Hvað á að lesa?
Þá er sumarið komið og menn taka sér þægilegan stól í hönd og koma honum fyrir í sólskininu úti í garði, maka á sig olíu og hlusta á úðarann vökva. Slíkt getum þó orðið leiðigjarnt til lengdar og því ekki vitlaust að lesa eins og eina góða bók.
Ég mæli með eftirfarandi léttmeti:
1. Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna - Titilinn segir nokkuð mikið um innihaldið. Eiríkur Bergmann veltir fyrir sér framtíð Íslands í breyttum heimi. Framtíðarsambandið við Evrópu og Bandaríkin og hvernig við eigum að leysa úr vandamálum okkar í náinni framtíð. Auðlesnar 133 blaðsíður sem koma sér vel sem grunnur fyrir þá sem vilja geta átt samtöl um annað en börn eða veðrið.
Sérstaklega fyrir þá sem vilja getað þagað niður í íhaldsömum miðaldra frændum sínum sem segja ,,við verðum að losa okkur við útlendingana áður en ÞETTA verður jafn mikið vandamál og í nágrannalöndunum"
Hér má lesa smá inngnagskafla úr bókinni
2. Í eldlínu kaldastríðsins og Uppgjör við umheiminn - Kalda stríðs bækur Meistara Vals Ingimundarsonar gefa góða yfirsýn yfir þetta merkilega tímabil þegar Ísland skipti allt í einu einhverju máli á alþjóða vettvangi, tímabil sem sumir halda að sé ennþá í gangi. Hér er farið yfir samskiptin við Bandaríkin og Sovétmenn og inn í þau samskipti flettast öll önnur stærstu mál tímabilsins. Fyrir alla þá sem höfðu gaman af sagnfræði í menntaskóla en kusu menntun sem myndi skila þeim pening í vasann en vilja gjarnan svala sagnfræðiþorsta sínum.
3. Píslavottar nútímans - ég var svo heppinn að fá að sitja tvö námskeið hjá Magnúsi og þvílíkur snillingur sem þessi maður er. Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa spurt sig ,,Hvað ætli sé að gerast í Írak og Íran og hver er saga þessara landa?" en misst einbeitinguna þegar þeir sáu súkkulaðibréf fjúka framhjá.
4. Nessi Giss - Hvar á maðurinn heima? - Hver elskar ekki Nessa Giss, einfaldleikann og alhæfingarnar. Í þessari þó hressandi byrjendabók ,,kryfur" hann fimm af stærri vestrænu hugsuðum sögunnar. Fær ópólitískt fólk til að hugsa, mynda sér skoðannir og hlæja. Fer í einfaldar siðferðilegar spurningar eins og hvort að það eigi að leyfa vændi, box og fíkniefni (til að nefna nokkur sígild umræðuefni) og yfir basic ævi og helstu verk þeirra fimm fræðimanna sem farið er í. ,,En það sem Hannes er ekki að átta sig á..."
Örlítið þyngra
1. Globalization - Það verður seint sagt um Jan Aaart Scholte að hann sé hress fræðimaður og margar blaðsíður í þessari bók bragðast eins og þurr sandur fyrir þyrstan mann... EN - þessi bók er fyrir alla þá sem lesa Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna en segja OK en bíddu af hverju fúnkerar kerfið svona? (Best til aflestrar sem uppflettirit við mismunandi vandamálum)
2. Imagining the end - Saga heimsendaspádóma víðsvegar um heim sem ég er að byrja að lesa. Fyrir alla þá sem sáu heimildarmyndirnar The Power of nightmares, The doomsday code og Jesus Camp og vilja fræðast enn frekar.
3. John Esposito, Islam: The Straight Path - Þetta er nú líka hálfgert léttmeti og er fyrir alla þá sem hafa hugsað ,,Islam - what the fuck?" og vilja getað sagt eitthvað meira um þessi trúarbrögð en klisjurnar sem við heyrðum eftir 11.september.
Ég bið konur og menn endilega að henda hér inn commentum yfir bækur sem þið mælið með, hér gildir hins vegar hið fornkveðna - ég les ekki skáldsögur.
Ég mæli með eftirfarandi léttmeti:
1. Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna - Titilinn segir nokkuð mikið um innihaldið. Eiríkur Bergmann veltir fyrir sér framtíð Íslands í breyttum heimi. Framtíðarsambandið við Evrópu og Bandaríkin og hvernig við eigum að leysa úr vandamálum okkar í náinni framtíð. Auðlesnar 133 blaðsíður sem koma sér vel sem grunnur fyrir þá sem vilja geta átt samtöl um annað en börn eða veðrið.
Sérstaklega fyrir þá sem vilja getað þagað niður í íhaldsömum miðaldra frændum sínum sem segja ,,við verðum að losa okkur við útlendingana áður en ÞETTA verður jafn mikið vandamál og í nágrannalöndunum"
Hér má lesa smá inngnagskafla úr bókinni
2. Í eldlínu kaldastríðsins og Uppgjör við umheiminn - Kalda stríðs bækur Meistara Vals Ingimundarsonar gefa góða yfirsýn yfir þetta merkilega tímabil þegar Ísland skipti allt í einu einhverju máli á alþjóða vettvangi, tímabil sem sumir halda að sé ennþá í gangi. Hér er farið yfir samskiptin við Bandaríkin og Sovétmenn og inn í þau samskipti flettast öll önnur stærstu mál tímabilsins. Fyrir alla þá sem höfðu gaman af sagnfræði í menntaskóla en kusu menntun sem myndi skila þeim pening í vasann en vilja gjarnan svala sagnfræðiþorsta sínum.
3. Píslavottar nútímans - ég var svo heppinn að fá að sitja tvö námskeið hjá Magnúsi og þvílíkur snillingur sem þessi maður er. Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa spurt sig ,,Hvað ætli sé að gerast í Írak og Íran og hver er saga þessara landa?" en misst einbeitinguna þegar þeir sáu súkkulaðibréf fjúka framhjá.
4. Nessi Giss - Hvar á maðurinn heima? - Hver elskar ekki Nessa Giss, einfaldleikann og alhæfingarnar. Í þessari þó hressandi byrjendabók ,,kryfur" hann fimm af stærri vestrænu hugsuðum sögunnar. Fær ópólitískt fólk til að hugsa, mynda sér skoðannir og hlæja. Fer í einfaldar siðferðilegar spurningar eins og hvort að það eigi að leyfa vændi, box og fíkniefni (til að nefna nokkur sígild umræðuefni) og yfir basic ævi og helstu verk þeirra fimm fræðimanna sem farið er í. ,,En það sem Hannes er ekki að átta sig á..."
Örlítið þyngra
1. Globalization - Það verður seint sagt um Jan Aaart Scholte að hann sé hress fræðimaður og margar blaðsíður í þessari bók bragðast eins og þurr sandur fyrir þyrstan mann... EN - þessi bók er fyrir alla þá sem lesa Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna en segja OK en bíddu af hverju fúnkerar kerfið svona? (Best til aflestrar sem uppflettirit við mismunandi vandamálum)
2. Imagining the end - Saga heimsendaspádóma víðsvegar um heim sem ég er að byrja að lesa. Fyrir alla þá sem sáu heimildarmyndirnar The Power of nightmares, The doomsday code og Jesus Camp og vilja fræðast enn frekar.
3. John Esposito, Islam: The Straight Path - Þetta er nú líka hálfgert léttmeti og er fyrir alla þá sem hafa hugsað ,,Islam - what the fuck?" og vilja getað sagt eitthvað meira um þessi trúarbrögð en klisjurnar sem við heyrðum eftir 11.september.
Ég bið konur og menn endilega að henda hér inn commentum yfir bækur sem þið mælið með, hér gildir hins vegar hið fornkveðna - ég les ekki skáldsögur.
Efnisorð: Bækur
2 Ummæli:
Já, nú þarf að lesa um Evrópusamrunan. Það þýðir ekki að vera eins og álfur út úr hól.
En hvað með skáldsögurnar? Ég skil þetta af vissu leyti og er sammála þér: það er nógu margt sem hefur gerst í þessum heimi, sem við höfum ekki lesið um, og er það þá ekki fráleit firra að fara lesa um það sem hefur ekki gerst. En við skulum þó ekki láta undir höfuð leggjast að leita í skáldskap. Eða eins og Laxness sagði: "Sá sem ekki lifir í skáldskap, lifir ekki af hér á jörð." Þessi setning nóbelskáldsins er einkar athyglisverð út frá sjónarhorni sálgreiningar.
AFO
...eins og Álfur út úr hól, eða kristur á krossinum - þú ræður:)
Það er auðvitað skiljanlegt að trúmaðurinn vilji leita í skáldskap:)
"Sá sem ekki lifir í skáldskap, lifir ekki af hér á jörð."
Guðfræðilega er hún líka einkar skemmtileg:)
En endilega að kynna sér Evrópusamrunann, hann er merkilegur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim