föstudagur, mars 27, 2009

Heimskasti flokkur í heimi?

Á undanförnum mánuðum hefur maður oft fyllst reiði og langað til að öskra en núna er varla annað hægt annað en að hlæja.
Ég verð að segja það að jafnvel þrátt fyrir allt klúðrið, allt aðgerðarleysið í kjölfarið, alla ringulreiði flokksins, skort á forystuhæfni og almennt ógeð yfir höfuð þá ég átti ekki von á því að Sjálfstæðismenn myndu leggjast svo lágt að leggja hina heimskulegu ,,tvöfalda atkvæðagreiðslu" tillögu fram og ekki nóg með það heldur að fyrri atkvæðagreiðslan geti farið fram NÆSTA VOR samhliða sveitastjórnarkosningum. Hvers vegna? Jú til að allir geti kynnt sér málin til hlýtar. HVAR HEFUR ÞETTA FÓLK VERIÐ SÍÐUSTU SEX MÁNUÐI OG HVAR VORU ÞAU Í EVRÓPUUMRÆÐUNNI SÍÐUSTU 5-15 ÁR? SKILUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI ÞAÐ AÐ UMRÆÐAN MUN EKKI ÞRÓAST AF KÚK OG PISS STIGINU FYRR EN VIÐ VITUM HVAÐ KEMUR ÚT ÚR AÐILDARVIÐRÆÐUM!!!
Ef að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir þessa dellu þá hlýtur þetta að teljast einhver heimskasti flokkur meðal siðmenntaðra þjóða og hreinlega í öllum heiminum.
Ég vil fá að vita frá einhverjum af þeim sem hyggjast kjósa þennan auma afturhaldsflokk, hvernig mönnum líði með það að fara að kjósa hina Nýju - VG og það verður gaman að sjá hvaða peningamálastefnu flokkurinn mun bjóða uppá sem hefur lýst krónuna dauða og að evra með aðild að ESB komi einungis til greina... en vilja samt ekki ganga í ESB, nei fyrirgefið vilja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ár - EFTIR ÁR... ER EKKI ALLT Í LAGI Í HÖFÐINU Á ÞESSU FÓLKI!!!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

svona kosningarleið um aðild að esb verður akkúrat það sem vg og s eiga eftir að sættast á trúðu mér.
kv bf
og þá mun tryggvi segja sig úr flokknum og þú vonandi með.
x-o viva la revolution

27 mars, 2009 11:26  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það kann vel að vera, enda er ekki hægt að neyða neinn í samstarfi. Það afsakar hins vegar ekki þessa hræðilegu hugmynd og ég efast um að niðurstaðan verði sú að beðið verði í heilt ár eftir að framkvæma hana ef VG og Samfylkingin mynda saman stjórn.

Djöfull eru stjórnmál á Íslandi á lágu plani.

Kveðja Bjarni Þór.

27 mars, 2009 20:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já þetta er skandall. Þess vegna hef ég ákveðið að vera stuðningsmaður xo eina ópólitíska framboðinu. Það væri nú gaman að fá þig með mér í heimsókn til þeirra og bjóða fram krafta okkar til að hjálpa þeim. Því það er erfitt að vera nýtt framboð hinir flokkarnir skipta milli sín 350 milljóna meðan ný framboð fá ekkert nema endalausa lista til að fylla út.
Annars er áhugavert að flétta fréttablaðinu í dag þvílíkt áróðursblað fyrir samfylkingu sem þetta blað er jeezus
kv bf

28 mars, 2009 10:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég skal koma með þér á fund ef ég kem því fyrir í þéttskipaða dagskrá næstu daga enda stefna borgarahreyfingarinnar grunsamlega lík stefnu Samfylkingarinnar í mörgum málum og ég spái því að á næsta landsfundi Samfylkingarinnar muni Borgarahreyfingin gera það sama og Íslandshreyfingin gerði nú - að ganga í Samfylkinguna :)
Það er auðvitað hárrétt að það er skandall hversu peningamagni er misskipt varðandi stjórnmálaflokka en ég veit ekki betur en að eigendur og ritstjóri Fréttablaðsins séu Sjálfstæðismenn.
Hvað var það annars sem fór svona fyrir brjóstið á þér í Fréttablaðinu?

Kveðja Bjarni Þór.

28 mars, 2009 18:52  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim