miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Allt mögulegt og ómögulegt

1. Hrós dagsins: Hrós dagsins fær Andri Fannar fyrir stöðuga neikvæðni og gagnrýni. Hafa menn jafnvel hringt til að spyrja hvort hann sé sonur Ögmundar Jónassonar - en svo er ekki.

2. Hér er hinsti þátturinn í bili í þáttaröðinni ,,Slægur fer gaur með gígju"

3. Hér er mjög svo áhugaverð videoblog síða, þar sem mikill Dylan aðdáandi rýnir í tákn í textum Dylans.
Mannkyns- og myndlistarsöguna og tenginguna við biblíuna - mjög svo áhugavert.

4. Umfjöllun Kompás um Þjóðkirkjuna.

5. Eyðublað fyrir skynsemishyggjumenn fyrir úrsögn úr Þjóðirkjunni er hér.

6. Ég verð að segja að ég var nú ekkert alltof hrifinn af þessu athæfi Ryan Giggs í kvöld - það er Arsenal fnykur af þessu finnst mér.

7. Ég minni á orð mín frá því fyrr í vetur. Leikurinn á morgunn Barca vs. Liverpool verður leiðinlegasti leikur í íþróttasögunni.

Spá: Barca vs Liverpool O-O
Markskot: 2-1
Marktilraunir: 4-1
Bolta haldið innan liðs: 75% - 25%
Skemmtanagildi: 0%
Leiðinlegra liðið: Liverpool

Niðurstaða: Sjúkrabílar þjóta út um allan bæ, yfirfullir af fólki sem hefur látist úr leiðindum!

Efnisorð: , , , , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Planið er einmitt að standa á meðan leikurinn fer fram til að halda örugglega fullri meðvitund. Ég spái líka 0-0 , varaspá: 1 mark öðru hvoru megin.

21 febrúar, 2007 14:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvad er verid ad dissa Giggs... thetta var bara glaesilegt mark hjá honum... hvad hefdi hann átt ad reyna ekki ad skora... svo ad naesti leikur verdur meira spennandi. Audvitad gerir hann allt í sínu valdi til ad vinna leikinn andskotinn hafi thad. Thetta er ekki eitthver sandkassaleikur milli tveggja vina.

22 febrúar, 2007 16:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Var að sjá þetta comment, eftir viku tíma.
Staðreyndin er hreinlega sú að ég hef alltaf verið á móti svona mörkum. Það er ekkert vit í þessari reglu:
Það er ekki hægt að láta annað liðið fá eitthvað alræði þó að það sé brotið á því, því hvað er þetta annað en alræði. Ef að Lille hefði stillt upp manni fyrir framan boltann á meðan markmaðurinn var að stilla upp veggnum og Giggs hefði sparkað í hann þá hefði sá leikmaður fengið gult spjald. Sjálfur hefði ég orðið brjálaður að fá svona mark á mig.
Af hverju ekki að hafa bara eina reglu? Annað hvort tekur liðið aukaspyrnuna áður en hitt liðið byrjar að stilla upp veggnum eða bíður þar til það er búið að því.
Það er skítalykt af svona mörkum.
Ég er líka hræddur um að þetta eigi eftir að koma í hausinn á okkur seinna.
Kv.Bjarni
PS. Hvernig er það annars, ætla þínir menn þarna í Barca að skíta á sig endanlega?

26 febrúar, 2007 16:48  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim