál. L-listinn er allvega ekkert að þykjast.

kv,
Ívar

31 mars, 2009 11:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já og það verður erfitt fyrir Sjálfstæðismenn að saka aðra um vindhanapólitík:
http://pressan.is/Gulapressan/Mynd/kapteinn-engey

Kveðja Bjarni Þór.

31 mars, 2009 15:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim