sunnudagur, mars 22, 2009

Allskonar

Knattspyrna: 14.mars átti að verða dagurinn sem United svo gott sem tryggði sér titilinn með heimasigri á Liverpool, þá hefði munað 10 stigum og United átt leik til góða. Í stað þess drullaði United á sig og tapaði svo aftur skammarlega um helgina á meðan Liverpool eru á gríðarlegu skriði. Niðurstaðan er sú að United er með eins stigs forskot og einn leik til góða, eiga níu leiki eftir en Liverpool átta. Miðað við úrslitin hjá Liverpool þá verður United að vinna átta af þessum níu leikjum, gæti séð Liverpool vinna rest og United á mun erfiðari leiki eftir - Manchester menn eru því búnir að koma málum sínum þannig fyrir að sennilega eru líkur þessara tveggja liða svipað miklar.

Stjórnmál: VG vill ESB aðild í þjóðaratkvæði, ætli það verði ekki niðurstaðan einnig hjá Sjálfstæðisflokknum, þeir vilja varla verða hinn nýji VG. Það er hins vegar óljóst þegar þetta er skrifað hvort að þetta er þjóðaratkvæði um að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðaratkvæðagreiðslu til að geta farið í aðildarviðræður og þeir samningar svo settir í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort að menn ætli að gerast ,,djarfir" og fara í aðildarviðræður og setja samninginn beint fyrir þjóðina - ef hið fyrrnefnda verður niðurstaðan finnst mér réttlætanlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar hvort að VG megi fara í stjórn áður en kosið er og aftur þjóðaratkvæðagreiðslu ef að VG myndi mynda samsteypustjórn eftir kosningar um hvort að þjóðin vilji það... Er þetta ekki lýðræðið sem er boðað?

Dylan dagsins: Bob Dylan - Up To Me

Tilvitnun dagsins:
Meðan enn var önd í nösum
engan fýsti að vita hið sanna
skreyta líf sitt fíflið frösum
fæstir djúpið meika að kanna
-Megas

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Einstaklega skemmtileg tilvitnun í Megas. Svo skemmtileg að mann langar til að spreyta sig:

Kampavín, kavíar, og kók nösum
klæðist hver sínum dygðugu frösum
en engin veit hve hratt við hrösum
nú heyrist glymja í tómum glösum.

AFO

23 mars, 2009 12:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eru menn til í að fá sér eitthvað í gogginn með mér og Tryggva áður en við kíkjum á fundinn á morgun?

ivar

23 mars, 2009 19:59  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

AFO: Það er ánægjulegt hvað Megas getur alltaf haft góð áhrif á mann, nú er hreinlega að halda áfram.

Ívar: Það verður að ráðast af því hvernig hópverkefni gengur sem ég á að mæta í klukkan 18 á morgunn. Finnst minni líkur vera á því en meiri.

Kveðja Bjarni Þór.

23 mars, 2009 20:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja, þá er lýðvarpið komið í gang mms://213.167.154.19/lydvarp.

Þá er bara að tilnefna einhvern góðan
http://austurvollur.is/

X-persónukjör

kv Moggadruslan

24 mars, 2009 11:27  
Blogger Biggie sagði...

Helviti lelegt hja Thunder ad tapa fyrir Lakers i 1. leikhluta. Annars var eg staddur a Lakers-Warriors sl. fimmtudag. Thad er ljost hver raedur a theim baenum, eg var maettur 70 min fyrir leik og eg er ekki fra thvi ad Kobe hafi verid heima hja ser a theim timapunkti. Hann maetti circa 5 min fyrir kynninguna. Gott stuff.

25 mars, 2009 04:54  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Óli: Takk fyrir þetta. Kíki á þetta við tækifæri.

Biggie: Það er náttúrulega skandall að þú hafir séð Lakers live en ekki ég. Kobe er að komast á þennan Jabbar/Horry aldur... að mæta bara að alvöru í úrslitakeppnina :)

Kveðja Bjarni Þór.

25 mars, 2009 22:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim