sunnudagur, febrúar 25, 2007

Hvað sem það kostar!

Áðan sagði Steinunn Valdís í Silfri Egils, ,,þar sem er vilji þar er vegur" varðandi grundvallarlög landsins er varða lýðræði og frelsi. Með öðrum orðum lokum á klám, hvað sem það kostar.
Þetta varð til þess að ég mun ekki kjósa Samfylkinguna í vor.
Klámráðstefnan og umræðan um klám snýst nefninlega alls ekki um að vera með eða á móti klámi heldur hvort fólk sé með eða á móti frelsi. Þegar Steinunn Valdís heldur á lofti þessari heimskulegu skoðun, þá leggur hún jafnframt til að slíkt eigi við um allt annað t.d. ef að það er vilji til að fangelsa útlendinga án dóms og laga þá er það í lagi, að loka landinu fyrir ferðum fólks, til að þagga niður í skoðunarfrelsi jaðarhópa, trúfrelsi þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni o.s.frv.
Það sjá allir að þetta eru grundvallar mannréttindabrot, menn hamast með öx fordómana á einni af stoðum lýðræðisins og voru menn jafnvel á því að taka upp sömu stefnu og Kína varðandi internetið, að loka ákveðnum síðum - hvað er að gerast?

Hvernig er það annars með þessa stjórnmálaflokka?

Framsókn og Frjálslynda getur maður ekki kosið vegna and-málefnanlegrar stöðu. Framsóknarflokkurinn stendur fyrir afturhald og höft, Frjálslyndir daðra við rasisma en eru skoðanalausir í mörgum málum og hreinlega í forystukrísu, Vinstri Grænir hafa lýst sér sem feminískum flokki og Samfylkingin er hreinlega orðin það sem margir hafa viljað stimpla hana - feminískur kellingaflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn er stríðsaðili og stóriðjuflokkur sem hyglar stóreignarmönnum. Ætla allir að skíta á sig? Ég mun skila auðu ef eitthvað breytist ekki.

Efnisorð: , , , ,

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið rétt, það eru allir að skíta á sig. Eða eins og Jón Gnarr hefði orðað það "búið að kúka í buxurnar, en vill ekki viðurkenna að það sé kúkalykt af því eins og smákrakkar". Og þess vegna er ekki nóg að skila inn auðu. Við verðum að sameinast um það að kjósa bara alls ekki, vegna þess að það væri aðeins til þess að viðhalda fyrirkomulaginu. Ef við kjósum er það eins og að segja: "það er allt í lagi að það sé kúkalykt af ykkur, farið bara út í sandkassa að leika". Það er áhrifmesta aðgerðin sem völ er á í dag. Það er mun öflugra að ganga út á lélegri leiksýningu, heldur en að púa. Bara ganga út, algjör þögn, ég tek ekki þátt í þessu...

AFO

25 febrúar, 2007 14:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo legg ég til að "hvernig er staða stjórnmálaflokkanna" skrif þí fari í blöðin, þar sem hver flokkur er tekinn fyrir í einni málsgrein sem allar enda með þessum orðum: "þetta getum við ekki kosið yfir okkur". Og þannig koll af kolli. Síðasta málsgreinin fer svo auðvitað í það að grafa undan þeim valkosti að skila auðu og hvatt til þagnar. Að því búnu, af tilefni greinarinnar, hvar sem hún birtist, förum við niður á Austurvöll með fimmmetra stiga og bindum rauðan klút fyrir augun á Jóni Sigurðsyni og gefum til kynna með táknrænum hætti að hann horfi ekki upp á slíkt klám.

AFO

25 febrúar, 2007 15:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha!
Ég tek undir það að binda fyrir augun á Jóni Sigurðssyni svo að hann þurfi ekki að horfa á Alþingi.
Hins vegar er það skylda mín sem unnanda lýðræðis að mæta á kjörstað og láta í ljós vanþóknun mína. Það væri hins vegar vert að berjast fyrir því að ksoningaseðlar sem eru auðir séu aðgreindir frá þeim sem eru ógildir.
Við gætum hins vegar safnað hópi og staðið með skilti eins og Helgi Hóseasson við hina ýmsu kjörstaði og hvatt fólk til að skila auðu.

Kv.Bjarni Þór

25 febrúar, 2007 15:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

og Amen, þetta er eins og talað úr mínu hjarta. Auðvitað er eina leiðin að skapa nýjan flokk sem væri uppfullur af fólki sem er ekki pólitíkusar, sé ekki hvað við græðum á því að skila auðu, auðvitað viss mótmæli en ekki nógu róttækt. Annars væri gaman að sjá þetta byltingakenndatal færast í aðgerðir, ég er allaveganna til

kv bf

25 febrúar, 2007 18:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Djöfull eru Frakkarnir að hafa góð áhrif á þig, hef þá reyndar áhyggjur af því að hinn byltingarsinnaði AFO muni gjörsamlega tapa sér og þá verð ég sennilega sendur til Parísar eftir ár til að losa hann úr fangelsi.
Annars heyrðist manni á Jakobi Frímanni í Silfri Egils í dag að það væri mögulega á leiðinni framboð frá umhverifsinnuðum hægri krötum, þ.e. hann sjálfur, Jón Baldvin og fleiri góðir menn og konur væntanlega. (http://visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=30148&ProgType=2001&progCItems=1 )

kv.Bjarni
PS.Djöfull er átakið búið að byrja illa, byrjaði á veikindum og slappleika - en nú fer allt í gang, blússandi líkamsræktargleði.

25 febrúar, 2007 19:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman líka að Stefáni Ólafssyni og Hannesi. Mér fannst nú Stefán komast betur út úr þessu, en nú er sennilega búið að ræða nóg og tími til kominn á aðgerðir.

Kv.Bjarni

25 febrúar, 2007 19:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að málið sé að hópur manna sameinist um að standa að stöðugum undirróðri í samfélaginu og búa þannig í haginn fyrir byltingu. Og hvað felst í byltingu? segir þá einhver. Sundrun núverandi ástands. Hvaða ástands? Nú, ástandi fulltrúalýðræðis sem hefur þann stóra galla að fulltrúar þess eru gjörspilltir hagsmunapotarar sem HUGSA ekki og "frelsis", sem í dag er aðþrengt dollaramerkjum, og er því lítið annað en $frelsi$ til að kaupa og neyta. Einhvern tímann var þörf á vitundarvakningu, en nú er hún möst. En okkar stæðsta fyrirstaða í dag er sem fyrr hversu þægilegt fólki finnst að vera þrælar. Við eigum mikið verk fyrir höndum, en gott er að eiga sér bandamenn í Frakklandi sem skynja firringu samtímans.

AFO

25 febrúar, 2007 23:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Steinunn Valdís er wanker, gengur á lagið af því að hún heldur að þetta sé það sem fólk vill heyra. Wankah! sem og allir í borgarstjórn. Það hlýtur að vera seglbindinganámskeið fyrir alla nýliða áður en þeir ganga þarna inn.

Og ég segi þetta ekki vegna þess að ég er brjálaður, heldur geri ég það vegna barnanna minna.

26 febrúar, 2007 04:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Biggington: Nú það er populisma spilið út, þá hendi ég út ,,þessir menn sem ganga í Sjálfstæðisflokkinn hljóta að fara í hlýðnisnámskeið fyrir rakka":) .... eitthvað sem litlu pjakkarnir hans Wengers hefðu gott af:)
Kv.Bjarni

AFO: Þegar fólk er ekki tilbúið til að mótmæla öllu kjaftæðinu er það allra síst tilbúið að gera byltingu. Hins vegar ef þú ætlar að taka af því sjónvarpið, sófann, hamborgarann og allt hitt yfirdráttarkjaftæðið - þá myndi það heldur betur urra.

26 febrúar, 2007 14:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Biggi: Þú ert hins vegar velkominn með okkur Andra og fleiri góðum mönnum í að mótmæla þessum apalátum sem við köllum fulltrúa okkar á þingi.

26 febrúar, 2007 14:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jújú, staðreyndin er samt sú að þessum námskeiðum er alltaf cancelað á endanum, vegna þess að fólkið hlýðir hvort sem er. Framapotaraferillinn má nefninlega ekki bíða hnekki svona strax í byrjun.

Ég hef nú þegar hafið framleiðslu á melónu- og lyftiduftsprengjum sem munu valda miklum usla í hryðjuverkum víðs vegar um borgina.

26 febrúar, 2007 20:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim