mánudagur, maí 04, 2009

Fyrirgefum vorum skuldunautum...

Ég vil tileinka þennan pistil tveimur vinstri mönnum, Baldri Knútssyni af augljósum ástæðum og föður mínum (í gríni) fyrir að vekja upp þessa hugmynd.

Í einni af sorglegri smásögum lífs míns fram til þessa átti ég mér örlíf sem knattspyrnumaður. Sá ferill var vonbrigði, bæði stuttur og dapur (en þó saga sem ég hef lært að meta). Ég var skapillur, líklega einhver versti tapari míns árgangs og fékk oft að fjúka útaf vellinum vegna þessa. Eitt augnablik á knattspyrnuferlinum verður mér ávallt ógleymanlegt vegna afleiðinganna. Í móðursýki í miðjum leik í upphafi tímabils snérist ég gegn einum mínum samherja, besta vini, fyrirliða og sálufélaga (fyrr og síðar) og ældi yfir hann ógeðfelldum orðum sem leiddi til þess að þjálfarinn tók mig útaf og ég í þessu óþroskaða ofsakasti kastaði treyjunni í áttina að honum – leikirnir hjá mér urðu ekki fleiri þetta sumarið.

En það var ekki brottreksturinn sjálfur eða refsingin sem ég lærði mest af, heldur þegar tveimur dögum seinna ég hafði einangrað mig félagslega frá samherjum mínum bæði reiður og skömmustulegur, fékk símtal sem ég hafði sjálfur ekki getað framkvæmt. Hinumegin á línunni var umræddur sálufélagi, vinur og fyrirliði og inntak símtalsins var hvort við ætluðum nokkuð að láta (að hans mati) þetta litla atvik hafa áhrif á vinskap okkar. Hann var meiri maður og tilbúinn til að fyrirgefa það sem ég hafði ekki þroska til að biðjast afsökunnar á.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sveiflað höndum, valdið hruni, brugðist þjóðinni og er ekki tilbúinn til að biðjast afsökunar á því – hann situr nú eins og ég forðum reiður, skömmustulegur í einangrun sinni (jafnt pólitískt og stefnulega) og þorir ekki að taka upp tólið. Það er í okkar höndum að sýna meiri þroska og fyrirgefa honum það (þó að við munum ekki fremur en hann gleyma því sem gerðist) við látum ekki svona lítið atviki hafa áhrif á vinskap okkar.

Hann tekur nú sína refsingu út á næstu árum en við þörfnumst hans engu að síður til að takast á við enduruppbygginguna með okkur, til að leggja frjálslyndu fólki lið við að marka stefnu til framtíðar t.d. með því að endurmeta á yfirvegaðan hátt afstöðu sína til Evrópusambandsins – ég efa það ekki að Sjálfstæðisflokkurinn mun koma heilbrigðari til baka, draga lærdóm af reynslu sinni og reyna að finna sinn stað í auðmýkt þar sem honum tekst best upp. Ekki í núverandi stefnu harðrar einangrunarhyggju heldur sem frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju sem tekur upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum fyrirtækja og almennings. Staðreyndin er einfaldlega sú að núverandi forysta færi létt með það, Bjarni Ben og Þorgerður Katrín þurfa hreinlega að stíga útúr Evrópuskápnum sem þau hafa margsinnist gægst útum og hafa raunar gefið undir fótinn strax að loknum kosningum.
EF flokknum tekst það ekki og EF (Risa ,,EF”) Samfylkingin og VG fara saman inn í ESB hvar ætlar hann þá sögulega að réttlæta sig? Með tilvísun í inngöngu í (að nánast marklausri aðild í nútíð að) NATO?

Á frægum Borgarafundi í Háskólabíói þar sem sextíuogþremur berrössuðum keisurum var stillt upp á svið mælti skáldið góða Einar Már svo: ,,Við gerum ekki kröfur um að Sjálfstæðisflokkurinn breyti neinu. En ég geri kröfur til ykkar jafnaðarmanna. Til Samfylkingarinnar.” Ég vil snúa útúr orðum Einars og segja: Við hægri kratar gerum ekki kröfur um að (froðufellandi þjóðernis sósíalistarnir í) VG sækji um aðild. En ég geri þá kröfu til frjálslyndra manna! Til ykkar Sjálfstæðisflokkur! Þið sem við höfum getað treyst á þegar Ísland hefur þurft á alþjóðasamstarfi að halda líkt og nú, fyrst með EFTA skrefinu, þá með EES samningnum og nú með aðildarviðræðum við ESB. Hættið um stund að kyssa vönd LÍÚ og sjáum hvað kemur útúr aðildarviðræðunum.

Lærdómurinn af ómerkilegu smásögunni minni liggur ekki einungis frammi fyrir Sjálfstæðisflokknum. Það er oft kvartað yfir því að flokkar hegði sér alltaf eins og lið – það í sjálfum sér er ekki vandamálið ef að einstaklingarnir spila saman en ólíkar stöður, þar sem einstaklingarnir herma ekki eingöngu eftir þeim sem fer fremstur (og hvað þá þegar liðið er orðið klapplið aðal stjörnunnar). Vandamálið er mun fremur það að einstaklingarnir geti ekki hegðað sér eins og alvöru íþróttamenn, tekist á af hörku en heiðarleika og tekist í hendur að leik loknum – sætt sig við niðurstöðuna (áfangasigur Evrópusinna).

Margt bendir til þess að breytingar gætu orðið á því hátterni innan Sjálfstæðisflokksins það sannar jákvæð ræða Bjarna Ben eftir stærsta tap í sögu Sjálfstæðisflokksins (á meðan VG gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslitin sem þó var stórsigur), það er ljóst að margir hægri sinnaðir Evrópusinnar bíða spenntir eftir endurmati.

Ég get einungis talað fyrir mína hönd en Sjálfstæðisflokkur frá mínum bæjardyrum séð er þér fyrirgefið og taktu þér nú tak í nafni skynseminnar! Hver getur líka verið reiður út í hóp svona fagurra einstaklinga til lengdar? Er enginn farinn að sakna þeirra?






Evrópusinnuð kveðja Bjarni Þór Pétursson.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

10 Ummæli:

Blogger pjotr sagði...

Flottur pistill sonur sæll.
Þessi hugleiðing sem fyrst og fremst snýst um siðfræði hefur verið mér ofarlega í huga sl. vikur.
Í kjölfar hrunsins mátti vera ljóst að fjölmargir aðilar, einkum innan Sjálfstæðisflokksins, höfðu með níðingslegum hætti sviklið þjóðina. Ég fyrir mína parta geri enga kröfu til þessara aðila um það að þeir biðjist fyrirgefningar - þeim verður ekki við bjargað, enda siðlausir ógæfumenn þar á ferð. Það sem mig svíður hins vegar er að jafn stór hluti þjóðarinnar sem raun ber vitni skuli hafa geð í sér að styðja slík öfl og greiða þeim atkvæði sitt í kosningum. Það að rúm 20% kosningabærra manna skuli haldnir slíkri siðblindu er áhyggjuefni. Mín von var raunar sú að "FLokkurinn" færi niður í það lágmark sem telja mætti eðlilegt að kristallaði mengi sið villinga, glæpalýðs og þroskahamlaðra.
Hvað varðar ESB umræðuna þá er málið ósköp einfalt. Þjóðin kemur til með að taka upplýsta ákvörðun (vonandi) um málið - ekki eftir flokkslínum og aga, heldur eftir eigin sannfæringu að undangenginni óhlutlægri kynningu.
Að því loknu höldum við svo áfram í EFTA :P

04 maí, 2009 09:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni fótboltaferill er ekki búinn þú ert að komat á gullnu árin eftir nokkrar ára pásu. Átt að taka Sverre Jacobsen til fyrirmyndar byrja upp á nýtt og slá í gegn
kv bf

04 maí, 2009 10:51  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Pjotr: Þannig að tilraun mín til að snerta viðkvæmar taugar hefur mistekist? :)
Varðandi Evrópumálin þá vona ég að umræðan verði upplýst og á fræðilegu nótunum, hef ekki áhyggjur ef að svo verður - ef að Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds verða í aðalhlutverki með sínar mýtur og þjóðrembu þá hef ég ögn meiri áhyggjur.

BF: Þú verður að segja mér frá því ári áður en þú hættir í handboltanum, svo ég hafi tíma til að hjálpa þér að koma ÍR upp í efstu deild í fótboltanum. :)

Kveðja Bjarni Þór.

04 maí, 2009 23:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni Þór jú þér tókst að snerta viðkvæmar taugar get ég sagt þér :)
Það sem snerti mig er að þú skulir nota okkar fallegu sögu saman til að UPPHEFJA Sjálfstæðisflokkinn og tala um að okkur "vanti" þessa útúrspillta pappírspésa sem hreyfa sig ekki nema með samþiggi Jesú Krists !!!

Ég get talað fyrir mína parta bara en ég hef alltaf til dæmis litið á þessa dæmisögu okkar í sögunni sem slíkri að þarna var sálufélagi, vinur og liðsmaður minn sem fór "aðeins" útaf strikinu sem mér fannst ekki þess virði að hengja úti fyrir. Í mínum augum er þetta meira eins og þegar Össur bloggar dauðadrukkinn um nætur, eða þegar Steingrímur ætlaði bara að "skila" IMF láninu ef hann kæmist til valda(hvar er það lán í dag?) þarna eru liðsfélagar aðeins að missa sig. Þarna eru menn sem maður getur á stundum fyrirgefið vitleysis skapi.

Ég get hins vegar ekki rétt út fyrirgefningar hönd til þessara KR-inga sem komu inn á FRAM-grasið höfðu þar hægðir og mjökuðu yfir okkur, nauðguðu systrum og dætrum okkar, gáfu FRAM-heimilið til nokkra gamalla KR-vina sem síðan brenndu það og segja síðan ekki einu sinni fyrirgefðu !!! (Þú skilur myndlíkinguna ekki satt?) Þessir sömu skítalabbar eru síðan í dag með ekkert annað en þessa einangrunarstefnu sem við erum öll svo á móti og vilja ríghalda í KRónuna með einhverja smá jakkafata stráka sem vita ekki hvað þeir vilja liggur við þar sem Jesú hefur ekki sagt þeim hvað þeir vilja og þú ert hér að upphefja og segja að þeir eigi von og framtíð með okkur ?

Kv,
BK

05 maí, 2009 10:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að Pjotr og BK eru ekki tilbúnir að rétta fram sáttarhönd til xD... get svo sem ekki ljáð þeim það. Vonandi að það verði búinn til annar flokkur fyrir næstu kosningar sem tekur bara yfir hlutverk xD.

Voðaleg reiði hefur verið í mönnum á þessum árum Bjarni? En það hefur nú heldur betur ræst úr þér.. eins gott að þú hékkst ekki með ofbeldisfullu liði á þessum tíma... þá værir þú núna höfuðpaur mafíunnar... hey það er nú kannski ekki svo vitlaus hugmynd í þessu árferði!!!!!

ciao,
ivar

05 maí, 2009 10:19  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)

BK: Pistillinn var nú ekki eingöngu settur fram til að angra faðir minn og ég myndi ekki notfæra mér þessa fallegu sögu eingöngu í fíflagangi :)
Auðvitað hefði þessi pistill meikað meira sens ef hann hefði birst á Vefritinu fyrir stærri hóp en það var einfaldlega ekki skiladagur á mér. Ég held í alvörunni að það sé mikilvægt að fyrirgefa Sjálfstæðisflokknum þannig að hann sé sjálfur tilbúinn að fyrirgefa sjálfum sér og læra af mistökunum, en ekki er síður mikilvægt að ,,við" (þjóðin) getum sjálf gert upp við nokkra hluti sem eru að þvælast fyrir okkur í öllu þessu rugli sem ennþá er í gangi.
Þessi saga okkur verður mér í alvörunni ógleymanleg og sá partur stendur algjörlega fyrir sér, sem heiðarleg og að mínu mati falleg dæmisaga :)

Ívar: Já, eins og við og fleiri höfum verið að ræða þá er algjörlega þörf á þessum flokki hægra megin við miðju sem styður aðildarviðræður við ESB (eins og er í öllum öðrum ríkjum með aðild að ESB).
Þú fékkst einhvern tímann sjálfur að finna fyrir þessari reiði og blessunarlega hefur slíkt þroskast af manni (sjáum til eftir leikinn í kvöld ;) ). En kannski endar maður í Mafíu í nýju landi, íslenska mafían í Danmörku - hljómar mjög hallærislega :)

Kveðja Bjarni Þór.

05 maí, 2009 12:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe já ég man... það er spuring að mæta í ræktina strax eftir vinnu og horfa svo á leikinn á bar.. hvernig lýst mönnum á það?

Annars þegar þetta ESB mál úr sögunni (sem ég er efvís um) er ekkert sem kemur í veg fyrir að xD fari aftur uppí 35% eða hvað?

ciao,
Ívar

05 maí, 2009 12:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vissulega þarf að fyrirgefa greyjunum en það hvernig þeir hafa haldið á málum hér í 18 ár og höguðu sér í aðdraganda og í gegnum bankahrunið er hreinlega óásættanlegt og krefst ég almennilegs uppgjörs á því.

Hins vegar er ég ykkur hjartanlega sammála á þörfinni fyrir nýju hægri afli því heimurinn þarf á jafnvægi að halda, held hreinlega að xJesús þurfi bara að hverfa með Frjálslyndum og vonandi rís upp nýtt öflugt óspillt og lýðræðislegt afl hægra meginn við miðju. Er ekki Ólafur F óflokksbundinn ?

Ívar ég held að fylgi xD í næstu kosningum muni hreinlega ráðast af frammistöðu núverandi stjórnar, rétt eins og fylgi þeirra í dag má rekja til óstjórnar xD en ekki að þeirra eigin verðleikum það er eðlilegt þegar eitthvað fer illa með þig að þú leitir annað...

Kv,
BK

05 maí, 2009 13:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Ég er sammála Baldri í því að það fer eftir því hvernig núverandi stjórn stendur sig hvernig fylgið við Sjálfstæðisflokkinn verður næst. EF þetta verður traust og frjálslynd stjórn sem tekst að snúa hlutunum við að þá er ég ekki vissum að Sjálfstæðisflokkurinn verði 35% flokkur. Hann virðist hins vegar ætla að fá tækifæri strax til að leika hetju með því að styðja frumvarp um aðildarviðræður við ESB - það væri honum líkt að klúðra því tækifæri... aftur.

BK: Alveg sammála, uppgjörið er algjörlega nauðsynlegt, að haldið sé vel utan um þau mál og að þeir sem sekir eru fái viðeigandi refsingu.

Kveðja Bjarni Þór.

06 maí, 2009 01:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

búinn að klúðra því Bjarni!... ég sá Bjarna Ben í kvöldfréttunum.. það á strax að fara í stríð.. sorglegt. 90% af bankahrunum Evrópu gerðust á Íslandi og enginn sér ástæðu til að vinna samman.. bara skítkast út í eitt.

ivar

06 maí, 2009 09:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim