þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Alþjóðavæðing og hagfræði

Það er vert að birta hér ritdóm um ,,nýju" bókina hans Joseph E. Stiglitz ,,Making Globalization Work" er fjallar um alþjóðavæðingu og hagfræði. Nú hef ég lesið góðan hluta bókarinnar ,,Globalization and Its Discontents" (og þarf endilega þegar færi gefst að klára hana) og get eindregið mælt með henni líka...
Von mín er sérstaklega sú að Andri, Haukur, Ívar, Viðar og Ólafur Þórisson tjái sig hér við þessa færslu í commenta kerfinu.
En allavegana, ritdómurinn gjörið þið svo vel (lesið góð lokaorð þið ykkar sem nennið ekki að lesa allt... eða réttara sagt nennið ekki að lesa nokkurn skapaðan hlut):

Globalisation has passed its initial high-pitched `for' and `against' stage. Some two decades after it appeared the arguments still continue, but it is now possible to subject them to a reality check. And the evidence is mixed. The U.S., once the loudest champion of globalisation, has begun to have doubts about it because employment of its workforce is being taken away by countries situated far away from its shores, its once `almighty' dollar is losing its strength and shine, and its global economic supremacy is being challenged. It would appear that China, once a tightly closed economy has emerged as the greatest beneficiary of opening up to the rest of the world, especially to its one-time bitter enemy. In India it is claimed that globalisation has resulted in high rates of growth, unprecedented prosperity, and, above all, a sense of optimism about the future shared by its citizens and many other countries. Within and across nations inequalities have been growing leading to social and political tensions.

Globalisation desirable


This is the background to Josph Stiglitz's second book on globalisation. In his earlier work, Globalization and Its Discontents (2002) Stiglitz sharply criticised the manner in which the IMF and Western countries were pushing globalisation. In the present volume he takes the line that globalisation, the greater economic integration of national economies through the market process, is a desirable thing. He takes this position not because he is a believer in the miracle of the market. He makes it clear that without appropriate government regulation and intervention, markets do not lead even to economic efficiency, and that left to itself the market tends to "create rich countries and poor people." Stiglitz is also unambiguous about his economic philosophy: "Development is about transforming the lives of people, not just transforming economies."

The author has strong credentials to make pronouncements about the global economy. He received the Nobel Prize in economics in 2001 for his theoretical work on economics of information that led to the understanding of many of the inadequacies of the market as a social institution and to the recognition that values beyond profits and growth are necessary to ensure social welfare. As a member of the Council of Economic Advisers of President Clinton he had the opportunity to watch at close quarters how national and international decisions are made, and to realise that politics and economics are intricately interwoven. His role as a top official of the World Bank enabled him to understand how national governments, multinational corporations and international institutions actually function.
A global account



I strongly recommend the book to all who are eager to become familiar with the way globalisation has been impacting national economies and different sections of society in many parts of the world. The book is, indeed, a global account of globalisation. He is highly critical of the manner in which globalisation has been proceeding. But he believes that its failures are largely because the rules of the game that govern it are unfair as they are specifically designed to benefit the advanced industrial countries. He believes that these rules can be and should be changed. He shares the message proclaimed by the World Social Forum held in Mumbai in 2004: "Another World is Possible."

The specific themes that Stiglitz deals with are, making international trade fair; shaping the patents regime to go beyond profits and to benefit people; administering global resources, especially energy resources; saving the planet; disciplining multinational corporations; reducing the burden of debt of poor countries; reforming the Global Reserve System; and democratising globalisation. In each one of these themes Stiglitz presents a well-documented account of what has been happening in the past and of the present position. Then he moves on to suggest how the distortions can be corrected and what changes in institutional structures and decision-making procedures are necessary to steer globalisation in desirable directions.

Reserve system


The treatment of the global reserve system is particularly noteworthy. The advantages that the U.S. has had because its dollar had become the universal currency, the growing strength of other economies and currencies, the long-term untenability of the present system, and the possibility of global recession and crisis that its failure presages are all dealt with in a manner that even non-economists will be able to follow. To replace the present unstable system Stiglitz proposes a `global greenbacks' arrangement - similar to the `bancor' proposal that Keynes had made towards the end of the Second World War. A global reserve fund of national currencies contributed by each country will replace the present single-currency reserve system with each country getting greenbacks in return, which it can use to purchase from the reserve fund any other currency when the need arises. Some problems will still remain, especially the determination of the relative prices of the currencies, but the dangers associated with dependence on a single national currency will be eliminated.

Stiglitz's diagnoses and suggested remedies deserve serious consideration. However, there is a tricky problem relating to the remedies. Practically all remedial measures depend crucially on getting the advanced countries, which now lay down the rules and control the rule-making arrangements, to accept changes that will adversely affect them in the short run. What will lead them to make such changes? The situation is similar to suggesting that a democratic alternative is possible in a country where someone now exercises dictatorial powers provided he can be convinced that democracy is better than dictatorship!

Þá er ekkert annað að gera en að komast yfir eintak.
Góðar stundir.

Efnisorð: , , ,

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sumir telja að pólitískt alræði og firring nútímans sé ekki afleiðing af innbyggðum þráttum (dialektík)sjálfs skynsemis-upplýsingar og lýðræðis-ferlisins. Eins og gamlir kommúnistar svara gagnrýni: "við höfum aldrei séð kommúnisma í sinni réttu mynd", þá svara þeir (frjálslyndu-vestrænu-lýðræðis-múltíkúltisinnar) gagnrýni: "hey ferlinu er ekki lokið, lýðræði á eftir að komast á og nútímavæðingin lukkast" Og svo bæta þeir við að "við höfum aldrei séð lýðræðið í sinni réttu mynd" (allt út af þessum einræðisherrum sem hindra uppbyggingu innri stoða!). Ef við lesum Stiglitz þá getum við klárað þetta!

En svo eru það aðrir (þar með talinn ég) sem líta svo á að vandamálið, hið "grasserandi sjúkdómseinkenni", sé innbyggt í sjálft alheimsvæðingar-ferlið. Sannleikur nútímavæðingarinnar sprettur fram á þeim stöðum þar sem allt er í rugli. Frá þessum stöðum hörmunganna ættum við að dæma og gagnrýna ferlið. Og það er ekkert annað en aumkunarverð hugmyndafræði að skella skuldinni á einhverja einræðisherra sem standa í vegi fyrir framförum, uppbyggingu innri stoða, þar sem þeir eru einmitt sannleikurinn um ferlið sjálft, en ekki ytri fyrirstaða fyrir fullkomnun þess. Þeir eru staðfesting á ruglinu.

Það er hroðalegt að detta út í þessa hugmyndfræðigryfju, og sérstaklega ef menn hafa horft á Power of nightmares: "við viljum frelsi og lýðræði og þess vegna verðum við að standa saman og berjast gegn "öxulveldum hins illa", við verðum að berjast gegn hryðjuverkum" Og svo: "við viljum lýðræðisvæðingu, alheimsvæðingu, nútímavæðingu og frelsi en það hefur ekki heppnast út af helvítis einræðisherrunum og þess vegna verðum við að standa saman og berjast gegn þeim og þá mun uppbygging innri stoða getað haldið áfram áfallalaust og þá munum við sjá lýðræðið í sinni réttu mynd. Ef þið sjáið svo fréttaþátt sem sýnir aðra niðurstöðu þá skuluð þið kalla það æsifréttamennsku." Þetta er ekkert annað en stórhættuleg hugmyndafræðileg staðleysa, sem mér sýnist vera á góðri leið með að grafa undan allri gagnrýni.

Ég endurtek: einræðisherrar, eða hryðjuverkamenn, eru ekki ytri fyrirstaða fyrir fullkomnun nútímavæðingarinnar (með öllu tilheyrandi), heldur innbyggður sannleikur og staðfesting á firringu sjálfra nútímavæðingarinnar.

Hættum að tala eins og stjórnmála menn: "við hörmum vissulega vopnasölu, en það mé ekki gleymast að það hefur átt sér stað gríðarleg uppbyging og við ættum því að vera bjartsýn á framhaldið og þá sérstaklega ef við náum að koma þessum einræðisherrum frá völdum". Þá mun allt blómstra er það ekki! Og hvað á svo ekki bara að taka undir með Loga Geirs og syngja: "það kemur dagur, það kemur dagur, það kemur dagur eftir þennann dag, hann verður miklu..bla bla"

Hættum þessu rugli og segjum Far þinn veg (fuck off) fláa veröld til hamingju með fallið.

AFO

20 febrúar, 2007 12:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki lesið Stiglitz (ekki nema inngang að einni bók). Ég mun hins vegar koma til með að tjékka á honum. Kannski hefur hann eitthvað markvert fram að færa. En hann gæti líka verið að framleiða rök fyrir frjálshyggju-kommúnista, þú veist þessa súkkulaði-laxerolíu gæja.

AFO

20 febrúar, 2007 12:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

"Hvernig á þjóðfélagið að taka ábyrgð út frá tilfinningum án þess að velta fyrir sér rökum og lögum."

Þessu er auðsvarað. Rök og lög eru órjúfanlega tengd einhverri hugmyndafræði (sem fólk, vel að merkja, tengir sig oft við af tilfinningarlegum ástæðum). Hugtök eins og gott, illt, rétt, rangt o.s.frv. eru algjörlega merkingarlaust áður en þau tengjast einhverri hugmyndafræði. Það sem er gott og illt fyrir frjálshyggjumanninum er það ekki fyrir samfélagshyggjumanninum. Slík hugtök öðlast ekki merkingu og rökstuðnig fyrr en þau tengjast hugmyndafræði. Þess vegna sagði ég að þau væru órjúfanlega tengd hugmyndafræði (rök og lög). Hvað gerir hugmyndafræði svo? Jú, hún breiðir yfir bresti samfélagsins og veitir því falska heildstæðni með því að yfirfæra innbyggt vandamálið yfir á einhvern ytri aðila sem gerður er að blóraböggli. Grefur undan gagnrýni. Lög eru einnig bundin ráðandi hugmyndafræði. Lög greina á milli "löglegs ofbeldis" og "ólöglegs ofbeldis". Og þá vaknar spurningin um hvað sé löglegt ofbeldi og hvað ólöglegt? Hér lítur út fyrir að við þurfum að grípa til einhverra hugmyndafræðilegra skilgreininga! Lög eru alltaf um leið lögleysa.
Þess vegna sagði ég að "ekta athöfn" geti ekki falist í því einu að aðlagast þeim rökum og lögum sem ráðandi hugmyndafræði skilgreinir. Og réttlætt sig út frá þeim. Eins er það "fölsk ábyrgð" sem felur sig á bakvið æðri réttlætingu raka og laga einhverrar tilekinnar hugmyndafræði. Það er ekki hægt að tala um ekta ("hreina") athöfn eða ábyrgð fyrr en við förum handan hugmyndafræðilegra réttlætinga, fyrr en við tökum skrefið eins og Idiana Jones.

AFO

20 febrúar, 2007 13:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo er sagt að ég vilji "einráðan alvitran stjórnmálamann sem tekur guðdómlegar ákvarðanir sem eru hugsanlega þvert á skynsemina eða að almenningur trúi í blindni og taki ekki ákvarðanir út frá skynseminni heldur trú". Þetta er eins og hver önnur vitleysa.

Í fyrsta lagi er hér gripið til falskrar aðgreiningar á tilfinningum og skynsemi: að einstaklingurinn geti hafið sig upp yfir tilfinningar og í krafti hinnar "hreinu skynsemi" komist að niðurstöðu. Hvað halda menn eiginlega að skynsemi sé. Sá sem hefur skynsemina upp til skýjanna og slítur hana frá tilfinningum og samfélagslegum veruleika fólks gerist einmitt sekur um blinda trú (á skynsemina). Skynsemin er alltaf sögulega og menningarlega skilyrt, hún er alltaf í díalektískum tengslum við veruleikann. Hún er ekki guðlegt afl sem á tilvist sína undir sjálfri sér.

Í hnotskurn: sá sem reynir að losa skynsemina undan öllum ytri áhrifum tilfinninga, menningar og sögu, áttar sig ekki á því að það sem hann er að losa sig við í raun er skynsemin sjálf, þ.e. hin jarðneska skynsemi.

Þar með er það sá sem trúir á afl hinnar hreinu (dauðhreinsuðu) skynsemi, sem er hafin upp til skýjanna, sá sem trúir í raun á guðdómlegar ákvarðanir. Er ekki öllum ljóst að slíkur skynsemishyggjumaður lítur skynsemina sömu augum og hinn trúaði lítur á Guð. Bæði fyrirbærin eru yfir allt hafin. Viðkomandi trúir ekki á Guð, en svo þegar hann fer að tala um skynsemina þá kemur í ljós að hún er ekkert annað en Guð fyrir honum.

Fylgjendur hinnar hreinu skynsemi trúa greinilega á guðdómlegar ákvarðanir og vilja að almenningur trúi í blindni og vilja að almenningur taki ákvarðanir út frá himneskri skynsemi, trú.

En ég hvet fólk til þess hins vegar að taka ákvarðanir út frá heilbrigðri jarðneskri skynsemi.

AFO

20 febrúar, 2007 13:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

1.Einræðisherrar eru ekki staðfesting á neinu nútímarugli. Þeir voru til fyrir komu lýðræðisins í sömu löndum og í dag, þeim fer hins vegar fækkandi - t.d í A-Evrópu sem er laus við sína drottnara.
Hvað eiga lýðræðisríki að gera?
Neyða aðra til lýðræðis, ekki hefur það gefið góða raun - við getum ekki tekið endanlega ábyrgð á öðrum.

2. Power of nightmares fjallaði ekki um menn sem eru á höttunum eftir frelsi og lýðræði frekar en Sovétríkin (sem höfðu það inni í sinni stjórnarskrá).
Ég verð annars að taka undir það að okkar lýðræði er versta stjórnarform sem til er að undanskyldum öllum öðrum stjórnarformum sem mannkynið hefur reynt. Ég hef hins vegar trú á því að það sé hægt að bæta, eins og ég kom inn á áður.

3. Að tala ekki eins og stjórnmálamenn... menn mega sem sagt ekki sjá jákvæðan hlut á neinu án þess að menn tali eins og stjórnmálamenn, sjálfur tekur þú hins vegar neikvæða afstöðu, jafnvel fyrirfram og vitnar einungis í neikvæðar fréttir. En hvað með alla umbygginguna?
Hvað með bætt ástand og lýðræðisþróun í Afríku, hvað með hugarfarsbreytingar tyrkneksu þjóðarinnar og uppgang rikja á sínumeigin forsendum í S-Ameríku og Asíu... alls staðar þar sem hagur almennings hefur batnað, er það dæmi um ,,falskan atburð" eða annað slíkt hugtakakjaftæði?

4. Mér finnst nú ekki glæsilegt ef að þú ætlar svo að gagnrýna mann fyrirfram og setja hann í ákveðið megni. Get svo ekki séð nokkuð athugavert við frjálshyggju/frjálslynda kommúnista.

5. ,,Ekta athöfn", ,,fölsk ábyrgð" og ,,að taka skrefið eins og Indiana Jones" - mér sýnist sem þú sért sjálfur komin út í einhverja Power of nightmares trúarbragðaþvælu í bland við Marxísk hugtök... hvað á það að gefa heiminum?
Og hvað hafa slík hugtök að gera sem önnur hugtök geta ekki skýrt.
Ég benti hreinlega á hvernig lýðræði ætti að virka og getur virkað sé vilji til þess, en þar emur lýðdoði almennings sem hindrun.

6.,,Heilbrigð jarðnesk skynsemi" hvað þvælu hugtak er það.
Við höfum samfélagsáttmála sem á að vera og er breytilegur. Við segjum nei við einræðisherrum og guðdómlegum ákvörðunum og höfum komist að þeirri niðurstöðu (sem er langt því frá fullkomin) að við tökum hér sameiginlegar ákvarðanir eða okkar þjónar (fulltrúar) út frá vilja þjóðarinnar - sem við vonum að sé alltaf byggð á skynseminni.
Þú vilt meina að fólk noti skynsemi sem trú, en það er hún ekki - því að í skynseminni er maður tilbúinn að hlusta og breyta afstöðum sínum með tímanum t.d. vegna vísindana, maður tekur auðvitað einhvern mark á tilfinningum sínum en á að vera laust við kreddur og kjaftæði á borð við trúarbrögð...
en svo biður þú fólk að taka skrefið eins og Indiana Jones út í eitthvað sem er ekki - kannski menningarbyltingu Maos?

Lifi skynsemin og lýðræðið.

20 febrúar, 2007 19:17  
Blogger Unknown sagði...

Saell Bjarni,

Ég hef ekki commentad á thetta fyrr en núna, vegna thess ad ég hef ekki adgang ad internetinu nema thegar ég er í vinnunni (thá á ég ad vera vinna). En ég veit hversu miklu máli Stiglitz skiptir thig (hann er kynthokkafullur madur var eitthvern tíman sagt).... uffffffff ég verd ad hafa thetta stutt.

En thetta er audvitad bara auglýsing eda gagnrýni af bókinni og thví erfitt ad commenta á thetta. En Stiglitz er audvitad brádgáfadur madur og veit hvad hann syngur. Thannig ad mér finnst ekki sanngjarnt ad menn séu ad flokka hann í eitthvern nammi poka eins AFO gerdi hér ad ofan (án thess ad hafa lesid nokkrun sakpadan hlut eftir hann).

Hver veit nema ad madur tékki á thessari bók Bjarni, en eins og er thá get ég ekki commentad um thessa bók adeins eftir ad hafa lesid inngang eda gagnrýni um bókina. En audvitad getur madur ekki annad en tekid undir thad sem hann segir ad londinn sem stjórna verda ad breyta sínum háttum (thrátt fyrir ad thad muni hafa neikvaed áhrif á thau í stuttan tíma) En er thad haegt???? allveg eins og einraedisríkin taki upp lýdraedi vegna thess ad thad muni vera landi til góda..... en hef thetta ekki lengra.

kvedja Ívar

02 mars, 2007 17:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að þetta væri auglýsing, en von mín var sú að menn myndu lesa bókina og að umræða myndi skapast um þetta sjónarhorn á kapítalisman - í stað þess að menn skiptu sér upp í frjálshyggjumenn og kommúnista.
Veit ekki með síðustu spurninguna þína, en málið er að þetta er hægt en er allt spurning um vilja - ég er oft neikvæður á heiminn og mannkynið en ég vil þó gerast svo kræfur að bera von í hjarta:)
Bestu kveðjur og vonandi vinnur Barca leikinn gegn Liverpool, Bjarni.

02 mars, 2007 18:41  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim