þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins: Hrós dagsins fær hún Arna mín fyrir þokka sinn, yndislegheit og fyrir að koma mér til að hlæja - bæði með henni, að henni og sjálfum mér. Elska þig.

Efnisorð: ,

19 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

*roðn*

elska þig líka! :)

27 febrúar, 2007 15:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst óviðeigandi af mér að kommenta hér.

27 febrúar, 2007 15:09  
Blogger Linda sagði...

Já mér líka en ég varð því þetta er svoooooo sætt;)

27 febrúar, 2007 17:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En við skulum ekki gleyma því sem Hegel kenndi okkur: ást tveggja einstaklinga öðlast ekki staðfestingu fyrr en hún holdgerist í þriðja aðila.

AFO

27 febrúar, 2007 18:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En ég tek þessi orð trúanleg þar sem þau hafa efnisleg áhrif - fá blóð til þess að streyma fram í kinnarnar á Örnu - og það minnir mig á gátu úr sálgreiningarbókmenntum: hvað er léttasti hlutur í heimi? Svar: Typpið sem hægt er að lyfta með hugsununum einum.

AFO

27 febrúar, 2007 18:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hegel sagði margt og hafði greinilega ekki kynnst byltingu hinna efnislegu gæða þegar hann lét þessi orð falla - í dag öðlast ástin ekki staðfestingu fyrr en einstaklingarnir tveir hafa fjárfest í flakkara:)
Skemmtileg annars þessi sálgreiningarbókmenntasaga.

Fannst annars þarft að tilkynna þetta svona hér, þó að eflaust hafi einhverjum þótt það óþægilegt, því að þó að við lifum á tímum skynsemishyggju þá megum við ekki kyngja tilfinningum okkar og gleyma þeim.
Er þetta líf ekki yndislegt?

27 febrúar, 2007 23:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tek að ofan, tæki að ofan hefði ég hatt...skál.

AFO

28 febrúar, 2007 10:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð að fá að koma aðeins inn á matarást. Ég settist nefnilega niður um daginn og fór að reikna um daginn eins og maður gerir stundum og komst að skemmtilegri staðreynd um tengl okkar við mat og drykk. Í dag er það náttúrulega (eða cyberspace-lega á okkar póstmodern tímum) ekki þannig að fólk innbyrði mat matarins vegna, næringargildisins o.s.frv. Nei. Fólk innbyrðir matinn vegna útlitsins og ímyndarinnar sem hann hefur. Fólk er á höttunum eftir lífstíl ekki næringargildi. Og í raun verðum við að ganga alla leið og halda því fram að fólk sé hreinlega að éta sína eigin óra. Það þarf ekki að leita lengi til þess að fá staðfestingu á þessu. Ég meina, er "suzie" át fólks ekki besta dæmið um það hvernig það kýs að éta sína eigin óra? Heldur fólk virkilega að þarna sé um eitthvað annað að ræða en hráan fisk hrísgrjón, þara, og gúrku? Megi órar og fantasíur suzie-fólksins standa í þeim. Verði þeim að góðu.

AFO

28 febrúar, 2007 11:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vorkenni þeim sem borða ekki suzie. Við suzie-étandi fólkið höfum það einfaldlega betra en þeir sem borða það ekki. Því er það skylda okkar að sýna yfirburði okkar með því að borða mat sem lúserarnir borða ekki.

Þó ég eigi fallegra sjónvarp og betri bíl, en næsti lúser, getur hann engu að síður réttlætt sína tilvist með því að segja við sjálfan sig að hann eigi að minnsta kosti bíl og sjónvarp.

Suzie-át er því afar mikilvægt til þess að sparka í rassgatið á lötum lýðnum sem nærist á sósíalnum og til þess að sýna fram á það hverjir það eru sem eru að gera rétt í lífinu og hverjir ekki.

28 febrúar, 2007 13:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sem er merkilegt, því að jafnvel aumustu smælingjarnir myndu ekki leggjast svo lágt eða láta plata sig í það að borða þara - sama hversu hungrið væri ógurlegt.
Suzie er auðvitað bara fyrir uppana sem skilja ekki að það er verið að plata þá... gúrka, hrísgrjón, hrár fiskur og þari!
Spurning um að fara að selja (á umsprendu verði)hrossabjúgu, stappaðar kartöflur og soðna kálbögla vafið inn í laufblauð og kalla það djengou og ljúga að fólki að hér sé á ferðinni þjóðarréttur Nýja Sjálands - upparnir væru ekki æengi að hlaupa vatnsgreiddir á eftir slíkri vitleysu!
Annars geri ég mér vel grein fyrir kaldhæðninni.
Kv.Bjarni

28 febrúar, 2007 13:49  
Blogger Unknown sagði...

Hvada djofulsins rugl er thetta.... Suzie er einn hollasti réttur sem thú getur í thig látid, hrár fiskur, thari, hrísgrjón og graenmeti og ótúlega gott líka. Ad líkja thessu vid bjúgu sem er orugglega óhollasti og bragdversti matur í heiminum er algjor klikkun. Kannski ad borda suzie á eitthverjum restaurant í RVK sem kostar 10.000kr er uppalegt. En thad thýdir samt ekki ad thad sé uppalegt ad borda suzie yfir hofud (thad ad borga 5000kr f. vatn er kannski uppalegt, thýdir samt ekki thad sé uppalegt ad drekka vatn yfir hofud). Ég held nú ad McDonalds og KFÇ fólkid thurfi adeins a paela í thessu.

28 febrúar, 2007 15:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Suzie er fyrir alþjóðaplebba það sem fiskibollur eru fyrir þjóðernisplebann:)
Það er svo verið að fífla ykkur, eins og þegar Íslendingar bjóða útlendingum upp á brennivín og hákarl. Japönsk veitingarhús eru með faldar myndavélar þar sem þeir taka myndir af vitlausum Vesturlandabúum sem samþykkja þennan andskota:)

28 febrúar, 2007 17:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er mjög fyndið að tala um að "réttlæta tilvist sína". Það réttlætir enginn heilvita maður tilvist sína með því að vísa til bíla eða sjónvarps, hvort sem það er Benz, gamall skrjóður, plasmasjónvarp eða eitthvað annað. Sá hinn sami og gerir það, er ekkert annað en aumkunarvert fífl fyrir mér hvort sem hann er ríkur eða "lúser".

Er ekki erki-lúserinn, hin veikburða manngerð síð-kapitalíska neysluþjóðfélags (þar sem allt gengur út á ímyndasköpun), sem lætur undan og rennir niður eigin órum um þann lífstílsljóma og ímynd sem honum er talin trú um að fylgi suzie áti? Eða, sem hann heldur að fylgi suzie áti? Jú.

Og:

Það er algjört aukaatriði hvort "suzie" er hollt, óhollt, vont eða gott. Það pælir enginn í því, nema þá til þess að hylja þann lífstílsuppahátt sem felst í því að éta sína eigin óra: "nei, nei ég er ekki að borða suzie út af lífstílnum, þetta er bara svo hollt og gott". Sorglegt. Fólk leiðist ekki út í suzie át (hrár fiskur, hrísgrjón og þari) vegna þess hversu hollt og gott það er, heldur vegna lífstílsins, vegna ímyndarinnar, vegna eigin óra um það hversu fínt það er og menningarlegt: Múltíkúltí- Hræsni.

Maður ætti kannski að fara út í fjöru með soðin hrísgrjón og lepja þar úr skeljum og narta í nærliggjandi þara?

Sviptum "suzie"-blæjunni frá svo við getum horft á þá bláköldu staðreynd að hér er um að ræða: hráan fisk, hrísgrjón og þara sem fólk lætur ofan í sig, hvorki vegna hollustu né bragðs, heldur vegna lífstíls, ímyndar, og óra: firrtu aumingjar.

AFO

28 febrúar, 2007 19:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er svona út um allt. Sama hræsnin á við um lífstílsuppana sem sækja suzie staðina og þær "hreinu sálir" sem hanga t.d. á kaffi hljómalind fullvissar um heimsku stríðs og kjötáts. Þetta bara gengur ekki lengur.

AFO

28 febrúar, 2007 19:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hér verð ég að bæta einu atriði í viðbót varðandi það, að "réttlæta tilvist sína".
Við ættum ávallt að vera á varbergi gagnvart mönnum sem nota slíkt orðalag. Vegna þess að þar eru á ferð hugmyndafræðingar, sem eru ávallt í leit að réttlætingu fyrir tilvist, atburðum, hörmungum o.s.frv. Fyrir þessum mönnum hlýtur allt að eiga sér einhverja dýpri merkingu - réttlætingu. Rétt eins og guðfræðingarnir þrír sem reyndu að finna æðri réttlætingu fyrir veikindum dauðvona Jobs: "Guð er að refsa þér fyrir syndir þínar o.s.frv." Og hvað gerir Job? Jú, hann neitar öllum æðri réttlætingum, gefur kveinstöfunum lausan tauminn, og segir veikindi sín einfaldlega fáránleg og ekki eiga sér einhverja æðri réttlætingu. Frjálshyggjumenn og aðrir hugmyndafræðingar eru guðfræðingarnir þrír, þannig að þegar við heyrum menn tala um að misskipting eigi sér nú einhverja réttlætingu, dýpri merkingu, og að það geti nú allir réttlæt tilvist sína (hvað sem það þýðir), þá ættum við að sýna enga miskun og gagnrýna viðkomandi og reyna eftir fremsta megni að afhjúpa þá hugmyndafræðilegu (trúarlegu) mengun sem hefur átt sér stað á HUGSUNINNI. Tökum okkur Job til fyrirmyndar.

AFO

01 mars, 2007 11:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og er það ekki skrítið að á okkar sældarhyggju og sinnuleysis tímum, að trúin, sem engin vogar sér að játa opinberlega, skuli snúa aftur mun öflugri en áður með þessum æðri hugmyndafræðilegu réttlætingum.

AFO

01 mars, 2007 11:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að útlista kaldhæðnislegt komment mitt á mun nákvæmari og fölskvalausari hátt.

01 mars, 2007 12:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gerði mér grein fyrir kaldhæðninni, eða allavega þegar Bjarni benti mér á hana í sinni athugasemd. Engu að síður sá ég mér leik á borði, að fara með kaldhæðnina út í algjört spól. Vegna þess að spurningin er ekki hvað á að túlka og hvað ekki: allt á að túlka og twista, twista twista twista je je je je o.s.frv.

AFO

01 mars, 2007 14:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo er ég sammála nýlegum frasa þínum sem ég sá á síðunni þinni, að "fræðin skapa manninn". Í vissum skilningi er það algjörlega rétt. Það er að minnsta kosti afar erfitt að hugsa sér tímann fyrir fræðin - hvernig var upplifun okkar og skynjun til að mynda fyrir fræðin. En svo getur maður líka sagt: "æi hættum þessu fræðibulli og göngumst við því hver við erum í raun og veru: ekkert annað en skepnur sem vilja ríða, éta og reka við endalaust og hlæja". En samt: það er nú eitt af því sem greinir manninn frá öðrum dýrum að hjá honum verður losun úrgangs gríðarlegt vandamál, raunar svo mikið að athöfninni svipar til glæps, sturta niður, spreyja ilm í loftið, læsa að sér o.s.frv. Mann-skepnan skrítin er bla bla bla...mörg eru mannanna mein og margt er bölið/ menn naga hér úldin bein/ og skipt er í tvö lið...



AFO

01 mars, 2007 14:35  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim