Haustið er mætt
Átti rétt í þessu eitt af þessum ömurlegu Nóa Albinóa augnablikum hvers árs. Steig út fyrir húsins dyr hér á næturvakt og horfði á gul haustlaufblöðin svífa og festast við glitrandi malbikið sem ljósastuaranir lýsa á í rigningunni.
Ég þorði varla að anda en neyddist loks til þess, og jú það sem ég hafði óttast var orðið að raunveruleika - haustið er mætt.
Mér finnst rétt vera andartak síðan að vorilmurinn læddist gegnum rifuna á glugganum góða vestur í bæ og vakti mig en svo var þetta bara gabb - ekkert sumar á árinu 2006 og:
,,engar horfur á batnandi tíð
og engin leið - engin leið út
nema ein svo þú komast megir í hvarf
þú getur dreymt þig burt frá sorg og sút
svefn er allt sem þarf...
...vakan býður volæði eymd og böl
vonleysi ræfildóm hörmung bömmer og blús"
Fyrir mér er haustið alltaf tími sjálfsskoðunnar, spurningar á borð við ,,Hvað í andskotanum er ég að gera á þessu landi?" eru órjúfanlegar haustinu og oftast fylgja spurningar á borð við ,,Af hverju er ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera í sumar?" og ,,Nenni ég að halda áfram í þessu námi?" (svarið er í fyrsta skipti já ca. síðan ég byrjaði í 7.bekk í grunnskóla).
,,En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott" segir máltækið og það er mikil tilhlökkun í mér að fylgjast áfram með ljóðaferli Daða og svo er nú gott að vita af því að maður getur lagst undir sæng einn eða með góðan félagsskap heilu og hálfu daganna án þess að skammast sín... ,,svefn er allt sem þarf" eins og Megas orðar það hérna að ofan. Og það er um að gera að ganga lengra og búa sig andlega undir hörmungarnar...
"... það er sama hvaða guð og það er sama hvaða lögmál,
það er sama hvaða mátt þú nefnir
þessi alíslenska hríð já hún er ævinlega í fangið
sama í hvaða átt sem þú stefnir"
Það er gott að gleyma ekki því sem bíður manns næstu mánuðina, fimbulvetur og almennur djöfulgangur en þá er líka gott að leita í þýðingar Gunnars Hersveins á verki Schopenhauer sem minnir okkur á að: ,, ...dauðinn eyðir öllu; hinu góða, voninni, verkunum, ánægjunni og gleðinni. Lokadómur náttúrunnar er dauðinn, dauðinn sem sannar að vegur lífsins er falskur."
,,I just don't see why I should even care
It's not dark yet, but it's getting there"
Annars er ég bara hress og segi gleðilegan vetur!
Ég þorði varla að anda en neyddist loks til þess, og jú það sem ég hafði óttast var orðið að raunveruleika - haustið er mætt.
Mér finnst rétt vera andartak síðan að vorilmurinn læddist gegnum rifuna á glugganum góða vestur í bæ og vakti mig en svo var þetta bara gabb - ekkert sumar á árinu 2006 og:
,,engar horfur á batnandi tíð
og engin leið - engin leið út
nema ein svo þú komast megir í hvarf
þú getur dreymt þig burt frá sorg og sút
svefn er allt sem þarf...
...vakan býður volæði eymd og böl
vonleysi ræfildóm hörmung bömmer og blús"
Fyrir mér er haustið alltaf tími sjálfsskoðunnar, spurningar á borð við ,,Hvað í andskotanum er ég að gera á þessu landi?" eru órjúfanlegar haustinu og oftast fylgja spurningar á borð við ,,Af hverju er ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera í sumar?" og ,,Nenni ég að halda áfram í þessu námi?" (svarið er í fyrsta skipti já ca. síðan ég byrjaði í 7.bekk í grunnskóla).
,,En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott" segir máltækið og það er mikil tilhlökkun í mér að fylgjast áfram með ljóðaferli Daða og svo er nú gott að vita af því að maður getur lagst undir sæng einn eða með góðan félagsskap heilu og hálfu daganna án þess að skammast sín... ,,svefn er allt sem þarf" eins og Megas orðar það hérna að ofan. Og það er um að gera að ganga lengra og búa sig andlega undir hörmungarnar...
"... það er sama hvaða guð og það er sama hvaða lögmál,
það er sama hvaða mátt þú nefnir
þessi alíslenska hríð já hún er ævinlega í fangið
sama í hvaða átt sem þú stefnir"
Það er gott að gleyma ekki því sem bíður manns næstu mánuðina, fimbulvetur og almennur djöfulgangur en þá er líka gott að leita í þýðingar Gunnars Hersveins á verki Schopenhauer sem minnir okkur á að: ,, ...dauðinn eyðir öllu; hinu góða, voninni, verkunum, ánægjunni og gleðinni. Lokadómur náttúrunnar er dauðinn, dauðinn sem sannar að vegur lífsins er falskur."
,,I just don't see why I should even care
It's not dark yet, but it's getting there"
Annars er ég bara hress og segi gleðilegan vetur!
4 Ummæli:
skemmtileg þessi síðasta lína sem er alveg í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á undan :)
annars gott að þú ert hress og hlakkar til vetrarins. hugsaðu bara um 4.janúar og þá verður ekkert mál að þrauka þetta.
hey thanks for the link man, see ya, emil
Í framhaldi af þessum ágæta pistli þínum langar mig að bæta við þessum orðum. Næðingur, viðbjóður, ófagur, vetur, hrollur, kalinn, hagl, hryssingslegur, vindur, ógeð, Kúkur, hvass, hvessir, hvassviðri, slydda, snjóflóð, frosthörkur, fimbulkuldi, smákökur, fárviðri, leysingar, myrkur, dauði, grár, stormur, andleysi, leðja, ömurleiki, ormétinn, freðmýri, morð og ormétinn aftur.
Góð og þörf viðbót minn kæri.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim