Þetta líf
Hversdagslífið er yndislegt þessa dagana. Heiðskýrt, sól og menn láta það ekki á sig fá þó að því fylgi kuldi - fá sér kakó og ganga brosandi niður Laugarveginn.
Undanfarnir dagar hafa verið mjög góðir, við Arna fórum í útskriftarveislu á laugardaginn þar sem Keðjan fagnaði því að komast í hóp stjórnmálafræðimenntaðra manna. Skemmtu menn sér konunglega. Ljóðskáldið Daði var mættur ásamt spússu sinni Heiðu, AFO mætti einnig ásamt væntanlegri barnsmóður sinni og að sjálfsögðu var badmintonstjarna Íslands (Ragna) mætt við hægri hönd Viðars. Við AFO og Daði spjölluðum um þjóðfélagsmál, þó að Daði hafi í sífellu reynt að hefja umræðu um ljóð og truflaði okkur Andra oft með sötri sínu á 2lítra jarðaberjasjeik sem hann mætti með. Stelpurnar ræddu eins og oft vill verða á þessum aldri um barneignir og íbúðir... nei,nei þær blönduðu sér auðvitað líka í þjóðfélagsumræðuna.
Arna fær sérstakt hrós, fyrir að fara út í Odda og ná þar tali af Hannesi Hólmsteini og ná að plata hann til að árita mynd af sér sem við síðan gáfum Viðari (ásamt vínrekka) vakti það mikla lukku.
------------------------------
Í gær skelltum við Arna okkur á myndina 23 með Jim Carrey, fínasta afþreying hreinlega. Ég er nokkuð vissum að það líði ekki að löng þar til Jim Carrey fær óskarsverðlaun - sem hann væri löngu búinn að fá ef að hann hefði ekki leikið í Ace og fleiri kjána (góðum) grínmyndum.
-----------------------------
Ætli það hafi rifjast upp fyrir Gerrard hvað hann kallaði Ronaldo í sumar þegar hann lét sig detta tvisvar í síðasta leik?
----------------------------
Hrós dagsins fær Hildur Björk samnemandi minn í alþjóðasamskiptum fyrir að sína fram á að það er ennþá fullt af góðhjörtuðum og heilbrigðum einstaklingum þarna úti.
Undanfarnir dagar hafa verið mjög góðir, við Arna fórum í útskriftarveislu á laugardaginn þar sem Keðjan fagnaði því að komast í hóp stjórnmálafræðimenntaðra manna. Skemmtu menn sér konunglega. Ljóðskáldið Daði var mættur ásamt spússu sinni Heiðu, AFO mætti einnig ásamt væntanlegri barnsmóður sinni og að sjálfsögðu var badmintonstjarna Íslands (Ragna) mætt við hægri hönd Viðars. Við AFO og Daði spjölluðum um þjóðfélagsmál, þó að Daði hafi í sífellu reynt að hefja umræðu um ljóð og truflaði okkur Andra oft með sötri sínu á 2lítra jarðaberjasjeik sem hann mætti með. Stelpurnar ræddu eins og oft vill verða á þessum aldri um barneignir og íbúðir... nei,nei þær blönduðu sér auðvitað líka í þjóðfélagsumræðuna.
Arna fær sérstakt hrós, fyrir að fara út í Odda og ná þar tali af Hannesi Hólmsteini og ná að plata hann til að árita mynd af sér sem við síðan gáfum Viðari (ásamt vínrekka) vakti það mikla lukku.
------------------------------
Í gær skelltum við Arna okkur á myndina 23 með Jim Carrey, fínasta afþreying hreinlega. Ég er nokkuð vissum að það líði ekki að löng þar til Jim Carrey fær óskarsverðlaun - sem hann væri löngu búinn að fá ef að hann hefði ekki leikið í Ace og fleiri kjána (góðum) grínmyndum.
-----------------------------
Ætli það hafi rifjast upp fyrir Gerrard hvað hann kallaði Ronaldo í sumar þegar hann lét sig detta tvisvar í síðasta leik?
----------------------------
Hrós dagsins fær Hildur Björk samnemandi minn í alþjóðasamskiptum fyrir að sína fram á að það er ennþá fullt af góðhjörtuðum og heilbrigðum einstaklingum þarna úti.
Efnisorð: Hrós, Jarðaberjasjeik, Jákvæðni, Kvikmyndir, Raðdýfingar
2 Ummæli:
Fowler minn almáttugur. Þetta er ódýrasta vítaspyrna sem ég hef séð.
Þetta var algjör hrotti!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim