Stór mannréttindaskref í uppsiglingu?
Þrautarganga þeirra sem barist hafa fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á Íslandi hefur verið löng og erfið en vel þess virði. Í dag 26. mars árið 2009 minnumst við 100 ára afmæli þess að fyrstu stóru skrefin voru tekin í átt að þeim áfanga þegar dugmiklir alþingismenn notuðu gagnrýna hugsun til að lýsa yfir hneykslan sinni og vilja til að afnema, þá einungis tveggja ára gamlan samning sem fól í sér forréttindi þjóðkirkjunnar með aðskilnaði ríkis og kirkju. Þennan dag fyrir 100 árum síðan samþykkti neðri deild Alþingis þingsályktunartillögu þess efnis með 20 atkvæðum gegn fjórum, með þeim orðum ,,að neðri deild Alþingis skori á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju”.[1]
Margt hefur breyst frá því að Ísland var eitt fátækasta ríki Evrópu í byrjun 20.aldar, til þess að verða eitt það allra ríkasta í heiminum í lok og byrjun þessarar aldar, til þess eins að verða aftur eitt það allra fátækasta í augnablikinu - en enn lifir aðskilnaðarmálið í sama farvegi og sömu rökin virðast gilda nú og þá.
Í nefndaráliti viðkomandi neðri deildar kom fram að óeðlilegt fyrirkomulag fælist í þjóðkirkjunni ,, jafn gagnstætt eðli kirkjunnar eins og eðli ríkisins” og að ,,andlega lífið í þjóðkirkjunni sé mjög dauft og trúaráhuginn hjá meðlimum hennar yfirleitt sljór”. Rök fyrsta flutningsmanns þingmálsins eru einnig áhugaverð fyrir nútímann en þau eru í hnotskurn að a) það væri óréttlátt að einstaklingar utan þjóðkirkjunnar þyrftu eigi að síður að greiða til jafns við meðlimi hennar b) að fáar hræður mættu til messu og kirkjan því orðin gagnslaus og c) að prestarnir séu orðnir steingervingar...
Andstæðingar tillögunnar höfðu að sjálfsögðu allt á hornum sér og töldu að með aðskilnaði yrði fólk afvegaleitt (þvílík kaldhæðni í ljósi sögunnar).[2]
Þáverandi ráðherra Íslands Björn Jónsson (faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta lýðveldisins) lýsti yfir stuðningi um að málið yrði tekið fyrir í milliþingnefnd en að niðurstaðan yrði sú að málið yrði látið í almenna atkvæðagreiðslu þar sem vilji þjóðarinnar kæmi fram (en málið var þá talið hafa fylgi töluverðs meirihluta þjóðarinnar) – en enn bíðum við hér árið 2009, þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga hafi stutt og styðji ennþá aðskilnað samkvæmt könnunum Capacent Gallup frá árunum 1994 til lok árs 2007.[3]
Það er skiljanlegt að núverandi ríkisstjórn hafi öðrum hnöppum að hneppa á þeim álagstíma sem nú ríður yfir, en það er með öllu óskiljanlegt ef að þetta mál verður ekki útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili fari svo að þessir flokkar vinni áfram saman eftir kosningar. Í fyrsta lagi er krafa samfélagsins um beint lýðræði, í öðru lagi er stuðningur meirihluta fyrir þessu máli, í þriðja lagi er um að ræða 5-6 milljarða á ári úr sama ríkissjóði og mun þurfa að spara – ekki geta þessir tveir velferðarflokkar skorið niður endalaust í því kerfi og í fjórða lagi sýnir könnunin frá árinu 2007 að 62% kjósenda þessara tveggja flokka vilja aðskilnað ríkis og kirkju.[4]
Að lokum tvær skýringarmyndir sem lýsa niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar.[5] Fyrri myndin sýnir sterk tengsl milli hárra útgjalda til velferðismála og lítillar trúarþátttöku (sjá bls 43) og seinni myndin sýnir sterk jákvæð tengsl milli hárra útgjalda til velferðarmála og trúleysis (sjá bls 45).
Því miður verða afleiðingar kreppunnar líklega þær að spilling eykst, þjóðremba og höft aukast... sem og trúarþörf. Það þýðir ekki að frjálslynt fólk muni gefast uppí baráttunni fyrir réttlátu siðmenntuðu nútímasamfélagi. Hvernig væri að prufa 100 ár af aðskilnaði ríkis og kirkju? Þó ekki væri nema fyrir sparnað upp á 5-600 milljarða, betra velferðarkerfi og skynsamara þjóðfélag.
[1] Alþingistíðindi BII 1909.
[2] S.r.
[3] http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=890
[4] http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=890
[5] http://www.poli.duke.edu/resources/workshop/Religion%20and%20Welfare.pdf
http://www.foreignpolicy.com/story/cms.php?story_id=4689
Hugmyndin af pistlinum var fengin af lestri eftirfarandi greinar og hefur beðið birtingar töluvert lengi.
Yrði lífið ekki dásamlegt?
Margt hefur breyst frá því að Ísland var eitt fátækasta ríki Evrópu í byrjun 20.aldar, til þess að verða eitt það allra ríkasta í heiminum í lok og byrjun þessarar aldar, til þess eins að verða aftur eitt það allra fátækasta í augnablikinu - en enn lifir aðskilnaðarmálið í sama farvegi og sömu rökin virðast gilda nú og þá.
Í nefndaráliti viðkomandi neðri deildar kom fram að óeðlilegt fyrirkomulag fælist í þjóðkirkjunni ,, jafn gagnstætt eðli kirkjunnar eins og eðli ríkisins” og að ,,andlega lífið í þjóðkirkjunni sé mjög dauft og trúaráhuginn hjá meðlimum hennar yfirleitt sljór”. Rök fyrsta flutningsmanns þingmálsins eru einnig áhugaverð fyrir nútímann en þau eru í hnotskurn að a) það væri óréttlátt að einstaklingar utan þjóðkirkjunnar þyrftu eigi að síður að greiða til jafns við meðlimi hennar b) að fáar hræður mættu til messu og kirkjan því orðin gagnslaus og c) að prestarnir séu orðnir steingervingar...
Andstæðingar tillögunnar höfðu að sjálfsögðu allt á hornum sér og töldu að með aðskilnaði yrði fólk afvegaleitt (þvílík kaldhæðni í ljósi sögunnar).[2]
Þáverandi ráðherra Íslands Björn Jónsson (faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta lýðveldisins) lýsti yfir stuðningi um að málið yrði tekið fyrir í milliþingnefnd en að niðurstaðan yrði sú að málið yrði látið í almenna atkvæðagreiðslu þar sem vilji þjóðarinnar kæmi fram (en málið var þá talið hafa fylgi töluverðs meirihluta þjóðarinnar) – en enn bíðum við hér árið 2009, þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga hafi stutt og styðji ennþá aðskilnað samkvæmt könnunum Capacent Gallup frá árunum 1994 til lok árs 2007.[3]
Það er skiljanlegt að núverandi ríkisstjórn hafi öðrum hnöppum að hneppa á þeim álagstíma sem nú ríður yfir, en það er með öllu óskiljanlegt ef að þetta mál verður ekki útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili fari svo að þessir flokkar vinni áfram saman eftir kosningar. Í fyrsta lagi er krafa samfélagsins um beint lýðræði, í öðru lagi er stuðningur meirihluta fyrir þessu máli, í þriðja lagi er um að ræða 5-6 milljarða á ári úr sama ríkissjóði og mun þurfa að spara – ekki geta þessir tveir velferðarflokkar skorið niður endalaust í því kerfi og í fjórða lagi sýnir könnunin frá árinu 2007 að 62% kjósenda þessara tveggja flokka vilja aðskilnað ríkis og kirkju.[4]
Að lokum tvær skýringarmyndir sem lýsa niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar.[5] Fyrri myndin sýnir sterk tengsl milli hárra útgjalda til velferðismála og lítillar trúarþátttöku (sjá bls 43) og seinni myndin sýnir sterk jákvæð tengsl milli hárra útgjalda til velferðarmála og trúleysis (sjá bls 45).
Því miður verða afleiðingar kreppunnar líklega þær að spilling eykst, þjóðremba og höft aukast... sem og trúarþörf. Það þýðir ekki að frjálslynt fólk muni gefast uppí baráttunni fyrir réttlátu siðmenntuðu nútímasamfélagi. Hvernig væri að prufa 100 ár af aðskilnaði ríkis og kirkju? Þó ekki væri nema fyrir sparnað upp á 5-600 milljarða, betra velferðarkerfi og skynsamara þjóðfélag.
[1] Alþingistíðindi BII 1909.
[2] S.r.
[3] http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=890
[4] http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=890
[5] http://www.poli.duke.edu/resources/workshop/Religion%20and%20Welfare.pdf
http://www.foreignpolicy.com/story/cms.php?story_id=4689
Hugmyndin af pistlinum var fengin af lestri eftirfarandi greinar og hefur beðið birtingar töluvert lengi.
Yrði lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Trú
1 Ummæli:
þjóðaratkvæði um að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðaratkvæðagreiðslu til að geta farið í aðildarviðræður og þeir samningar svo settir í þjóðaratkvæðagreiðslu... þetta er niðurstaða xD...
Núna má þessi ógeðis afturhalds forræðis þjóðrembu lýðskrumara flokkur þurkast út. Djöfulsins aumingjar...
Jæja næsta stjórn kominn á hreint VG og Samfó
VG allur flokkurinn eru fanatískir andstæðingar og Samfó vill fá þetta í gegn.. verður gaman að sjá hvað kemur útúr því þegar þetta verður sett í þjóðaratkvæði.
xD eru aumingjar,
Ívar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim