Trú, hrós dagsins og umhverfisvernd
Það er ótrúlegt að sjá Egil Helgason sem að jafnaði er frekar vel inn í málum tala um trúmál eins og hann gerir hér - hreinlega barnalegt. Ég sé mig ekki knúinn til að svara enda getur fólk lesið viðbrögðin við greininni vilji það gagnrýni og ég efa ekki að vantru.is muni hamra á honum.
Hrós dagsins: Það er sjaldan sem konur fá hrós dagsins hér á þessari síðu. Þær eru tvær í dag: Annars vegar Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og hins vegar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur. Hrósið fá þær fyrir blaðagreinina á bls 34&35 í Fréttablaði dagsins (Laugardagur 3.mars)
Einnig má benda á grein Atla Fannars bls 40 í Blaði dagsins þar sem hann bendir á staðfestingu á því sem aðrir hafa viljað talað um sem mýtuna um hamingjusömu ,,hóruna". Þar er mætt engin önnur en Asia Carrera, sem hefur hlýjað mörgum manninum um hjartarætur gegnum árin.
Ég býð annars spenntur eftir síðari hluta eftirfarandi greinar. Það verður gaman að sjá þá félaga reyna að verja Björn Lomborg, sem fræðimenn í umhverfisvernd taka jafn mikið mark á og Mikka Mús. Það er í sjálfu sér í fínu lagi að ritstjórn Háskólablaðsins hafi sett sér þá stefnu að flytja einunigs jákvæðar fréttir (enda nóg eftirspurn eftir gagnrýnislausum ,,já mönnum" úti í atvinnulífinu) en spurning um að þeir geri allavegana sitt í því að fylgjast með almennri umræðu hvað sem öðru líður. Vonandi hafa þessir menn rétt fyrir sér sem gagnýna skýrslu Stern en ég ákvað að lesa hana ekki þegar ég komst að því að nokkrir af þeim fræðimönnum sem hana tóku saman eru á bandi ríkisstjórna Ástralíu og Bandaríkjanna, en voga sér samt að segja ,,Skýrslan byggir nánast einvörðu á niðurstöðum manna og stofnana sem hafa í gegnum tíðina hafa gefið út hlutdrægar skýrslur um hlýnun jarðar." - frjálsa fræðimannasamfélagið hefur sjálft getað bakkað upp flestar af þessum skýrslum og því sem spáð hefur verið hefur oftar en ekki ræst... þó að til séu menn á launum frá ríkjum sem styðja ekki Kyoto sem trúa engu fyrr en endanlegar sannanir eru fyrir hendi - þ.e. þegar við stefnum beinlínis í heimsenda og ekki verður aftur snúið.
Nú er auðvitað ekki hægt að gagnrýna þessa grein vegna þess að það vantar síðari helminginn á hana, en það mun koma mér verulega á óvart ef að þar verður haldið uppi haldbærri vörn fyrir Lomberg - en sjáum til.
Ég á líka ákaflega bágt með að taka mark á fræðimönnum á vegum ríkisstjórna sem gagnrýna skýrslu fræðimanns sem hefur enga hagsmuni af því að vera með bölsýnistal - þó að ég voni vissulega að Stern hafi rangt fyrir sér.
Þegar hins vegar Morgunblaðið gerir merki Sjálfstæðisflokksins grænt á sínum síðum og Björn Bjarnason er farinn að huga að umhverfismálum er hugsanlega rétt fyrir ritstjórn Háskólablaðsins að koma niður úr valíumútópíunni og taka þátt í raunverulegri umræðu eða að sleppa því og einbeita sér að fallegum barnabókmenntum þar sem ávallt er sól, ilmur af blómum og fiðrildum sem flögra - þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og hylla Mikka Mús.
Það er rétt að minna fólk á að það getur farið frítt í bíó á sunnudaginn í Háskólabíó kl.14 á myndina An Inconvenient Truth (á meðan húsrúm leyfir), gott framtak hjá Samfylkingunni (en púúú á þeirra feminisma!) Þeir sem eru tölvufróðir ættu að geta horft á hana hér (það fer víst eitthvað eftir tölvum - er ekki nógu tölvufróður til að upplýsa það hérna, en kannski að einhver commenti á það).
Annars er þetta pottþétt fyndnasta og bjánalegasta frétt dagsins, greinilega maður sem hefur ekkert fylgst með vinnubrögðum síns eigins flokks síðustu... tja 50 árin eða svo.
Hrós dagsins: Það er sjaldan sem konur fá hrós dagsins hér á þessari síðu. Þær eru tvær í dag: Annars vegar Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og hins vegar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur. Hrósið fá þær fyrir blaðagreinina á bls 34&35 í Fréttablaði dagsins (Laugardagur 3.mars)
Einnig má benda á grein Atla Fannars bls 40 í Blaði dagsins þar sem hann bendir á staðfestingu á því sem aðrir hafa viljað talað um sem mýtuna um hamingjusömu ,,hóruna". Þar er mætt engin önnur en Asia Carrera, sem hefur hlýjað mörgum manninum um hjartarætur gegnum árin.
Ég býð annars spenntur eftir síðari hluta eftirfarandi greinar. Það verður gaman að sjá þá félaga reyna að verja Björn Lomborg, sem fræðimenn í umhverfisvernd taka jafn mikið mark á og Mikka Mús. Það er í sjálfu sér í fínu lagi að ritstjórn Háskólablaðsins hafi sett sér þá stefnu að flytja einunigs jákvæðar fréttir (enda nóg eftirspurn eftir gagnrýnislausum ,,já mönnum" úti í atvinnulífinu) en spurning um að þeir geri allavegana sitt í því að fylgjast með almennri umræðu hvað sem öðru líður. Vonandi hafa þessir menn rétt fyrir sér sem gagnýna skýrslu Stern en ég ákvað að lesa hana ekki þegar ég komst að því að nokkrir af þeim fræðimönnum sem hana tóku saman eru á bandi ríkisstjórna Ástralíu og Bandaríkjanna, en voga sér samt að segja ,,Skýrslan byggir nánast einvörðu á niðurstöðum manna og stofnana sem hafa í gegnum tíðina hafa gefið út hlutdrægar skýrslur um hlýnun jarðar." - frjálsa fræðimannasamfélagið hefur sjálft getað bakkað upp flestar af þessum skýrslum og því sem spáð hefur verið hefur oftar en ekki ræst... þó að til séu menn á launum frá ríkjum sem styðja ekki Kyoto sem trúa engu fyrr en endanlegar sannanir eru fyrir hendi - þ.e. þegar við stefnum beinlínis í heimsenda og ekki verður aftur snúið.
Nú er auðvitað ekki hægt að gagnrýna þessa grein vegna þess að það vantar síðari helminginn á hana, en það mun koma mér verulega á óvart ef að þar verður haldið uppi haldbærri vörn fyrir Lomberg - en sjáum til.
Ég á líka ákaflega bágt með að taka mark á fræðimönnum á vegum ríkisstjórna sem gagnrýna skýrslu fræðimanns sem hefur enga hagsmuni af því að vera með bölsýnistal - þó að ég voni vissulega að Stern hafi rangt fyrir sér.
Þegar hins vegar Morgunblaðið gerir merki Sjálfstæðisflokksins grænt á sínum síðum og Björn Bjarnason er farinn að huga að umhverfismálum er hugsanlega rétt fyrir ritstjórn Háskólablaðsins að koma niður úr valíumútópíunni og taka þátt í raunverulegri umræðu eða að sleppa því og einbeita sér að fallegum barnabókmenntum þar sem ávallt er sól, ilmur af blómum og fiðrildum sem flögra - þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og hylla Mikka Mús.
Það er rétt að minna fólk á að það getur farið frítt í bíó á sunnudaginn í Háskólabíó kl.14 á myndina An Inconvenient Truth (á meðan húsrúm leyfir), gott framtak hjá Samfylkingunni (en púúú á þeirra feminisma!) Þeir sem eru tölvufróðir ættu að geta horft á hana hér (það fer víst eitthvað eftir tölvum - er ekki nógu tölvufróður til að upplýsa það hérna, en kannski að einhver commenti á það).
Annars er þetta pottþétt fyndnasta og bjánalegasta frétt dagsins, greinilega maður sem hefur ekkert fylgst með vinnubrögðum síns eigins flokks síðustu... tja 50 árin eða svo.
Efnisorð: Klám, Trúarbrögð, Umhverfisvernd. Stjórnmál
2 Ummæli:
Kallinn á næturvakt? Það verður gaman að sjá framan í menn yfir leiknum á morgun, þú mætir - ekkert kjaftæði.
Fyndið annars að lesa þá staðreynd að heimili Al Gore notar meiri orku á dag heldur en meðalstórt heimili í USA notar á heilu ári. Hræsni ef satt er. Heldur betur inconvenient truth fyrir hann. Hvað ætlar hann að gera í málinu? Leader by example? Varla. Ætli SJS sé þá ekki alltaf í tölvunni með standara langt fram eftir nóttu.
Hvar komu þessar upplýsingar fram um Al Gore?
Hann spilar sig nefninlega mjög umhverfisvænan í myndinni.
Veit ekki hvort ég meiki þennan leik. Nú er kl 08:00 og ég búinn að vera vakandi síðan fyrir hádegi í gær og er á vakt til 10:00 og ef ég tek leikinn þá verð ég vakandi til a.m.k. 15:00 - spurning um að slá vökumet?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim