sunnudagur, ágúst 27, 2006

Lauga-dagur og fræðimaður fagur

Vaknaði frekar snemma í morgunn á minn mælikvarða og skellti mér niður í Laugar til að berja augum hið stór skemmtilega lið West Ham er heimsótti stórliðið Liverpool. Liverpool liðið var með skemtilegra móti í dag þó að það hafi sannarlega verið leiðinlegra liðið á vellinum. Hins vegar ef að Liverpool liðið sleppur við mikil meiðsli lykilmanna þá er það líklegt til að vinna ansi marga 1-0 sigra á þessari leiktíð, voru hins vegar heppnir að Bowyer skildi ekki stela tveimur stigum af þeim í dag. Held að Kuyt muni setja 15+ á þessari og 20+ á næstu.
Ætlaði svo að horfa á mína menn í Manutd sem samkv. fréttum sluppu naumlega með sigur en fékk þá símtal þar sem seiðandi rödd sannfærði mig um að koma í heimsókn.

Úr lágmenningunni á Anfield og var sem sagt haldið í heimsókn til Andra Fannars, þar sem hámenningin er sjaldnast langt undan. Við kumpánarnir settumst og horfðum á heimildarmyndina um Zizek sem ég hef áður minnst á. Myndin var stór góð, bæði fræðileg og fyndin.
Mæli eindregið með því að þenkjandi menn kíki á hana, hvar í flokki sem menn kunna að standa og ég er ekki frá því að ég muni lesa einhverjar af bókunum hans að lokinni haustönn. Andri benti mér reyndar á að sennilega mun verða gefin út þýdd bók eftir Zizek í ,,lærdómsritaröð" hins íslenska bókmenntafélags. Það er þó sennilega eitthvað í það.

Annað?
Þarf maður eitthvað að ræða fréttir síðustu daga. Sama gamla sagan, ríkisstjórnin að skíta á sig en ætli fólk kjósi hana ekki yfir sig aftur?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim