miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Róleg kvöldstund

Ég varði kvöldinu ásamt Andrési Jónssyni og Hauk Haukssyni í Hagnaðarsetrinu. Að venju var boðið upp á veglegar veitingar. Við ræddum fjölskyldumál, húsnæðismál, fyrirtækjamál og á einum tímapunkti var umræðan farin að snúast um heilbrigðismál, ekki það að ég hafi ekki notið kvöldsins með þessum yndislegu mönnum - en þetta sýnir hins vegar hvað Barca vs Liverpool var ógeðslega leiðinlegur leikur - jafnvel leiðinlegri en ég bjóst við. Um tíma var ég búinn að gleyma að þessi leikur væri í gangi, því hann minnti frekar á æfingarleik tveimur vikum fyrir mót en fyrri leika liða í 16-liða úrslitum CL. Ég er að spá í að leggja fram kæru gegn Barcelona FC og biðja þá um að endrgreiða mér þessar 90 leiðinlegu mínútur.

Púú á Liverpool
Púú á Barca!!!

Efnisorð: , , , , , , , ,

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"MOMO SISSOKO er maður leiksins. Á því leikur enginn vafi. Hann sýndi okkur svo sannarlega í kvöld af hverju við elskum þennan leikmann. Hann er ekki sá leiknasti, skotvissasti eða með bestu sendingarnar. En þegar að þarf að verjast góðri miðju einsog hjá Barca þá er ENGINN LEIKMAÐUR Í HEIMI betri en Momo Sissoko í að ná boltanum af andstæðingunum.

Hann vann boltann sirka þúsund sinnum í leiknum. Það væri einsog hann væri alltaf í boltanum. Dómari leiksins gerði sitt besta í því að eyðileggja fyrir Momo með því að dæma alltof oft á hann, en hann lét þetta ekki á sig fá og hélt sínu striki. Þvílíkur leikmaður!!!"

www.eoe.is/liverpool

22 febrúar, 2007 00:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sá þetta - Þetta segir allt sem segja þarf um aðdáendur Liverpool.

Eins og aðdáendur Manutd myndu líkja O´Shea við Zidane.

Þessi leikur var annars algjör hörmung og verst að nú þurfum við að horfa upp á að minnsta kosti þrjá leiki í viðbót hjá þessu anti-knattspyrnu liði!
Satanískt knattspyrnuleysi!

Ógleðiskveðja Bjarni

PS. Mér líður eins og ég hafi aftur étið bollu með skemmdum rjóma.

22 febrúar, 2007 00:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Haha
Botnlaus gagnrýni, plágur og vírusar eru vissulega tímabundin eyðilegging, en það er nákvæmlega það sem skapar breytingar og framfarir. Nýjar vírusvarnir. Því að, þú veist það jafn vel og ég, hver lausn er aðeins tímabundin frestun á ómöguleikanum. Og hana eigum við að gagnrýna - já alveg gegndarlaust. Stund fullkomnunarinnar má aldrei koma því að þá yrði allt svo "boring, eins og Megas orðaði það. (boring túlkist sem alræði).

Hvað varðar þessi fögru og göfugu hugtök, eins og lýðræði, jafnrétti frelsi og ég veit ekki hvað og hvað...þá eru þau fölsk. Einhvers konar blekking sem hylur núverandi aðstæður okkar og ástand og kemur í veg fyrir að við hugsum um það og gagnrýnum. Það svoleiðis glymur í þessum hugtökum - tómahljóð. Þó vissulega geti verið gaman að slá fegurðarskikkju þessara hugtaka um sig: "Ó ég er svo réttsýnn, ó ég er svo jafnréttissinnaður (að ég á skilið að skella einni klámmynd í tækið og láta unaðshroll leika um mig þegar ég verð vitni af reðurgleði leikkonunnar þegar hún lætur brunda framan í sig)":) Afhjúpum þessa hræsni í eitt skipti fyrir öll.

Þessi fögru hugtök verða ekki raungerð í firrtum og ófrjálsum heimi, nema þá kannski á sunnudagseftirmiðdögum í ísbúðinni á Hagamel. Þar sem menn berja sér á brjóst og básúna um hugmyndir sýnar um hið góða lýðræði, frelsi o.s.frv. getum við gengið út frá því að þar sé á ferðinni yfirvarp hins vonda. Hugmyndafræði.

Það er bara eitt vandamál við stjórnmálamenn: þeir hugsa ekki. Nei, þeim er einungis umhugað um hagsmuni. Hugsun kemur hagsmunum ekkert við. Pólitík snýst ekki um hagsmunapot, peninga, eða góðar stöður, ráðherrastóla.
Hin réttnefna pólitík snýst um hugsun, en ekki hagsmunapot. Í dag er eitthvað allt annað upp á teningnum: markaðshagkerfis-einkavæðingar-peninga-græðgis-afþreyingar-firringar-þæginda-doða-þingræðis-fulltrúalýðræðis-kjaftæði o.s.frv.

Pólitísk hugsun, ég endurtek HUGSUN, hefur það að markmiði að koma auga á slíkar ógöngur og opna möguleikan á einhverju nýju sem ekki samlagast þessu fyrirkomulagi, sem stendur gjörsamlega pikkfast. Kúba stóð í stað eftir byltingu Castro vegna þess að hún tók ekki þátt í kapitalismanum sem sjálfur stendur nú fastur og hjakkar: njóta, njóta, njóta!

Það gefur því auga leið að pólitísk aðgerð felst ekki í aðlögun, heldur byltingu á núverandi aðstæðum. Pólitísk hugsun er nefnilega afskiptalaus og hlutlaus rétt eins og vísindalegt starf. Newton og Einstein voru einungis að fást við vandamál með hugsuninni. Ekkert hagsmunapot var í spilinu. Hugsun hugsunarinnar vegna. Og eins er það með pólitíska HUGSUN sem leitar uppi vandamál núverandi aðstæðna og reynir að leysa þau. Einungis þannig er hinu nýja boðið heim. Framfarir. Auðmagnið er hið eina sanna algildi okkar söguskeiðs. Og sem slíkt mótar það öll önnur svið og ræður jafnvel úrslitum þegar kemur að óhagfræðilegum sviðum. Það er ljóst. Og vissulega eru tengsl á milli kapitalisma og þrælkunarbúða (sweat shops), ástandsins í þriðja heiminum, tæknidrottnunar, og favellanna í S-ameríku, klámvæðingarinnar og jafnvel frelsisbaráttu kvenna (hversu þversagnarkennt sem hið síðastnefnda hljómar: ég meina er það tilviljun að Mill gaf út´"Kúgun Kvenna" um 1870 þegar kapitalismin var að setja lykilinn í svitsinn). Auðvitað helst þetta allt í hendur við sögulega framvindu og ráðandi hugmyndafræði og algildi auðmagnsins-kapitalisma. Sá sem heldur öðru fram skal fá klút fyrir augun og byssukúlu í hausinn. Eða í lágstemmdari útgáfu: sá sem heldur öðru fram "hugsar" ekki um annað en hagsmuni sína.

AFO

Byltingu? Já TAKK!

AFO

22 febrúar, 2007 01:19  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,Botnlaus gagnrýni, plágur og vírusar eru vissulega tímabundin eyðilegging, en það er nákvæmlega það sem skapar breytingar og framfarir. Nýjar vírusvarnir."

Það er sem sagt þitt að gagnrýna og annarra að búa til nýjar varnir gegn þeim? Væri ekki betra ef þú segðir bara það sem þú vilt og kæmir hér með einhver rök fyrir byltingu og hverju ætti hér að breyta? Það eru ekki plágur og vírusar sem skapa framfarir heldur lausnirnar.
Þinn vírus skapar auðvitað ekki neitt, hann myndi einungis eyða

,,Hvað varðar þessi fögru og göfugu hugtök, eins og lýðræði, jafnrétti frelsi og ég veit ekki hvað og hvað...þá eru þau fölsk. Einhvers konar blekking sem hylur núverandi aðstæður okkar og ástand og kemur í veg fyrir að við hugsum um það og gagnrýnum. Það svoleiðis glymur í þessum hugtökum - tómahljóð. Þó vissulega geti verið gaman að slá fegurðarskikkju þessara hugtaka um sig: "Ó ég er svo réttsýnn, ó ég er svo jafnréttissinnaður (að ég á skilið að skella einni klámmynd í tækið og láta unaðshroll leika um mig þegar ég verð vitni af reðurgleði leikkonunnar þegar hún lætur brunda framan í sig)":) Afhjúpum þessa hræsni í eitt skipti fyrir öll."

Hvers vegna eru þessi hugtök fölsk og í hvaða hugtökum og rökum hér glymja svona rosaleg tómahljóð -mínum eða þínum?
Væri ekki rétt að losa sig svo við þennan tepruskap og koma eins og Vantrúarmenn sögðu ,,niður úr fílabeinsturninum:)


,,Í dag er eitthvað allt annað upp á teningnum: markaðshagkerfis-einkavæðingar-peninga-græðgis-afþreyingar-firringar-þæginda-doða-þingræðis-fulltrúalýðræðis-kjaftæði o.s.frv."

Og hvort er þá líklegra til að bæta ástandið og líklegra til að njóta fylgis, mín tillaga um umbætur eða þínar sem fela aðeins í sér byltingu en engar lausnir, ekki einu sinni hvert á að stefna?
Þú kannski vilt ekki svara því frekar en öðru hér í þessum rökræðum... hvaða byltingar-þæginda-doða-kjaftæði er það?:)
Það er auðvitað þægindar-doða-firring í því að smella sér í stól Zizek og segja ,,ég er heimspekingur og spyr spurninga en þarf ekki að svara neinu... drekk bara mitt indverska kryddte":)

,,Pólitísk hugsun er nefnilega afskiptalaus og hlutlaus rétt eins og vísindalegt starf"

Nefndu einn vinstri sinnaðan byltingarmann sem hafði hugsjónir og komst til valda sem ekki varð gjörspilltur og akfeitur-valdagráðugur-peningagræðgis- þægindasvín?
Sérðu annars ekki örugglega þversögnina í því að pólitísk hugsun sé hlutlaus? Hvað er pólitík?

,,Newton og Einstein voru einungis að fást við vandamál með hugsuninni. Ekkert hagsmunapot var í spilinu. Hugsun hugsunarinnar vegna. Og eins er það með pólitíska HUGSUN sem leitar uppi vandamál núverandi aðstæðna og reynir að leysa þau. Einungis þannig er hinu nýja boðið heim. Framfarir"

Ert þú að fást við vandamál?
Mér sýnist þú einungis vera að benda á vandamál:)... og boða svo einhvern ,,sannleik" með engum lausnum.
Ef þú ert á þessu sem þú skrifar hér að ofan, væri þá ekki rétt hjá þér að hegða þér eftir því - í þágu framfara og hætta þessum vírusskrifum?:)
Annars efast ég mjög um fullyrðinguna um Newton og Einstein - heldur þú virkilega að þeirra vísindastörf hafi ekki verið innblásin af því að létta sér lífið? Eða með öðrum orðum eignhagsmunir!

,,er það tilviljun að Mill gaf út´"Kúgun Kvenna" um 1870 þegar kapitalismin var að setja lykilinn í svitsinn?"

Já sennilega er það tilviljun, það væri gaman þrátt fyrir slæma stöðu kvenna í heiminum í dag að þú nefndir mér annað tímabil í mannkynssögunni þar sem konur hafa haft það betra.
Er það ekki annars tilviljun að Bob Dylan gaf út ,,Love&Theft" 11.september 2001 eða var það ,,guðlegt", ,,sannleikurinn" eða annað slíkt - skref Indiana Jones?

,,Auðvitað helst þetta allt í hendur við sögulega framvindu og ráðandi hugmyndafræði og algildi auðmagnsins-kapitalisma"

Er ég kominn inn í stofu hjá Karl Marx?:)

,,Sá sem heldur öðru fram skal fá klút fyrir augun og byssukúlu í hausinn. Eða í lágstemmdari útgáfu: sá sem heldur öðru fram "hugsar" ekki um annað en hagsmuni sína."

Hér væri rétt að benda á orð Maos ,,Pólitískt vald er komið úr byssuhlaupi".
Á vesturlöndum vilja menn hins vegar segja ,,Pólitískt vald er komið frá almenningi":)
Viltu annars meina að þeir sem vilji umbætur noti ekki pólitíska hugsun heldur séu aðeins með hagsmuni sína í huga?
Hvað heldur þú að vísindamenn séu að gera? Eru þeir að finna upp hluti útaf hugsjón sinni eða til að auðvelda sér og öðrum lífið og græða peninga?

Hvaða byltingu, hvernig byltingu?
Bara einhverja byltingu, sem þú getur ekki útskýrt eða nefnt?
Þú mátt kalla mínar umbótaskoðannir byltingu ef þú hefur enga hugmynd sjálfur:)

Kv.Bjarni Þór

22 febrúar, 2007 02:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim