mánudagur, febrúar 19, 2007

Atjúúúúúúúúú













Það var fríður hópur manna og kvenna sem skelltu sér á tónleika í gær til styrktar Varmársamtökunum. Þar voru mættir: Hinir hagfróðu Haukur Hagnaður og Ólafur Þórisson, ég sjálfur með verðandi íslensku fræðinginn Örnu upp á höndina, og þá rákumst við á Stór Kapítalistann Viðar ,,Keðja" með heimspekiþenkjandi badmintonstjörnuna Rögnu sér við hlið, þá stjórnmálafræði Odd og að lokum langan mann sem ég veit ekki ennþá hver er (væntanlega bróðir Rögnu eða badminton maður frá einhverju af norðurlöndunum - en hverjum er ekki skítsama:) )
Aðrir sem þarna voru mættir, auk listamannanna voru Samfylkingarmennirnir Dagur B.Eggertsson, Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason - þar að auki var Jón Baldvin mættur enda Bryndís ein af ræðumönnum kvöldsins - einhver myndi segja hentugleika póltík en þar sem Dagur og Árni Páll voru í slagtogi við Guðmund (Ske) Steingrímsson þá gef ég þessu séns. Ávallt þegar einhver ræðumaðurinn eða listamaðurinn talaði um skipulagsklúður var mér hins vegar litið á næsta bekk fyrir framan mig þar sem Dagur B.Eggertsson sat (formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þegar Hringbrautin var færð - betur þekkt sem Hringbrautarslysið).
Tónleikarnir voru í það heila mjög fínir og auðvitað stóð Sigur Rósar gengið upp úr, en allir aðrir voru einnig mjög góðir.
Besta bandið: Sigur Rós
Fyndnasta lagið: Amina - Ég er ugla, sumarugla.
Fyndnasta commentið: Á einum tímapunkti átti ég mjög erfitt með að hemja mig. Það var þegar ein af stúlkunum í Aminu afsakaði tregafullt fyrsta lag, en henni þætti bara svo sorglegt hvað væri að gerast þarna - sérstaklega minnist hún á litla andarfjölskyldu sem ætti heima á tjörninni rétt hjá hljóðveri þeirra Sigur Rósar manna. .... Maður þurfti kannski að vera á staðnum en þarna áttum við Keðjan mjög bágt með okkur.
Ræða kvöldsins: Það voru eiginlega þrír ræðumenn kvöldsins, hver á sinn hátt. Bryndís Schram flutti fyrsta ávarpið og gerði það mjög vel, þá tók einn af íbúum bæjarins Steindór úr Ásgarði til orðs og flutti fína ræðu - húrra fyrir honum og að lokum Dóri DNA sem flutti mjög góða ræðu/slam poetry um yfirgang yfirvalda, geðveikislegan bílastæða kapítalisma og hjarta Mosfellsbæjar.
Vandræðalegasta augnablikið: Einn af íbúunum (Una) flutti mjög vandræðalega ræðu, enda mjög ung. Maður beinlínis fann til í hjartanu með greyið stelpunni.
Fyndnasti listmaðurinn: Steindór Andersen og Sigurður dýralæknir fluttu kvæði, en áttu auk þess mjög góða spretti í gamanmáli - sérstaklega Steindór.
Golden moment: Ég og Arna biðum uppi á 2.hæð eftir Hagnaðinum og Þórissyni, þar sem þeir höfðu miðana. Upp tröppurnar gengur maður og gerir sig líklegan til að fara upp á 3.hæð þar sem hljómsveitarmeðlimir áttu athvarf - hefst þá stutt atburðarás:
Dyravörður: Hvert þykist þú vera að fara?
Georg Holm (mjög hissa en einlægur): Ha ég? Ég ætla nú bara að fara að spila.(Með svona 5 ára svip - má ég það ekki örugglega)
Kannski annað augnablik þar sem maður hefði þurft að vera á staðnum.
Nú treysti ég á að Þórisson sendi harðort bréf í Velvakanda og spyrji Ragnheiði Ríkharðsdóttur að því hvort að hún vilji bera ábyrg á því að besta hljómsveit alheimsins hætti.
Að öðru: Að lokum er rétt að taka undir með Frjálshyggjufélaginu í ,,Stóra Klámmálinu" og ekki er deiglupenni síðri.
Að lokum fór ég heim, tróð í mig bollu og fékk í staðinn skitu og smá gubbupest - eru þetta ekki upplýsingar sem þið vilduð ólm komast yfir.

Efnisorð: , , , ,

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvad gengur á med thetta stóraklámmál Bjarni? Afhverju ertu ekki búinn ad skrifa stóran pistil um thad! En ég er allveg viss um ad sidprúdir stjórnmálamenn nota taekifaerid núna til ad sýna hversu hreinir og taerir their eru og stodva thessa rádstefnu (smáborgaraháttur ef thú spyrd mig.. en hvad veit ég svo sem). Thad er kannski spurning um ad endurvekja gamla Klámyndaklúbb Stiftamtsyfirvalda (eda hét hann thad ekki annars). Tala vid biskup og fleiri menn..hehehe

19 febrúar, 2007 18:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

var þetta ekki "ég er ugla, sem að ruglar"
það finnst mér hljóma mun líklegra :)

19 febrúar, 2007 22:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ívar: Stundum nennir maður hreinlega ekki að...
en þú getur annars fylgst með rökræðum okkar Andra um þetta í commentunum í færslunni hér að ofan ,,Golf og fleira" og auk þes var Kastljósið í kvöld (19.2) með umfjöllun um málið.
Geir Haarde ætlaði annars ekkert að stöðva, en ISG fær skömm í hattinn fyrir að reyna að stöðva þetta.

Arnie B: ,,Ég er ugla, sem að ruglar" er jafnvel betra og fyndnara.

Kv.Bjarni

20 febrúar, 2007 00:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta kvöld var afar hressandi og lítið stressandi. Amina fær hrós fyrir að ná fram kjarna þess sem leiðinlegt er.

Sigurrós var náttúrulega besta hljómsveitin.

En ég verð nú líka að hrósa Benna Hemm Hemm fyrir hressilega framkomu.

20 febrúar, 2007 09:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim