sunnudagur, febrúar 18, 2007

Umhverfismál... og heilagur texti.

Umhverfismál: Ég gæti tekið trylling hér og bölvað umhverfisstefnu stjórnvalda og stöðu umhverfismála í heiminum en bendi þess í stað á eftirfarandi fyrirlestur sem er liður í frönsku menningarveislunni ,,Pourquoi Pas"...

Hrós dagsins: Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fær hrós dagsins fyrir viðtalið í Silfri Egils . Sérstaklega fyrir að láta ekki draga sig niður á plan Halldórs Blöndal. Þvílíkur karakter og persónutöfra sem hann hefur. Hver hefði trúað því árið 1999 að almenningsálitið yrði hliðhollt Ólafi Ragnari en ekki Davíð Oddssyni árið 2007? Skemmtilegt spjall um íslenska stjórnsýslu sem fáir virðast hafa á hreinu, stöðu forsetans og svo um umhverifvernd.

Hrós gærdagsins: Hrós gærdagsins fer til Ólafs Þórissonar og félaga hans í körfunni hjá ÍR - til lukku með bikarmeistaratitilinn. Sé þig í kvöld Atjúúúú.

...Hversu tímalaus er annars Bob Dylan?
Hvet alla trúaða menn til að nefna mér áhrifaríkari texta í sinni heilögu bók, Kóraninum, Biblíunni eða hvar sem er... já, nei Fjallræðan á ekkert í þennan texta!

A Hard Rain´s A-Gonna Fall

Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Efnisorð: , , , ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig skal laga þau náttúruspjöll sem tæknin veldur?, jú með enn betri og fullkomnari tækni. Við erum sífellt að laga vandamál með rót sjálfs vandamálsins.

Annars hafa sumir verið að bölva þessari tæknivæðingu og segja að við séum stöðugt að fjarlægjast hið náttúrulega og mannlega. Að tæknin sé að taka yfir. En það skuggalega er að tæknin er ekki, að gera út af við mennskuna, heldur er hún sjálf það mennskasta af öllu. Tæknin er mannleg alltof mannleg - blind og hugsar ekki. Þú komst inn á þetta hérna um daginn Bjarni með sjálfseyðingarhvötina. Það hljóta allir að sjá hversu yfirþyrmandi mannleg tæknin er.

AFO

18 febrúar, 2007 21:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En er þá málið að reyna að snúa hlutunum við (http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1009302&name=pistlar)...eða á að fara sömu leið og þú vilt með kapítalisman og láta hann sjálfan sjá um að steypa sér í glötun og bylta þá hlutunum?
Það er í mínum augum ljóst að við þurfum að gera eitthvað í hlutunum og nýtum þá væntanlega okkar bestu tækni í það.
Hættum að spila einungis varnarleik með því að minnka losunina, heldur snúum líka vörn í sökn og gróðursetjum tré og annað slíkt til að minnka hana enn meir.
Hvar ættum við annars að draga mörkin í tækninýjungum?

Fyndin annars færslan frá 12.2 hér:
http://www.thessarelskur.blogspot.com/

Rannveig Rist ekki alveg að ná kaldhæðninni!

19 febrúar, 2007 14:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er hugsanlega, ég segi hugsanlega, eina lausnin að spila leikinn og halda aftur af sér og gæta þess að veita kapitalismanum ekki mótvægi.

Það eru ótal margir aðilar sem veita kapitalismanum fagra ásjónu -"Human face" - eins og t.d. þeir sem eru núna að gróðursetja tré og koma í fréttum með stunguskóflurnar sínar og gefa fólki möguleika á því að hugsa já þetta verður allt í lagi, tréin binda í sig koltvísýringin. Skógrækt er engin lausn. Hún er ópíum fólksins, sem róar það um stund: "þetta er allt í lagi sonur sæll, ekki gráta, það er fólk úti í hlýjum flíspeysum með stungskóflur að gróðursetja". Eða

Hvar eigum við að stemma stigu við tækninni? Ég veit það ekki? Og ég er ekki einu sinni vissum að við ættum að gera það. Mengi fátækra, kúgaðra og útilokaðra í heiminum verður stöðugt stærra. Og með tilkomu vélmennanna (sem eru þegar komin eitthvað á veg í Japan), sem eiga auðvitað að vinna störf þeirra lægst settu, þeirra sem eru neðst í píramídanum (ofaníjörðinni).
Af hverju vélmenni? Vegna þess að kapítalistinn leitar stöðugt að hagkvæmari og ódýrara vinnuafli og mun því fagna tilkomu vélmennisins. Hann þarf bara að borga upphafskostnað og síðan bara lítilsháttar viðgerðir. Punkturinn minn er þessi: með aukinni tækni og tilkomu vinnu-vélmennanna mun mengi útilokaðra stækka enn frekar og það mun svo einungis enda á einn veg, með byltingu. En auðvitað er hin endanlega lausn ekki í sjónmáli. Kapitalistinn áttar sig ekki á því að það þarf líka hendur til þess að skrúa saman vélmennin. Hin mannlega hönd kemur alltaf við sögu. Þá svarar einhver: "nei við fáum bara aðra vél til þess að skrúa vélmennin saman". En það er alltaf sama sagan, því hver ætlar að þjösna þeim vélum saman o.s.frv. Er niðurstaðan þá sú að lýðræði og frelsi geti aldrei þrifist án þræla? Líklega. Og eigum við þá að gefast upp? Nei, bylting ofan á byltingu. Það er það sem við viljum.

AFO

19 febrúar, 2007 15:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það vantaði inn í þarna á einum stað. Það var þetta: með tilkomu vélmennanna stækkar mengi fátækra enn frekar. Það er stöðugt að stækka.

Annars sitja í mér orð þín Bjarni um lýðdoða fólks í landinu. Um þá staðreynd að fólki er drullu sama um allt, það hefur það svo náðugt að það nennir ekki að hugsa. Andleg fjarvist. Þannig að ég settist niður og fór að reikna eins og maður gerir stundum og fékk þá niðurstöðu að lýðræðið væri í grunninn byggt á hugsunarleysi og sé þar með ólýðræðislegt í raun.
Enda er frjálslyndum-lýðræðis-stjórnmálamönnum hins vestræna heims mun meira umhugað um að skapa hamingju (doða) heldur en frelsi. Það er ekkert frelsi. Í mesta lagi formlegt frelsi, ekki raunverulegt. Ætli frelsið sé ekki álíka mikið og hjá Amish krökkunum sem fá að velja um 16ára aldur hvort þau ætli að taka þátt í neyslusamfélaginu eða tilheyra áfram amish?

AFO

19 febrúar, 2007 15:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þú verður sem sagt ekki mættur með mér, Baldri Knútssyni og fleirum í skógrækt... kannski í boði Landsbankans?:)

Ætli næsti pistill verði ekki, hvað er hægt að gera (annað en byltingu) til að sporna gegn fátækt í heiminum. Þá verða Hagnaðurinn og Keðjan mætt til svara.
Annars hef ég nú meiri trú á því að Afríku ríkin muni vaxa og dafna en að þar fari allt endanlega til helvítis. Spurning hvað við gerum svo þegar að heimsálfan Afríka og Indland og Kína fara að hegða sér eins og vesturlönd í neyslu og mengun - ég held að það sé meira áhyggjuefni.
Kannski að við notum sama tvöfalda siðgæðið og í kjarnorkumálum - þ.e. bönnum þeim það.
Þú hefðir nú annars örlítið gaman af því ef að fram fer sem horfir og Mekka kapítalismans (Manhattan) sekkur eða hvað?

19 febrúar, 2007 15:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Keðjan er einmitt að fara að halda fyrirlestur á Laugarvatni um Kapítalisma, þú ættir kannski að spyrja hann hvenær það sé og mæta sem hinn íslenski Zizek og andmæla því sem hann hefur að segja:)
...eða fá að halda fyrirlestur um byltingar og kommunisma.

19 febrúar, 2007 15:58  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim