Óheppilegur Geir Haarde í Silfrinu (gleymdur pistill)
Geir H. Haarde var í Silfri Egils um daginn og þá áttaði ég mig á því hvers vegna hann heldur sig fjarri sviðsljósinu - það er einhver Bush í honum, þvílíkt ,,óheppinn" með orðalag.
1. Í umhverfismálum hafði hann ekkert fram að færa, frekar en fyrri daginn en nefndi tvo Sjálfstæðismenn sem hefðu sterka skoðun á malinu Guðlaug Þór (sem hefur hegðað sér í borgarstjórn eins og hann sé Framsóknarmaður slíkar eru athafnir hans gegn náttúrunni) og Illuga Gunnarsson sem situr ekki á þingi en er á listanum fyrir komandi þingkosningar. Sem sagt enginn umhverfisverndarsinni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og endurtók Geir heimskuleg orð Davíðs Oddsonar ,,Að nýta náttúruna og njóta hennar".
2. Ástæða þess að Geir er efins um Samfylkinguna ,,Ástandið þar er mjög skrítið, þar er hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn er ósamkvæmur sjálfum sér, það eru mörg mál sem virðast vera þannig og framganga þingflokksins á Alþingi ekki traustvekjandi." ... gefum nú okkur það að þetta sé rétt - er þá Framsókn skárri kostur!!!. Framsóknarflokkurinn klofnaði síðasta sumar sökum ágreinings og formaðurinn hætti, þannig að þar er ástandið mun skrítnara og hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn hefur snúist (blessunarlega) í mörgum málum t.d. Írak stríðinu þannig að hann er ekki samkvæmur sjálfum sér og það á við í fleiri málum t.d. virkjanamálum - voru stóriðjuflokkur en svo kom nýr formaður og þá var stóriðjan hluti af fortíðinni, en nú á aftur að fara að byggja 3-5 álver.... og framganga þingflokksins jafnast á við það sem á sér stað í Frjálslynda flokknum. En sennilega hefur Geir rétt fyrir sér, er það ekki?
3. Varðandi VG: ,, Þar eru að minnsta kosti tveir mjög sterkir forystumenn Steingrímur og Ögmundur... Ha, Ögmundur? eru hægri menn ekki að hlæja að honum eins og vinstri menn gera að Birni Bjarnasyni og Davíð Oddssyni?
4. Fyrir utan einn sveittan brandara um McDonalds komst Geir sómasamlega út úr efnahagsmála umræðunni.
5. Hins vegar átti hann þessa margumtöluðu og mjög óheppilegu setningu um fórnarlömb Byrgismálið sem voru börnuð ,,en auðvitað er erfitt að fullyrða um að þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshafandi hvort sem er" - því auðvitað veit Geir að þrátt fyrir allt geta ekki allir farið heim með sætustu stelpunni á ballinu, spurning hvort að Geir hafi misst af tækifærinu sem Guðmundur í Byrginu fékk? Aaahhhh!
Með þessum rökum mætti spyrja sig hvort að saklausir borgarar sem létust í Írak og Afganistan hefðu ekki hvort eð er dáið.
En þetta viljið þið!!!
PS. Loksins þegar Ingibjörg Sólrún var komin á flug með stefnumál í aðdraganda kosninganna þá lætur hún út úr sér þessa líka þvælu um ,,Klámmálið" - óhugglegt hversu margir virðast sammála henni í að hefta hingað för fólks hingað til lands. Tek undir það sem skoðanabróðir minn (sem ég þekki ekki) segir um málið hér. Ótrúlegt að svo málefnanlegur maður geti haldið með Liverpool, það á reyndar við um fleiri.
1. Í umhverfismálum hafði hann ekkert fram að færa, frekar en fyrri daginn en nefndi tvo Sjálfstæðismenn sem hefðu sterka skoðun á malinu Guðlaug Þór (sem hefur hegðað sér í borgarstjórn eins og hann sé Framsóknarmaður slíkar eru athafnir hans gegn náttúrunni) og Illuga Gunnarsson sem situr ekki á þingi en er á listanum fyrir komandi þingkosningar. Sem sagt enginn umhverfisverndarsinni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og endurtók Geir heimskuleg orð Davíðs Oddsonar ,,Að nýta náttúruna og njóta hennar".
2. Ástæða þess að Geir er efins um Samfylkinguna ,,Ástandið þar er mjög skrítið, þar er hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn er ósamkvæmur sjálfum sér, það eru mörg mál sem virðast vera þannig og framganga þingflokksins á Alþingi ekki traustvekjandi." ... gefum nú okkur það að þetta sé rétt - er þá Framsókn skárri kostur!!!. Framsóknarflokkurinn klofnaði síðasta sumar sökum ágreinings og formaðurinn hætti, þannig að þar er ástandið mun skrítnara og hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn hefur snúist (blessunarlega) í mörgum málum t.d. Írak stríðinu þannig að hann er ekki samkvæmur sjálfum sér og það á við í fleiri málum t.d. virkjanamálum - voru stóriðjuflokkur en svo kom nýr formaður og þá var stóriðjan hluti af fortíðinni, en nú á aftur að fara að byggja 3-5 álver.... og framganga þingflokksins jafnast á við það sem á sér stað í Frjálslynda flokknum. En sennilega hefur Geir rétt fyrir sér, er það ekki?
3. Varðandi VG: ,, Þar eru að minnsta kosti tveir mjög sterkir forystumenn Steingrímur og Ögmundur... Ha, Ögmundur? eru hægri menn ekki að hlæja að honum eins og vinstri menn gera að Birni Bjarnasyni og Davíð Oddssyni?
4. Fyrir utan einn sveittan brandara um McDonalds komst Geir sómasamlega út úr efnahagsmála umræðunni.
5. Hins vegar átti hann þessa margumtöluðu og mjög óheppilegu setningu um fórnarlömb Byrgismálið sem voru börnuð ,,en auðvitað er erfitt að fullyrða um að þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshafandi hvort sem er" - því auðvitað veit Geir að þrátt fyrir allt geta ekki allir farið heim með sætustu stelpunni á ballinu, spurning hvort að Geir hafi misst af tækifærinu sem Guðmundur í Byrginu fékk? Aaahhhh!
Með þessum rökum mætti spyrja sig hvort að saklausir borgarar sem létust í Írak og Afganistan hefðu ekki hvort eð er dáið.
En þetta viljið þið!!!
PS. Loksins þegar Ingibjörg Sólrún var komin á flug með stefnumál í aðdraganda kosninganna þá lætur hún út úr sér þessa líka þvælu um ,,Klámmálið" - óhugglegt hversu margir virðast sammála henni í að hefta hingað för fólks hingað til lands. Tek undir það sem skoðanabróðir minn (sem ég þekki ekki) segir um málið hér. Ótrúlegt að svo málefnanlegur maður geti haldið með Liverpool, það á reyndar við um fleiri.
Efnisorð: Klám, Leiðtogar, Stjórnmál, Umhverfisverndarleysi
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim