sunnudagur, apríl 05, 2009

Football - bloody hell!!!

Þvílíkur rugl leikur sem United vs Villa var áðan - úff!!!

Ég get svo svarið það að vörn United manna með Neville og O´Shea fremsta í flokki var ekki skárri en þegar David May og Pallister (á lokasprettinum) voru að valda usla á sínum eiginn vallarhelmingi fyrir margt löngu. Það er eins gott að Vidic og Ferdinand snúi aftur í næsta leik og verði í þessari vörn til loka tímabilsins og ekki væri verra ef að Wes Brown eða Da Silva (annar hvor) snéru til baka úr meiðslum til að gefa Neville tíma til að jafna sig á þessari hræðilegu frammistöðu í hægri bakverðinum.

Þessi leikur var því eins konar afturhvarf um áratug, snérist um það að United vissi að þeir myndu fá á sig mörk og urðu hreinlega að skora fleiri. Það leit mjög illa út eftir 70 mín og staðan 1-2 fyrir Villa og United að spila hörmulega. Eftir 80 mín virtist þriðja tapið í röð ætla að verða staðreynd þegar upp úr þurru Ronaldo (sem var annars hræðilegur) skoraði sitt annað mark í leiknum og eitthvað grunsamlega kunnulegt í loftinu. Það er svo varla hægt að lýsa endinum... 17 ára gamall Ítali að nafni Macheda (sem ég hef áður minnst á) í sínum fyrsta deildarleik fær boltann utanlega í teignum vinstra megin í uppbótatíma, snýr sér á punktinum og leggur boltann ofarlega í fjærhornið og allt ærðist gjörsamlega á Old Trafford - ekki vantaði heldur upp á hrokann hjá gaurnum og sendi hann létta kveðju á Gerrard...














Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já langt síðan maður hefur verið jafn mikið á nálunum að horfa á fótbolta leik.. bloody hell...

ciao,
ivar

05 apríl, 2009 22:51  
Blogger Biggie sagði...

Hversu óþolandi var þetta eiginlega... enn einn drullusigurinn í höfn. Það jákvæða við þetta er að Liverpool eru ekki efstir lengur. Ég skil ekki hvernig þeir hafa farið að því að tóra þetta lengi.

06 apríl, 2009 04:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Það var þetta sem ég var að tala um varðandi það að hafa ekki of mikla spennu í þessari deild :)

Biggi:

hehe :)

Ef þetta hefði verið Arsenal með fimm lykilmenn meidda og/eða í banni (Scholes, Rooney, Berbatov, Vidic og Ferdinand) plús nokkra meðal meiðslagarma (Hargreaves, Anderson, Wes Brown, Rafael og Fabio) og Arsenal hefði komist aftur á toppinn eftir að hafa komið til baka eftir að hafa verið undir 1-2 og 17 ára pjakkur hefði skorað sigurmarkið í uppbótartíma þá væri hver einasti Íslendingur þakinn brundi efir að hafa lesið sérútgáfu Morgunblaðsins af stórkostlegum sigri Arsenal :)

Þegar það er United sem á í hlut þá er þetta skítasigur. United voru vissulega hræðilegar en einhverstaðar væri talað um winning mentality :)

Varðandi Liverpool þá virðast þeir farnir að átta sig á þessu, auðvitað fyrst og fremst í Meistaradeildinni en ég held að sigurleikirnir þeirra í deildinni á þessu tímabili undir lok leiks séu orðnir átta frekar en níu og það af 19 sigurleikjum. Það verður að gefa þeim hrós fyrir það.

Þetta verður samt dauðinn sjálfur fyrir United út tímabilið, hver einasti af þessum átta leikjum sem eftir eru verða viðureignir skylmingarþræla... það eru margir leikmenn United sem líta út fyrir að vera andlega og líkamlega búnir eftir þetta maraþon tímabil og meiðsli byrjuð að hrjá liðið. Ég er ekki vissum að þeir haldi út og helst þurfa Liverpool að tapa nokkrum stigum í viðbót til að þetta gangi upp að mínu mati.

Kveðja Bjarni Þór.

06 apríl, 2009 07:52  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ein skemmtileg staðreynd úr enskum fjölmiðlum í dag er sú að Giggs sem átti stoðsendinguna á Macheda var búinn að spila með aðalliði United í hálft ár áður en ítalski markaskorarinn fæddist.

06 apríl, 2009 18:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég sá mörkin úr leiknum og þetta var glæsilegt mark hjá guttanum. Auðvitað vona ég samt að man u misstígi sig aðeins svo að það verði spenna fram á lokaleik.
kv bf

06 apríl, 2009 18:42  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Auðvitað vilja allir sem hafa ekki taugar til United spennu. Áhugaverðara hefði verið að sjá fallegri knattspsyrnu sem hefur verið af mun skornari skammti en á síðustu leiktíð.

Kveðja Bjarni Þór.

07 apríl, 2009 01:21  
Blogger Biggie sagði...

Ég hef nú ekki aðgang að Mogganum en ég efast um að það séu margar slíkar greinar í gangi núna. "Ef" og "hefði" er harla til umræðu hér, því þú veist það jafnvel og ég að Arsenal gæti aldrei lent í þessari aðstöðu, þ.e. unnið hvern grísasigurinn á eftir öðrum. Martin O'Neill er auðvitað bara slúbbert að hafa ekki klárað þennan leik, þeir vörðust eins og asnar og hefðu hæglega getað sett nokkur mörk í seinni hálfleik þegar vörn Man Utd var á hælunum en það var eins og fremstu menn væru að spila saman í fyrsta skipti (sá bara seinni hálfleik).

Moggamenn gætu hins vegar þurft að dusta rykið af Arsenal pennunum sínum því mér sýnist að það sé verið að skipta um olíu á hakkavélinni. Það vantar einn þýskan hershöfðingja í vörnina og þá er þetta komið.

07 apríl, 2009 16:35  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Varðandi ,,grísasigur" þá virðist það nokkuð rétt að Arsenal liðið hefur ekki sömu eiginleika og United, Liverpool og Chelsea til að klára leiki þegar liðið er lélegt.

Það er auðvitað morgunnljóst að Arsenal verður að fá einhvern Vidic/Terry/Carragher í vörnina sína. Ég tippa á að Wenger næli sér í Hangeland frá Fulham og svo eitthvað reynslubrýni sem akkeri á miðjuna... þá er vonandi að ungu hetjunar þrauki eitt ár í viðbót. Væri hræðilegt að sjá Fabregas og Adebayor yfirgefa liðið.

En þá er það meistaradeildin, shit!

Kveðja Bjarni Þór

07 apríl, 2009 18:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim