föstudagur, júní 08, 2007

Er kvennbyltingin á leiðinni?

Ég hef lengi ætlað að skrifa þennan pistil og í rauninni ótrúlegt að ég skyldi hafa gleymt því eftir að ný ríkisstjórn var mynduð. Ástæða þess að þetta rifjaðist upp fyrir mér er pistill Egils Helgasonar þar sem hann veltir fyrir sér framtíð Steingríms J. og VG.
Spurning mín er hins vegar eftirfarandi (og þið megið að sjálfsögðu velta uppi svari í commentakerfinu):

,,Munu konurnar einoka formennsku flokkanna innan 10 ára?"

Eins og staðan er í dag má þetta teljast ansi langsótt enda aðeins ein kona formaður stjórnmálaflokks en það eru blikur á lofti.

Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn er og verður mjög íhaldssamur þegar kemur að forystu flokksins. Sjaldan er gerðaatlaga að formanninum (frægasta undantekningin er sennilega þegar að Davíð Oddsson steypti Þorsteini Pálssyni árið 1991) og oftar en ekki tekur varaformaðurinn við þegar að formaðurinn hættir. Ólafur Thors var t.d. varaformaður áður en hann tók við af Jóni Þorlákssyni, Bjarni Ben var varaformaður þegar að hann tók við af Ólafi Thors, Jóhann Hafstein varaformaður tekur við völdum eftir andlát Bjarna Ben, Geir Hallgrímsson hafði verið varaformaður áður en hann tók við af Jóhanni Hafstein, Þorsteinn Pálsson sker sig svo úr þegar að hann tekur við af Geir Hallgrímssyni og er síðan sjálfum steypt af Davíð Oddssyni, Geir Haarde er svo varaformaður sem verður formaður þegar að Davíð hættir.
Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa út frá slíkri sögu, en líklegt má telja miðað við íhaldssama hegðun innan flokksins að Þorgerður Katrín taki við - sumir hafa spáð að slíkt muni gerast eftir u.þ.b. 8 ár.

Samfylkingin: Ingibjörg Sólrún er eini kvennkyns formaður stjórnmálaflokks hérlendis. Haldi hún sæmilega á spilunum má gera ráð fyrir því að hún sitji áfram sem formaður næstu 10 árin. Það er hægt að spá henni pólitískum dauða, en tvennt kemur í veg fyrir það: 1. Nokkuð góð staða Samfylkingarinnar, miðað við kosningaúrslit núna og vangaveltur um annað hvort endalausa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða möguleika á 3 flokka vinstri stjórn (sem ég vil auðvitað ekki). 2. Hitt atriðið er það, að afar ólíklegt er að það komi fram nógu sterkur mótframbjóðandi næstu 10 árin - það er auk þess hreinlega útilokað á meðan að Samfylkingin er í stjórn.

Vinstri Græn: Eins og kom fram hér í upphafi er Egill Helgason að velta fyrir sér framtíð VG og hefur eftir ónefndum þingmönnum að sennilega sé pólitískum ferli hans að ljúka bráðlega - nokkuð ljóst að það gerist ef að þessi ríkisstjórn heldur áfram eftir næstu kosningar sem virðist vera mjög líklegt miðað hversu sammála stjórnin er og hversu mikinn meirihluta hún hefur. Egill veltir fyrir sér eftirmanni og finnst ekki líklegt að það verði Ögmundur, þeirra tími sé hreinlega liðinn og tími til kominn að forysta VG færi sig yfir á 21.öldina. Það sé auk þess ekki víst að Ögmundur vilji taka það hlutverk að sér.
Þá standa eftir Árni Þór Sigurðsson, sem er hálf sveittur og lúðalegur og sat lengi við lítið gagn í stjórn Reykjavíkurlistans og svo efnilegar konur sem myndu fríska mjög upp á forystu flokksins en það eru þær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir - Egill gleymir reyndar að nefna vænlegasta kostinn en það er leiðtogaefnið Svandís Svavarsdóttir sem hefur mjög mikinn leiðtogasjarma og kemur vel fyrir. Það verða því að teljast miklar líkur á því að kona verði næsti formaður VG, enda er það í takt við yfirlýsingarflokksins að hann sé feministaflokkur.

Framsóknarflokkurinn: Framsóknarflokkurinn er stærra spursmál. Guðni Ágústsson hefur komið betur út sem formaður en ég átti von á. Á meðan að Steingrímur J. hefur verið í krísu með sjálfan sig þá hefur Guðni tekið hlutverk leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Það er hins vegar ljóst að Guðni er hluti af gömlu valdaklíkunni sem er áð hverfa. Það er spurning hvað flokkinum finnst eftir tvö ár. Ætlar einhver gegn honum þá eða verður beðið um sinn eftir að Björn Ingi taki við formennskunni? Er það hægt fyrir stjórnmálaflokk sem vill láta taka sig alvarlega að honum stýri forneskjulegur bóndadurgur? Er það gott að slíkur maður leiði flokk sem fékk ekki inn mann í hvorugu Reykjavíkurkjördæminu, þaðan sem þriðjungur þingmanna koma?
Ég er nokkuð vissum að Siv gerir aðra tillögu og næstu tvö ár verða að leiða í ljós hvort að henni tekst það eða ekki. Valgerður ætti það líka inni hjá flokknum eftir kosningasigur að verða formaður en ég er ekki vissum að hún þori að taka slaginn, bíður kannski frekar eftir því að Guðni hætti.
Ég myndi segja að það væru 45% líkur á því að Siv taki Guðna ef að hún reynir eftir tvö ár og góðar líkur á að Valgerður taki við ef að Guðni ákveður að hætta.

Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin: Hverjum er ekki skítsama:)

Íslandshreyfingin: Flokkurinn á auðvitað takmarkaða möguleika og spurning hvort að sveimhuginn Ómar Ragnarsson nenni þessu aftur - án hans er þetta dautt og Margrét Sverrisdóttir formaður.

Frjálslyndiflokkurinn: Það eru auðvitað engar líkur á því að kona taki við þessu pungapartý-i. Það verður að teljast líklegra að þorramatur yrði kosinn en kona.

Niðurstaða: Spurt var: ,,Munu konurnar einoka formennsku flokkanna innan 10 ára? "
Það verða að teljast ágætar líkur á því að formenn fjórflokkanna verði konur og mjög góðar líkur á því að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins verði kona og þá yrði nánast öruggt að við fengjum kvennkyns forsætisráðherra í fyrsta sinn, því að Ingibjörg Sólrún virðist ekki vera á útleið. Efast verður um framtíð Íslandshreyfingarinnar og nánast útilokað að formaður Frjálslyndaflokksins verði kona.

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

flottur pistill. Ég vona bara að Björn Ingi hætti í pólitík.. áður en hann drepur fólk úr leiðindum, sjáumst á morg.

kv,
Ívar

08 júní, 2007 15:49  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég þakka þér fyrir komuna, nú verða menn að hittast reglulega í allt sumar - sammála með Björn Inga, en reynum nú að njóta sumarsins með Framsóknarlausri ríkisstjórn.

Kveðja Bjarni Þór

10 júní, 2007 19:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim