Magga Stína syngur Megas
Þegar ég lét plötuna ,,Pældu í því sem pælandi er í" fara óstjórnlega í mig fyrir nokkrum dögum síðan, sagði ég í pirringi að ég efaðist um sambærilega plötu Möggu Stínu þó að þau tvö lög sem ég hefði heyrt lofuðu góðu. Þessi pirringur og efi var blessunarlega ekki á rökum reistur og fjarri því sanna.
Þessi plata er bara þónokkuð góð, þó það sama eigi við um Megas og sagt var um Dylan forðum ,,Nobody sings Dylan like Dylan" - en aftur að plötunni.
Þrjú ,,ný" þ.e. óútgefin Megasarlög á plötunni, Flökkusaga ferðalangs sem heyrst hefur margoft á Rás2 og er mjög gott lag - og í rauninni óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa gefið það út sjálfur, en segir mikið um hann sem listamann. Hin tvö eru Óskin lag kontalgínsfíkils og gagnrýni á læknastéttina og Deglan lag sem Megas sjálfur syngur dúett með Möggu Stínu og fjallar um íslenska dómskerfið, bæði tvö glettnar perlur.
Af útgefnum lögum Meistarans fer Magga Stína& hljómsveit (sem á hrósið skilið fyrir góðan og á köflum framúrskarandi undirleik) best með Fílahirðinn frá Súrín, Fátækleg kveðjuorð (til-), Aðeins eina nótt og Enn (að minnsta kosti) sem hljóma viriklega vel (Flökkusaga ferðalangs kemst í sama flokk).
Eftir standa þá lög sem á flestum plötum væru lykillög en eru að mínu mati skör síðri en framannefnd lög en góð þó. Engin vegur fær sem Ellen Kristjánsdóttir flutti á sextugs afmælistónleikum Meistarans og Björt ljós, borgarljós sem Trabant hefur einnig flutt (og gerðu vel) eru bæði líkleg til að færast upp í framgreindan flokk. Kadúkíkvæði og Um óþarlega fundvísi Ingólf Arnarssonar eru þá einu lögin á þessari 11 lag plötu sem mér finnst ekkert sérstök - Kakúdíkvæði er að mínu mati, hreinlega ekkert sérstakt val á lagi af öllum þeim lögum sem komu til greina og Um óþarlega fundvísi Ingólfs Arnarssonar hef ég það út á að setja að lagið er sungið óþarflega hægt, þó að söngurinn geri lagið vissulega þunglyndislegra þá missir það fyrir vikið glettnina - í heildina er diskurinn því góður, barnsleg einfeldni í rödd Möggu Stínu sem fer verulega í pirrurnar á sumum sökum artífartí-legheita nýtur sín vel en þó er ég sérstaklega ánægður með það hvernig hljómsveitin skilar undirspilinu og hljómurinn er mjög góður.
Lifið heil, góðar stundir... ást og friður Sólskinsfíflið!
Þessi plata er bara þónokkuð góð, þó það sama eigi við um Megas og sagt var um Dylan forðum ,,Nobody sings Dylan like Dylan" - en aftur að plötunni.
Þrjú ,,ný" þ.e. óútgefin Megasarlög á plötunni, Flökkusaga ferðalangs sem heyrst hefur margoft á Rás2 og er mjög gott lag - og í rauninni óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa gefið það út sjálfur, en segir mikið um hann sem listamann. Hin tvö eru Óskin lag kontalgínsfíkils og gagnrýni á læknastéttina og Deglan lag sem Megas sjálfur syngur dúett með Möggu Stínu og fjallar um íslenska dómskerfið, bæði tvö glettnar perlur.
Af útgefnum lögum Meistarans fer Magga Stína& hljómsveit (sem á hrósið skilið fyrir góðan og á köflum framúrskarandi undirleik) best með Fílahirðinn frá Súrín, Fátækleg kveðjuorð (til-), Aðeins eina nótt og Enn (að minnsta kosti) sem hljóma viriklega vel (Flökkusaga ferðalangs kemst í sama flokk).
Eftir standa þá lög sem á flestum plötum væru lykillög en eru að mínu mati skör síðri en framannefnd lög en góð þó. Engin vegur fær sem Ellen Kristjánsdóttir flutti á sextugs afmælistónleikum Meistarans og Björt ljós, borgarljós sem Trabant hefur einnig flutt (og gerðu vel) eru bæði líkleg til að færast upp í framgreindan flokk. Kadúkíkvæði og Um óþarlega fundvísi Ingólf Arnarssonar eru þá einu lögin á þessari 11 lag plötu sem mér finnst ekkert sérstök - Kakúdíkvæði er að mínu mati, hreinlega ekkert sérstakt val á lagi af öllum þeim lögum sem komu til greina og Um óþarlega fundvísi Ingólfs Arnarssonar hef ég það út á að setja að lagið er sungið óþarflega hægt, þó að söngurinn geri lagið vissulega þunglyndislegra þá missir það fyrir vikið glettnina - í heildina er diskurinn því góður, barnsleg einfeldni í rödd Möggu Stínu sem fer verulega í pirrurnar á sumum sökum artífartí-legheita nýtur sín vel en þó er ég sérstaklega ánægður með það hvernig hljómsveitin skilar undirspilinu og hljómurinn er mjög góður.
Lifið heil, góðar stundir... ást og friður Sólskinsfíflið!
3 Ummæli:
Það er nú eitthvað annað að lesa þennan pistil enda er ég þér fyllilega sammála.
p.s. átti bágt með svefn eftir að Azmatat eða hvað sem hann hét var alltaf að birtast mér nakinn!oj...
Hahaha!
Hver vill ekki hafa hann í andlitinu á sér!
Hahaha!
Hver vill ekki hafa hann í andlitinu á sér!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim