miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Rétt er að árétta

Ef að Þórhildur sú er ritar bakþanka í Fréttablaðinu, væri að skrifa um eitthvað annað en feminisma þá væri hún strax rekin - því get ég lofað. Pistill gærdagsins var svo yfirfullur af innhaldslausum staðhæfngum og bulli að það nær engri átt. Það er ekki í fyrsta skiptið.

Rétt er að árétta:

1.,,Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni."

Ef að Þórhildur hefði eitthvað fylgst með fréttum, skoðað dagskránna eða fylgst með viðtalinu með einum af forsvarsmönnum ráðstefnunnar myndi hún vita að hér verða ekki teknar upp neinar myndir, engin slíkur búnaður verður meðferðis og ráðstefnugestir eru framleiðendur en ekki leikarar.

2. Um konur í klámiðnaðinum ,,flestar eru háðar fíkniefnum"

Nei, það er hreinlega rangt. Þessar konur eru auk þess í stéttarfélögum, fara reglulega í kynsjúkdómapróf og borga skatta af tekjum sínum í mörgum löndum. Það er ekki í hag þessarra fyrirtækjanna að mynda skjálfandi sprautufíkla, frekar en það er í hag annarra fyrirtækja að selja skemmda vöru.

3.,,Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals"

Þegar fólk er á móti einhverju þýðir ekki að berja höfðinu í vegg. Með sömu rökum mætti segja að það séu sterk tengsl á milli kapítalisma og þrælkunarbúða, íssölu og nauðgana o.s.frv. - það er hins vegar ekki í tengslum við raunveruleikann. Staðreyndin hefur hins vegar hingað til verið sú að mansal er einmitt tengt klámi þar sem það er bannað og neðanjarðarheimur verður til.
Til að geta bendlað einhverja við mansal, barnaklám og nauðganir þurfa auk þess að liggja fyrir ansi beinar og sterkar sannannir og hvar eru þessar sannannir á hendur þessarra 150 einstaklinga sem hingað eru að koma.
Ég er gjörsamlega sammála því að mansal og barnaklám er óþolandi, en það er til leið til að sporna gegn því og feministar þurfa virkilega að setjast niður og spyrja sig af því hvernig við leysum þetta vandamál - lykilspurning þar, er hvort að það skili meiri árangri að banna klám og vændi eða leyfa það... og svo þarf samfélagið auðvitað að hlúa betur að fórnarlömbum kynferðis ofbeldis eða þar sem félagsleg aðstaða, efnahagsstaða er svo slæm að viðkomandi sér ekki annan kost. Þá væri einmitt viðeigandi að feministar beitu sér á alþjóða vettvangi fyrir bætri lagalegri, félagslegri og efnahagslegri stöðu kynsystra sinna víðsvegar í heiminum í stað þess að velta sér upp úr ,,tittlingaskít" (eftir endaþarmsmök) eins og þessum.

4. Ég efast líka um þá fullyrðingu að mikill meirihluti kvenna í klámiðnaðinum hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku - vinnubrögð og skýrslur feminista gegnum tíðina gera mig svo efins. Það er þó auðvitað sorglegt þegar slíkt er raunin. Lily4ever var auðvitað mjög svo sorgleg mynd, en munum að slíkt er mun ólíkra til að gerast í þjóðfélögum sem eru frjálslynd gagnvart klámi og vændi.
Bendi annars aftur á linka í nýlegum færslum hér að neðan.

,,Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. "

Annars vegar býr engin upp á sitt eins dæmi til slíka landskynningu og hins vegar er þetta saklausari landkynning en að hér búi einhverjir fasistar sem leyfa ekki fólki að ferðast frjálst. Hvar setjum við mörkin?
Eru fólk með aðra skoðanir, hefðir, litarhátt, kynhneigð einnig óvelkomið. Karlrembur og menn sem segja klámfengna brandara? Höfundur Rauðu seríunnar? Framleiðendur fullorðins leikfanga?
Nei, þetta er pólitísk nauðgun að hætti feminista og ég læt ekki bjóða mér svona rugl!
Er ekki komið nóg af þessum staðhæfingum sem eiga litla sem enga stoð í raunveruleikanum?

Púú á feminista!
og púú í þetta skiptið á Ingibjörgu Sólrúnu!

Rétt er svo að benda á orð Eiríks Bergmanns:

Það er hins vegar ekki hægt að banna fólki að koma til landsins ef það hefur ekkert brotið af sér hér á landi. Klámframleiðsla er víða lögleg, en bönnuð á Íslandi. Fyrr en þetta fólk brýtur íslensk lög hér á landi geta yfirvöld ekkert gert til að banna fundi fólksins hér á landi.

ES: Einhverjir hafa spurt sem svo: hvað myndum við gera ef eiturlyfjasalar eða vopnasalar myndu boða ráðstefnu hér á landi. Svarið við þeirri spurningu er það sama og á við um klámráðstefnuna. Væru slíkir menn ekki eftirlýstir í ríkjum sem við eigum í lögreglusamstarfi við þá væri ekki heldur hægt að banna fund eiturlyfjasala eða vopnasala nema þeir yrðu uppvísir af því að stunda eiturlyfasölu eða vopnasölu hér á landi.


Lifið heil, skynsöm og laus við kreddur og öfgafullar skoðannir.

Efnisorð: , , ,

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"Þú tekur ekki besta knattspyrnumann heims af velli..." - Hermann Gunnarsson um Cristiano Ronaldo

Jæja Hemmi miiiiiiiinn.

21 febrúar, 2007 16:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver er búinn að vera betri en Ronaldo á þessari leiktíð?

Kv.Bjarni

21 febrúar, 2007 18:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hann er skæður þessi andskotans balletdansari, en besti fótboltamaður heims? Erfitt að segja hver það nú er.

Hvað er hér um að ske? 1-1 í hálfleik hjá Bar-Liv. Og svo golfsveifla frá Bellamy í þokkabót.

21 febrúar, 2007 20:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég sé það núna að gegndarlaus neikvæð gagnrýni getur gert kraftaverk. Við verðum að "skapa af skemmdarfýsn". Afbyggja allan andskotann.
Það er allt afbyggjanlegt, nema eitt. Og hvað er þá þetta eina? Réttlætið. Gott og vel, en hvað er þá réttlæti? Afbygging. Hérna hafið þið sannleikann - PRAVDA!

AFO

21 febrúar, 2007 20:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Leiðin til frelsis er ófær án bókstafstrúar á einhverja tiltekna kreddu. Áttið ykkur á því.

AFO

21 febrúar, 2007 22:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er laglegt þegar gagnrýnandinn er sakaður um "hugtakaþvætting" þegar hann afjúpar skápatrú manna á hina himnesku skynsemi, sem er hinn eini sanni þvættingur.

AFO

21 febrúar, 2007 22:24  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Biggington: Þessi leikur kemst alveg á topp 5 yfir leiðinlegustu leiki allra tíma. Þá eru þeir orðnir þrír á milli Barca og Liverpool.

AFO: og hvað?
Hvað felst að þínu mati í orðinu kraftaverk?
Ég myndi nú ekki segja að frelsi, jafnrétti né skynsemi sé kredda, en það er kannski smekksatriði - en það er hægt að segja um allt að vegurinn áfram, afturábak eða á hlið sé ekki fær nema með bókstafstrú sem að mínu mati er bull.
Svo hefur það nú ekki þótt góð vísindi, né tekist vel til þegar menn koma fram og færa fólki sannleikann - það reynist oft vera mesta lygin.:)
Svo skil ég ekki alveg þetta skápatrúar tal þitt - hvar eru þínar lausnir?
Það er auðvitað voða gaman að búa til tölvuvírusa, en það er verst að þeir þjóna engum tilgangi, fela ekki í sér neinar breytingar nema tímabundna eyðileggingu - enga lausn og nánast allir eru á móti þeim.
Eða hvaða tilgangi þjónar annars gengdarlaus gagnrýni og neikvæðni sem boðar enga lausn - og í raun ekkert?
Hafa byltingarbörn ekki brennt sig nógu oft á því að eyðileggja án þess að hafa lausnir - sem eiga að koma seinna en gera það að sjálfsögðu ekki?
Þú afsakar á meðan ég dansa hér hollustu dans Maos:)

21 febrúar, 2007 23:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

það er auðvitað ekki búandi á þessu helvítis klakaskeri lengur . hvegi fær maður vernd fyrir reykspúandi fasista-femínistum sem vaða uppi eins og ég veit ekki hvað. Hvað hefði þetta lið gert af sér hér á landi? fundað og farið á djammið. búið. Þetta er einfaldlega venjulega þenkjandi mönnum ekki bjóðandi. það liggur við að ég skrái mig í frjálshyggjufélagið eftir þetta

kv,

Biskup stiftsyfirvalda

22 febrúar, 2007 16:50  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim