Svartur fimmtudagur fyrir United menn
Þegar þetta er skrifað 11. júní 2009 lítur út fyrir að besti knattspyrnumaður í heimi, C. Ronaldo hafi verið seldur til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda - raflost, sleggja í andlitið, yfirvofandi dauði? Það kann einhverjum að þykja mikill peningur (söluverð á Newcastle) en ekki er ólíklegt að skaðinn verði mun meiri fyrir United og ég spái því að Real muni fá þetta margfalt til baka í formi treyjusölu rétt eins og með Beckham. Ég átti alls ekki von á að þetta myndi gerast í bráð og var nokkuð vissum að hann myndi spila fyrir United þar til Ferguson hætti með liðið.
Þetta gerir það einnig að verkum að Liverpool eru núna líklegastir í augnablikinu til að verða meistarar og því gæti fylgt breytt valdahlutföll titlalega séð í komandi framtíð, United á engan leikmann í sama gæðaflokki og Torres og Gerrard.
Ég hef ekki hugmynd um hvað Manchester United og Ferguson eru að spá, félagið hlýtur að vera með mörg stór nöfn í sigtinu því að þetta er óásættanlegt, Ronaldo á sér engan eftirmann og afleiðingarnar gætu orðið mun verri en tap upp á 80 milljónir. Það er einnig skrýtið að gera þetta eftir að Kaka er farinn til Real, því að sá maður hefði getað deyft höggið. Hverjir eru annars líklegir? Ribery? Benzema? Tevez? Villa? Silva? Aguero? Þrír af þessum á 80 milljónir (plús hinar hefðbundnu 15-25 milljónir)?
Er farinn að sofa, vonandi er þetta slæmur draumur.
Er lífið ekki dásamlegt?
Þetta gerir það einnig að verkum að Liverpool eru núna líklegastir í augnablikinu til að verða meistarar og því gæti fylgt breytt valdahlutföll titlalega séð í komandi framtíð, United á engan leikmann í sama gæðaflokki og Torres og Gerrard.
Ég hef ekki hugmynd um hvað Manchester United og Ferguson eru að spá, félagið hlýtur að vera með mörg stór nöfn í sigtinu því að þetta er óásættanlegt, Ronaldo á sér engan eftirmann og afleiðingarnar gætu orðið mun verri en tap upp á 80 milljónir. Það er einnig skrýtið að gera þetta eftir að Kaka er farinn til Real, því að sá maður hefði getað deyft höggið. Hverjir eru annars líklegir? Ribery? Benzema? Tevez? Villa? Silva? Aguero? Þrír af þessum á 80 milljónir (plús hinar hefðbundnu 15-25 milljónir)?
Er farinn að sofa, vonandi er þetta slæmur draumur.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Fólk Knattspyrna, Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim