mánudagur, febrúar 19, 2007

Golf og fleira


Þetta er fyrsta og mjög líklega eina golffærslan mín um ókomna tíð. Nema að Craig Bellamy sveifli kylfunni aftur á liðsfélaga sína.
Það er reyndar rétt að benda á aðra nýja færslu hér að neðan: Um Sigur Rósar tónleikana í gær
Íöðrum íþróttafréttum: Kobe
Hrós dagsins: Hrós dagsins fær Egill Helgason fyrir þennan pistil

Efnisorð: , ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"Golf er eyðilegging á góðum göngutúr"

Annars veit ég ekki hvort að Afríka sé á leiðinni að fara að blómststra og dafna, eins og þú sagðir fyrir neðan. Fréttamennska er er nú oftast "öll á yfirborðinu", en það kemur fyrir að fréttaþættir svipti hulunni af yfirborði veruleikans og sýni okkur hinn hrottalega bælda kjarna. Ég sá nefnilega þátt á Rúv þar sem sýnt var hvernig viðskipti ganga fyrir sig: stærðarinnar flugvél kemur frá vesturlöndum hlaðin vopnum sem seld eru í Afríku, en svo er ferðin að sjálfsögðu nýtt, og flugvélin flytur ávexti og annað góðgæti til baka. Börn í Afríku fá byssur á meðan börn á vesturlöndum fá epli og appelsínur, sagði einn. Og eru þá ekki allir sáttir, fengu ekki allir það sem þeir vildu?

AFO

19 febrúar, 2007 19:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eitt finnst mér skrítið við þessa umræðu um klámmyndaráðstefnuna. Á að leyfa eða banna? Það fer eftir því hvaðan er horft. Ef maður setur á sig gleraugu feministans þá á ekki að leyfa klámliðinu að mæta, en ef maður setur á sig gleraugu frjálshyggjumannsins, eða Sveins Andra, þá ætti að leyfa klámliðinu að mæta eins og hverjum öðrum ferðamönnum.
Mér finnst eins og þetta sé svipað og með kenningar manna með ljósið. Ljósið er bæði bylgjur og efniseindir. Bæði er rétt, hvorugt rangt. Það fer einfaldlega eftir því hvaða sjónarhorn þú velur að skoða ljósið frá.
Það sama gildir um klámráðstefnuna og klám yfir höfuð. Það getur verið siðlegt, en um leið siðlaust. Bæði rétt, hvorugt rangt. Það fer bara eftir því hvaða sjónarhorn þú velur að skoða það út frá. Þetta virðist afstætt í vissum skilningi. En eitt virðast allir, sem maður sér í blöðum og kastljósinu, vera sammála um, hvort sem þeir vilja banna ráðstefnuna eða leyfa, en það er að klámiðnaðurinn sé fyrirlitlegt fyrirbæri, skítugur bisness.
En engu að síður leiðast menn út í umræðu um lagalegar forsendur og svo framvegis. Og ég skil bara ekki alveg hvernig menn geta haldið áfram að karpa um rök og lagalegar forsendur, en í grunnin verið sammála um fordæmingu klámiðnaðrins? Af hverju lög, af hverju rök, þegar allir í kórnum eru sammála?
Málið er að það eru engin endanleg rök með eða á móti kláminu, afstaða hvers og eins mun alltaf litast af því sjónarhorni/hugmyndafræði sem viðkomandi velur að skoða það út frá. Engu að síður rembist fólk með rökum og lagalegum forsendum og kemst aldrei að niðurstöðu, en er svo í grunninn algjörlega sammála um fordæmingu klámiðnaðarins eftir allt saman. Það hljóta allir að sjá að það er eitthvað bogið við þetta.
Þetta er kannski ágætis dæmi um umræðu-stjórnmál okkar tíma þar sem gulltryggt er að ekkert gerist. Engin tekur ákvörðun. Já það var Lenin sem sagði að lýðræði væri til þess eins að engin tæki ákvörðun.
Siðferðislegar ákvarðanir sem gera ekki annað en að miða sig við núverandi aðstæður, við þekkinguna, rök og lög er aðeins formleg. Hin raunverulega ákvörðun fer handan þekkingarinnar, raka og laga. Það er augljóst að allt annað er gervi-ákvörðun. Hverri siðferðislegri ákvörðun fylgir ábyrgð. Og hvaða ábyrgð tekur maður ef maður sækir alla tíð í æðri réttlætingu einhverrar hugmyndafræði. Ábyrgð sem felur sig bakvið rök er engin ábyrgð. Þegar við tökum raunverulega siðferðislega ákvörðun sem styðst ekki við neina hugmyndafræði eða rök, þá fyrst tökum við ábyrgð. Við verðum að brjóta upp þessa hringavitleysu umræðustjórnmálanna sem birtast skírast í dag í klámráðstefnumálinu. Hin raunverulega ákvörðun má líka sjá þegar Indiana Jones stígur út á ósýnilegu brúna í þriðju myndinni.

AFO

19 febrúar, 2007 23:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyrsti punktur: Þetta hefur nú ekki verið merkilegur né fræðilegur fréttaþáttur ef að þetta var niðurstaðan - meira svona æsifréttamennska. Vissulega fara fram vopnaviðskipti en uppbygging innri stoða fer einnig fram. Það er hreinlega erfitt að koma af stað einhverri uppbyggingu í löndum þar sem einræðisherrar ráða ríkjum - almenningur verður eininlega að stíga skrefið. Þar sem almenningur hefur viljað koma á einhvers konar sanngjörnu lýðræðisskipulagi þar hafa vestræn ríki oftar en ekki ýtt undir slíkt með fjárhagslegum stuðningi. Það er þó vissulega sorglegt hve mörg stórfyrirtæki hafa komist upp með vopnasölu til einræðisherra.

Annar punktur: Hverjir eru þessir allir sem telja klámiðnaðinn skítugt fyrirbæri?
Ég gæti hreinlega (að ,,skítugu fyrirbæri" undanteknu) ekki verið meira sammála Sveini Andra. Lagalega hefur fólkið ferðafrelsi og það er ekki hægt að refsa fólki fyrir athæfi sem það hefur framkvæmt í sínu heimalandi og er þar löglegt.
Af hverju koma feministar ekki með beinar og harðar sannarnnir fyrir þessu þegar þar að kemur, sem og hvar eru beinu sannanirnar fyrir barnaklámi og mansali?
Þorbjörg nefnir í þessu kastljós viðtali eitthvað á þá leið að þar sé tilvísun í barnaklám, þ.e. að eldri konur eru klæddar á barnalegan hátt... bíddu, á þá að banna fólki að drekka áfengi sem hefur náð aldri til þess en virðist vera yngra - bull!
Þá eru rökin afgreidd!

Þriðji punktur: Ástæða þess að fólk tekst á með rökum og lögum er svo einmitt sú að það eru ekki allir sammála um þetta mál, hvorki í heild sinni né einstökum atriðum.
Umræðustjórnmál er eitthvað sem þú ættirað fagna þar sem tilgangurinn er einmitt að vekja fólk til umhugsunar um málefni liðandi stundar. Þetta er einmitt ekki spurning um ábyrgðarleysi, heldur ábyrgð. Að fólk komi saman, ræði framtíðina og að stjórnmálamenn hafi þjóðina á bakvið sig í einstökum málum, jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu... þ.e. beint lýðræði. Það vill nefninlega þannig til að stjórnmálamennirnir sem við kjósum eru sjaldnast guðlegar og alvitrar verur - frekar hefur manni virst hitt þ.e. mannlegar og alheimskar verur og því ættu stærstu mál líðandi stundar að vera borin undir þjóðina eftir almenna umræðu í þjóðfélaginu - það er útópían. Þetta þýðir svo einmitt að lög, rök og skoðannir fólks breytast með tímanum og lýðræðið og þjóðfélagið í heild sinni aldrei sterkara. Þ.e. þegar lögin hafa lögmæti, eru lifandi og almenningur tekur ákvarðanir um framtíð sína.
Setning Lenins er síðan lykilinn að þessu, umræðustjórnmál eru einmitt á þann veg að þar er almenningur matur, já mataður á upplýsingum frá fulltrúum sínum og tekur síðan ákvarðanir út frá þeim upplýsingum og stefnum sem þeir vilja taka. Fulltrúarnir eru auðvitað þjónar almennings en ekki yfirmenn eins og margir vilja halda og þar með er vandi Lenins leystur. Þjóðin hefur ekki tíma til að taka ákvarðanir í sameiningu, kýs fulltrúa til að sjá um sín mál, sem ættu að bera sínar niðurstöður undir þjóðina sem taka svo ákvarðanir um örlög sín - er þetta ekki útópían?
... og þetta hlýtur að vera sú skoðun sem hinn franski ,,badú" er á varðandi fulltrúa lýðræði.

Fjórði punktur: Ég verð síðan að vera ósammála þér varðandi rök og lagalegar forsendur vegna þess að þær eru undirstaðan í lýðræðis þjóðfélögum (eins og ég kom inn á hér að ofan.
Svo er ég algjörlega ósammála þér í þessum tveimur setningum ,,Þegar við tökum raunverulega siðferðislega ákvörðun sem styðst ekki við neina hugmyndafræði eða rök, þá fyrst tökum við ábyrgð" ...og... ,,Hin raunverulega ákvörðun má líka sjá þegar Indiana Jones stígur út á ósýnilegu brúna í þriðju myndinni"
Hvernig á þjóðfélagið að taka ábyrgð út frá tilfinningum án þess að velta fyrir sér rökum og lögum. Indiana Jones samlíkingin ber þess svo vott að þú viljir einhvern einráðan alvitran stjórnmálamann sem tekur guðdómlegar ákvarðanir sem eru hugsanlega þverrt á skynsemina (sá maður er ekki og verður aldrei til) eða að almenningur trúi í blindni og taki ekki ákvarðanir út frá skynsemi heldur trú.
Nei, ég vona að ég muni aldrei búa í landi þar sem ákvarðanir eru ekki teknar út frá rökum og lögum heldur tilfinningum og trú (það er trúarbrögðum, þverrt á skynsemina).

20 febrúar, 2007 00:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

NB! Hversu geðveik þarf ein kona að vera til að líkja klámiðnaðinum við fíkniefnasala og vopnasala.
Hvar eru fórnalömbin?
Barnaklám og mansal?
Sannannir á því?

20 febrúar, 2007 00:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ahhhh! Ég hér að ofan!

Kv.Bjarni

PS. Láttu þér batna

20 febrúar, 2007 00:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=29950&ProgType=2003&ItemID=26639&progCItems=1

20 febrúar, 2007 02:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim