miðvikudagur, mars 25, 2009

Eitthvað fallegt...

Evrópusambandið: Allir þeir sem misstu af stuttmynd Árna Snævarrs um Evrópusambandið geta nú tekið gleði sína á ný og séð þennan tæplega hálftíma þar sem Árni talar við marga af helstu sérfræðingum um Evrópumál.
Þeir sem eru lausir í hádeginu á morgunn ættu að kíkja á fund Alþjóðamálastofnunnar þar sem væntanlega verður farið yfir það hvernig Ísland muni reyna að semja við ESB.

Breaking news!!!: Keðjufífl það er skapaði sér gott mannorð á Bækistöð 4 á seinni hluta 10. áratugs síðustu aldar og í upphafi fyrsta áratugs þessarar aldar hyggst taka fram orfið, hrífuna, pokana, traktorinn, kerruna, Land Roverinn og allar aðrar þær gersemar sem fylgja slátturtíð í Breiðholtinu og snúa aftur á vígvöllinn kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Vinnumenn kætast, verkamenn skála, slátturmenn gráta af fögnuði, kvenmenn blotna og Castro treður munntóbaki í nefið og neftóbaki í munninn eins og hann gerir raunar daglega. Á ársfjóðungsþingi flokksstjóra var það mál manna að loks myndi aftur myndast hópur þar sem Keðjan er sterkari en veikasti hlekkurinn. Heyra mátti lag nafna hans Woody Guthrie óma um allt Breiðholt í tilefni ákvörðunarinnar, aðrir gengu lengra og spiluðu þjóðsöng Sovétríkjanna á meðan þeir veltu sér upp úr blöndu af bensíni og heitu og blautu heyji sem gleymst hafði í gámi frá síðasta sumri - alþúðan, fólkið í Breiðholti hefur eignast von á ný því týndi sonurinn snýr aftur!
Vorvísa Daða ætti að gefa ykkur hinum von sem ekki skiljið hvað ofangreind ákvörðun hefur mikla þýðingu fyrir íbúa Breiðholts en hún verður þó best skilin með blöndu af lestri og háværum flutningi á þjóðsöngi Sovétmanna. Í stuttu viðtali sagði Keðjan ,,Þetta er fyrsta skrefið í nýju 5 ára plani, nú fara tannhjól endurreisnar Íslands að snúast - heimurinn verður ekki samur"
Lifi Bækistöð 4 - Lifi Breiðholt!

Tilvitnun dagsins:

Á Vatnsendahæðinni er verið að
Keðjufesta mann
og Daði notar síðasta tækifærið
til að drulla yfir hann

Það er lognmolla, og loftið fyllt af skítalykt
og ég mæli ,,það er eins og einn karlmaður hafi hér í annan þrykkt"

Og hinn keðjufasti segir ,,hvað? hvað? ég má þetta al-veg"
en Daði brosir og segir ,,Ó, nú verður hver æfingaferð yndisleg"
- Daði


Tónlist: Nú geta allir hlustað á nýju live plötuna frá hinum aldna meistara Leonard Cohen.

Kvikmyndir: Í allri skólageðveikinni hef ég þó náð að komast yfir nokkrar góðar bíómyndir og allar eiga þær eitthvað fallega sjúkt sameiginlegt.
Elegy í kvöld, fínasta mynd en örugglega ekki fyrir alla. Rómantík, dramatík og ákveðin þyngd - ekki fyrsta date kvikmynd. Þeir sem hafa gaman að myndum með Ben Kingsley munu hafa gaman af þessari.
Gran torino, ég er ekki Clint maður og hefur einhvern veginn aldrei tekið þátt í lofsöngnum en þessi mynd fannst mér góð og get mælt með henni.
The Reader er enn ein myndin og að mínu mati mjög góð, var reyndar að spá í að slökkva á henni um miðbik hennar en sé ekki eftir að hafa klárað hana. Svolítið truflandi og þung á köflum en er það ekki fínt.
The Curious case of Benjamin Button er frábær mynd að mínu mati, ekki allir sem eru hrifnir af henni og sumir vilja lýsa henni sem algjörum dauða enda 166 mín að lengd.
Vicky Cristina Barcelona fer í sama gæðaflokk og ofangreindar myndir. Það er ótrúlegt að þurfa að viðurkenna það að fyrir ekki svo mörgum árum hafði ég óbeit á Woody Allen, núna sé ég hverja einustu mynd sem hann sendir frá sér án þess að vita um hvað þær eru (enda eru þær alltaf um nákvæmlega það sama).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vissi að þú myndir sjá ljósið. þetta tók bara smá tíma. nú þarf bara að koma lindu í sama gír og þá getum við pörin rætt þennan merka leikstjóra í grillboðum sumarsins ;)

27 mars, 2009 14:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim