Mikilvægi þess að þjóðin ýti á eftir stjórnmálamönnunum
Það virðist vera einhver ótrúleg hægðatregða við stjórnarmyndunina og því ennþá mikilvægara að frjálslynt fólk standi saman og skrái sig á sammala.is til að þrýsta á stjórnvöld að fara í aðildarviðræður og leggja að því loknu samning fyrir kjósendur - er einhver sem getur mótmælt því, sama hvaða skoðun viðkomandi hefur fyrirfram á ESB?
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
15 Ummæli:
menn henda inn nýjum pistlum lon og don.. en þegar spurt er útí ræktina er fátt um svör.
ciao,
ivar
Það virðist allt vera að fara á límingunum útaf þessu máli. Gamli maðurinn með barnsandlitið nöldrar um hægagang á öllum sviðum stjórnarmyndunar (er eflaust með harðlífi og/eða gyllinæð). BjarN1 sjálfspillingarformaður segist ekki ætla að veita Samfó leyfi til einkaviðræðna, Steingrímur er með sína sannfæringu, en lítið heyrist af xO-fólkinu sem líklega er á námskeiði hjá siðameisturum Alþingis.
Ps hvað er þetta með ræktina ?
Ísland úr NATO
Ívar: Tæknin er ótrúleg. Menn skrifa pistil og stilla færsluna þannig að hún birtist á ákveðnum tíma, fara svo að sofa og allt í einu birtist færsla hjá mönnum sem eru steinsofandi - þetta er efni í plott fyrir góðan þátt ofurlögfræðingsins Ben Matlock.... hvað næst, vél sem þvær upp leirtau, sjálfvirk ryksuga? :)
Pjotr: Mér finnst þetta fyndið með Sigmund Davíð og Bjarna Ben, að búa til samningsstöðu fyrir Samfylkinguna út á ekki neitt. Eins og menn sem halda framhjá konunum sínum og eru alltaf sjálfir að gruna konuna um framhjáhald... þannig halda þeir kumpánar að vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi hegðað sér með einræðislegum hætti að þá muni Samfylkingin einnig gera það. Hvar hefur komið fram að Samfylkingin ætli sér ein einhvers konar stjórnarmyndunarumboð við Brussel? Hún fagnar því eflaust að þverpólitísk samstaða náist á Alþingi enda er ljóst að það eru samningamenn en ekki stjórnmálamenn sem munu fara fyrir málinu, eða heldur fólk virkilega að Jóhanna (með sinni ,,one way" áherslu og enskuleysi) muni sjá um aðildarviðræður?
Hitt er svo annað mál að Samfylkingin hefur fyrir löngu myndað samningsmarkmið ef til þess kæmi og yfir þau markmið og önnur markmið ættu stjórnmálaflokkarnir í sameiningu að setjast yfir með þeim sem sérhæft hafa sig í samningatækni, sem vita hvað þeir eru að gera (ólíkt þessum 63 á þingi) og munu vera aðal samningamennirnir við samningaborðið.
Öll hræðslan um að Samfylkingin fari ein út til Brussel og skrifi undir hvað sem er og svíki þjóðina hljómar meira eins og vænissjúk bók eftir Halldór Laxness en eitthvað sem er í tengslum við raunveruleikann. Hvað gerðist annars síðast þegar Jón Baldvin (Evrópusinni Íslands) fékk fram pólitískan velvilja Sjálfstæðisflokksins fyrir EES samningnum? Jú, niðurstaðan var hagkvæmasti alþjóðasamningur sem Ísland hafði gert, mun betri en sá sem Norðmenn fengu og samningsmenn ESB kvörtuðu yfir nánast ruddaskap þessara barbara norðursins - aldeilis sem jafnaðarmenn skrifuðu undir hvað sem er þá! :)
Ástarkveðja Bjarni Þór.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/06/kvotakerfi_ekki_umbylt/?ref=fphelst
fyrsta kosningarloforðið svikið
það tók ekki langan tíma
kvbf
Er þetta ekki aðeins of sterk fullyrðing?
Annars vegar vegna þess að aldrei mátti gera ráð fyrir að sjávarútvegsmál yrðu forgangsatriði og hins vegar var alltaf talað um fyrningarleið í smáum skrefum, minnir að það hafi verið 5% á ári, nú getur vel verið eins og segir í fréttinni að það muni gerast sjálfkrafa vegna slæmrar stöðu íslenska sjávarútvegsins (gæti þá jafnvel gerst hraðar) og sennilega rétt að taka ekki róttækar aðgerðir á meðan svo er.
Hvaða stefnu hafði annars Borgarahreyfingin í sjávarútvegsmálum? :)
Kveðja Bjarni Þór.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item263923/
ef þetta kallar ekki á eitthvern rosa pistill (og það að Barca sló út Chelsea) þá veit ég ekki hvað!
Yfir 90% þeirra sem kusu Samfó vilja aðild. 47% VG en 36% prósent eru andvíg. Meira segja hjá xD er það nánast coin toss hvort fólk kýs frekar.
Fólk hefði kannski átt að pæla betur í þessu áður en það kaus þjóðernisflokkana tvo?
Þetta eru mjög skýr skilaboð... ef það verður farði í skemmdarstarfsemi gegn þessu þá er það auðvitað bara landráð. Það er hægt að mynda þver-pólitíska sátt um málið ásamt stuðningi helstu hagsmunasamtaka og fólksins í landinu. Það hlýtur að vera farsælast fyrir alla.. sérstaklega Ísland. Allavega að tel ég svo vera.
En það er spuring hvort þjóðernissósíalistarnir eigi eftir að hlýða kalli kjósenda sinna... þeir eru ekki þekktir fyrir það eða hvað??????
Eða hvort að Bjarni Ben sé orðinn þreyttur á að leika Bjarna Harðarson.. það er líka spuring? Ég sjálfur býst við að það byrji að skrollllllla í honum áður en það gerist!!!!!!
ciao,
Ívar
Ef þetta fer ekki í gegnum Alþingi þá verður borgarastyrjöld. Stærsti flokkurinn er með, meirihluti er fyrir málinu á Alþingi í gegnum S-B-O... og svo bætist við ca. 40% þingmanna Sjálfstæðisflokksins og VG hefur sagt að þjóðin eigi að ráða. Þjóðin vill heldur betur fara í aðildarviðræður, það vill viðskiptalífið líka og Alþýðusambandið og allir hagsmunaaðilar að einokunarsinnunum í landbúnaðar og sjávarútvegsmafíunni undanskyldri -sem ætla áfram að maka krókinn á okkar kostnað a) í gegnum hátt landbúnaðarverð og svívirðilegt niðurgreiðslukerfi og b) í gegnum kvóta sem þjóðin á en þessum ræflum verið gefið en eru samt með 500 milljarða skuld á bakinu.
...og já Bjarni Ben er að skjóta sig alvarlega í fótinn og nú geta menn ekki lengur hamrað á því að kjósendur VG séu verstu öfgamenn landsins, þegar horft er upp á það að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn þar sem kjósendur hans eru á móti ESB.
Þessi Barca leikur var svo algjört rán, þvílík ósanngirni eða eins og Drogba sagði ,,disgrace, fucking disgrace". Eitt skot a markið og eitt mark. Áttu að fá á sig tvö víti og annað rautt í þokkabót (Pique hendi) og til viðbótar ætti Iniesta að vera í banni í úrslitaleiknum en fékk auðvitað ekki spjald fyrir að klæða sig úr treyjunni þegar hann skoraði sigurmarkið... á sama tíma verður Fletcher í banni fyrir kennslubókardæmi um góða tæklingu sem aldrei var brot... sanngjarnt?
Það hlýtur að vera hægt að finna einhverja reglu á móti þessari bjánareglu um að ekki sé hægt að breyta ósanngjörnu banni þannig að hægt sé að bæta við rauðum og gulum spjöldum eftir á... svona svo að ósamræmið sé algjört :)
Platini ætti mögulega að hætta að velta fyrir sér peningunum, unglingastarfinu og að það séu nógu margir Englendingar í ensku liðunum og draga útúr rassgatinu á sér almennilegar reglur sem eru ekki settar ,,bara, af því bara" og finna einhverja dómara sem geta dæmt 90 mín knattspyrnuleik án þess að klúðra því á hræðilegan hátt eins og báðir dómararnir gerðu í undanúrslitunum.
Á móti kemur reyndar að manni mun líða betur með að tapa fyrir Barca en ef við hefðum tapað fyrir Chelsea.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
það að Barca hafi unnið í gær er auðvitað bara sigur fyrir CL. Ég held að það hefði verið takmarkaður áhugi að horfa á enn eina ensku bikarkeppnina. Þetta er sigur fyrir evrópskan fótbolta. Burt séð frá lélegri dómgæslu þá er þetta það besta sem gat gerst.
ciao,
ivar
ég er ekki sammála tjörvi chelsea voru betri á öllum sviðum leiksins í gær og það var algjör skandall að barca kæmist áfram. Dómarar hafa alltof mikil völd í íþrottum og það verður að taka í taumana þar því enn einu sinni eru þeir að skemma heilu leikina.
Bjarni að samf ætli að setja þetta fyrir alþingi er týpiskt fyrir flokk sem þorir ekki að taka ákvarðanir og standa með þeim. Ótrúlegt hreinlega þau fengu bestu kosningu umboðið fyrir ríkisstjórnarmyndum en þora ekki að taka á skarið aumingjar
kv bf
BF: Að taka á skarið með hvað? ESB? Samfylkingin getur ekki neytt VG einungis vegna þess að þeir fengu bestu kosninguna, auðvitað hafa þeir reynt eins og þeir gátu að koma VG í skilning um stöðu mála. Þetta segir miklu meira um VG og raunveruleikabrenglun þess flokks og raunar annarra flokka. Að ætla að hengja Samfylkinguna er svolítið eins og að ætla að hengja Gerrard árið 2003 fyrir það að allir samherjarnir hans voru ömurlegir bjánar. Hvað er fólk svo að kvarta yfir þessu? Var almenningur ekki að kalla eftir virkara lýðræði, meiri samstöðu á þingi, virðingu fyrir þingræðinu og þrískiptingu ríkisvaldsins? Ég sé ekki betur en að stjórnarandstöðunni sé boðið að taka þátt í ferlinu og þá er vælt yfir því að það sé ekki hefð fyrir svona vinnubrögðum eða með öðrum orðum vill stjórnarandstaðan að ríkisstjórnin nái sátt í málinu og vaði yfir sig - þær duldu hneigðir útskýra mögulega hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hegðuðu sér með þeim hætti í fleiri ár :)
Ívar: Og þetta er að verða meira helvítis ruglið núna. Í gær sagði UEFA að það væri ekki nokkur möguleiki á að rauða spjaldi Fletchers yrði breytt en svo er komið annað hljóð í þá í dag vegna atviksins með Abidal - þvílík steypa. :) Hvernig væri þá að skoða alla myndbandsupptökuna frá leiknum og senda Iniesta og Pique í bann?
Sigur fyrir CL? Takmarkaður áhugi? Af hverju drögum við þá ekki bara skemmtilegustu liðin í úrslitin án þess að þau megi vera frá sama landi, einungis til að hafa alla glaða. Það er engin sigur fyrir CL eins og BF ýjar að að dómarinn hafi komið öðru liðinu í úrslit. Sama hversu skemmtilegt Barca liðið er og sama hversu illa mönnum er við Drogba og Terry, Chelsea átti skilið að fara í úrslitin.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
Sko ! Sjá Ömma gamla !
http://www.ogmundur.is/annad/nr/4280/
BK
Já, þetta er reyndar gamall pistill en ég hef haft það á tilfinningunni (eins ótrúlegt og það hljómar) að Ögmundur sé í hópi þeirra sem jákvæðastir eru varðandi ESB málið í VG... en auðvitað drulluneikvæður samt. En VG verður að hlusta á þjóðina og líka kjósendur sína :)
Á meðan er afar sorglegt að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum, hvað ætlar sá flokkur eiginlega aðs standa fyrir?
Kveðja Bjarni Þór.
Flottur leikur í gær og fín úrslit :P Lélegur dómari er bara hluti af leinum alveg eins og lélegar vallaaðstæður, óheiðarlegir leikmenn, ósamræmi í dómgæslu milli landa og svo framvegis.... Ég held að MUuuu fólið ætti bara að vera ánægt með þetta. Það verður auðveldara fyrir MU að vinna Barka heldur en Chelsea :P
Ps
ESB - NEI TAKK !!! :P
Pjotr: Eina jákvæða við þennan sigur Barca er að þá getur maður verið temmilega sáttur með það að tapa fyrir þá sennilega besta liði í heiminum.
Hvernig er það annars, ertu að leyna því að þú eigir einhvern risa kvóta? Ég hef ekki ennþá getað heyrt góð rök gegn ESB frá einhverjum sem á ekki kvóta :)
Kveðja Bjarni Þór.
vek athygli á; osammala.is ;Þ
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim