Leiðtogaumræðurnar
Eins og lesendur þessarar síðu vita þá er ég ómarktækur spunameistari ákveðins flokks og því spyr ég: Hvað þótti mönnum og konum um Leiðtogaumræðurnar í gær? Hver(jir) voru bestir/skástir og verstir?
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
3 Ummæli:
ég sá ekki mikið af þessu. Ég sá XO þvílíki lýðskrumararinn. XO: of langt að bíða eftir ESB.. við viljum taka einhliða upp annan gjaldmiðil (versta sem við gætum gert). Þetta er flokkurinn sem sagði förum í aðildarviðræður og svo þjóðaratkvæði. Núna er búið að gleyma því.. lýðræðið var fljótt að hverfa.
Steingrímur: ESB hatrið er algjört.. sé ekki hvernig verður hægt að fá þennan mann til að taka skynsama ákvörðun.
Ástþór: fáum spilin á borðið og tökum svo ákvörðun.
Já, það var margt undarlegt í gangi þarna sem ég get auðvitað ekki tjáð mig um sem spunameistari ákveðins flokks :)
Kveðja Bjarni Þór
ÉG verð að segja sem hlutlaus álitsgjafi;-)...að þarna var enginn í raun að stela senunni.
Maður er að venjast Bjarna B og það tekst svona ágætlega. Að öllum ólöstuðum þá fannst mér Sigmundur Davíð koma ágætlega út þarna....mér finnst hann vel máli farinn þó hann standi fyrir ónýtan flokk.
Setning kvöldsins átti Þór Saari "Íslenska krónan er ólíka eftirsótt og verðlítil og sumarbústaðalóð í Chernobil"....þá sprakk ég.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim