fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins: Þegar menn lenda í því að rökræða við vini sína um e-ð sem er ekki rökræðunnar virði, ótæmandi sundurliðun án nokkurar úrlausnar (líkt og endalaust algebru dæmi) og horfa svo í beinu framhaldi á einn af leiðinlegstu íþróttaatburðum mannkynssögunnar þá er gott að til eru menn eins og Henrik Garcia sem koma manni tímabundið á betri stað - handan afþreyingar og raunveruleika: Borgartré (færsla 21.feb 2007 - ,,Tónlist")

Það myndi einnig gleðja mig ef að þetta væri raunin þegar ég vakna á morgunn.

Efnisorð: , , , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig getur það verið tilganslaus rökræða og "algebrurúnk", þegar menn svífa í framtaksgleði á töfrateppi samræðunnar?

Ég er ánægður með tilvitnunina í Mao og get ómögulega varist hlátri þegar mönnum er spurn hvort þeir séu staddir inn í stofu hjá Marx. Það er eitthvað fyndið við það að vera inn í stofu hjá Marx. Ég er nú engu að síður viss um að það hafi verið fátækleg vistarvera einhvers staðar í Lundúnarborg. Væri samt ekki á móti því að drekka indverskt kryddte með honum:) Hann var pólitískur hugsuður. Og var Lenin ekki pólitískur HUGSUÐUR í þeim skilningi að hann greindi ekki á milli fræða og aðgerða og sinnti starfi sínu af hlutlausu afskiptaleysi eins og sannur vísindamaður og bar ekki hagsmuni annarra fyrir brjósti en hinna fótumtroðnu öreiga? Ja, ég held nú það börnin mí góð.

En það má ekki slá slöku við: Lausn er aldrei endanleg, heldur einungis tímabundin frestun. Og sá sem kemur færandi hendi og segir: "hey ég er með LAUSNINA!", á skilið alla okkar tortryggni og miskunarlausa gagnrýni.

Ég held að kapitalisminn, hið undirliggjandi og alltumlykjandi algildi okkar söguskeiðs, Auðmagnið, hafi haft hönd í bagga hvað varðar skrif og útgáfu Mills á "Kúgun Kvenna". Og ef ég er beðinn um að nefna tímabil þar sem konur hafa haft það betra, þá vil ég heldur endurorða spurninguna og draga þannig fram fáránleika hennar: "nefndu tímabil þar sem þrælar dagsins í dag hafa haft það betra en núna":)

Það er engu líkara en við sökkvum stöðugt dýpra ofan í kviksyndi kapitalismans og bíðum þess eins og sandurinn fylli öll okkar vit. Já við erum enn fastar bundin á klafa ráðandi hugmyndafræði í sado-masókísku sambandi okkar við valdhafana. Og þess vegna verður mikilvægi byltingarinnar ekki túlkað né tjáð með orðum.

Bjarni hvenær ætlar þú svo að droppa við í bunkernum? Heyrst hefur að Daðsteinn Már sé væntanlegur ásamt Heiðu sinni í kvöld. Hver veit nema að við gætum breitt út kortið á eldhúsborðinu í bunkernum á Kambsveginum og lagt fram fyrstu drög að sögulegri byltingu. Það er ekki svo fjarstætt.

AFO

22 febrúar, 2007 12:41  
Blogger _ sagði...

Ég samdi meiri helminginn af þessu lagi í lítilli kapellu á Barnaspítala Hringsins en þangað álpaðist ég inn þegar ég sá rafmagnspíanó á glámbekk þegar ég var að heimsækja ungan frænda minn sem var að byrja í krabbameinsmeðferð.

Annars ætti það að gleðja þig og undra (hin undursamlega gleði? hin gleðilega undrun?) að ég og Stefán Atli gistum báðir ásamt tveimur stelpum í sama rúmi í Norðurmýri aðfaranótt sunnudags. Ekki kom til stóðlífis. Þar vaknaði ég við kirkjuklukkur Háteigskirkju og laumaðist heim ásamt Stefáni.

Kveðjur,
Henrik.

22 febrúar, 2007 14:12  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim